þriðjudagur, apríl 29, 2008

Jæja er ekki komin tími á fréttir?????
Það er margt búið að gerast síðan í Janúar tam er ég búin að hitta tengdó út í skotlandi og var það gríðarlega góð ferð. Fjölskyldan hans er æðisleg og var ég leyst út með gjöfum og partýi. Ég og skotin gistum m.a. í kastala sem var GEGGJAÐ.....og svo vorum við einn dag í edinborg að skoða kastalann og svona og svo borðuðum við á geðveikt flottum og rómantískum stað við kastalann... bara allt í allt æðisleg ferð.....
Síðan skellti ég mér til Hollands í síðustu viku ogvar ég svo heppin að fá smá skoðun af amsterdam og er það mega krúttleg borg en mér fannst hollendingar ekkert vera að deyja úr gleðinni og í fríhöfninni á leiðinni heim keypti ég mér vídjó cameru þannig búist við alveg geggjuðum vídjómyndum:)
Annars er ég líka búin að fresta útskriftinni minni til september - ekkert sérstaklega gaman en nauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess sem kúrsinn víðvær og slembin bestun tók mun lengri tíma heldur en ég hélt að myndi gera - en hvað muna 3 mánuðir til eða frá.
Síðan er start up líka búið - verksmiðjan komin í fullan rekstur - það þýðir þó ekki að það sé minna að gera heldur er álagið öðruvísi en það er nú gott að það er alltaf nóg að gera annars myndi mar nú bara bilast.....ég er nú samt farin að hlakka til að taka við nýju starfi:)
Nú svo er skotinn farinn að vinna fyrir mannvit - já hættur hjá Brammer - og er bara gríðarlega ánægður í nýja starfinu og er ég alveg viss um að íslenskan kemur mun hraðar hjá honum núna - ég er samt alltaf að reyna að tala meira og meira við hann og ég veit að hann skilur meira en hann vill viðurkenna:)
hmmm hvað meira og já við skotinn erum búin að panta til egyptarlands í ágúst. Fljúgum til parísar 1.ágúst og þaðan til Cario, verðum þar í viku á hóteli þar sem mar sér literally píramídana meðan mar er úti að borða morgunverð, síðan komum við til baka á laugardegi og ætlum að vera nóttina í parís. Erum nú þegar búin að panta túr um parís á sunnudeginum ásamt lunch í effelturninum....þetta verður GEGGJAÐ!!!!!
Í sumar verður líka vonandi mikið um gestagang: Foreldrar Stuarts koma í júní, mamma og pabbi ætla að koma og sólveig - síðan vonandi fleiri:)
Ó já svo kemur Bubbi Bró austur að vinna hjá okkur - mikið verður gaman að fá hann hingað:)
Jæja þetta er nú aldeilis nógu langt blogg í bili....
seee yaaaaaaaa

Viktoría posted at 11:57
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, janúar 17, 2008

Bletzuð, langt síðan mar hefur bloggað seinast:)

Það er allt fínt að frétta. Jólin gengu vel, var með skotanum og 2 vinum á aðfangadagskvöld og við borðuðum taco...það var spes....en mjög gaman. Ég fékk fullt af fínum pökkum og hafði það notalegt. Á annan í jólum skellti ég mér svo til dóminíska, þar sem ég hef ALDREI verið jafn slök í djammi - ég djammaði bara á gamlárs annars var ég farin að sofa kl. 22 með ma&pa. Ég kenni nokkrum hlutum um þetta: ráðsett, þreytt eftir mikla vinnu, tímamismunur etc. en Agnesi og Valgerði fannst ég bara steingeld....well ... en ég skemmti mér amk konunlega og slakaði mjög vel á. Þetta er æðislegur staður, flottar strendur og flott hótel en dáldið einangrað.

Síðan kom ég heim austur og já sæll ég er byrjuð að búa:) Ég og skotin höfum á laugardaginn búið saman í 2 vikur og gengur bara æðislega vel. Ég þurfti reyndar að henda/gefa 5 stórum ruslapokum af fötum, skóm og töskum en það var eitthvað sem ég ætlaði að gera fyrir löngu þannig það var fínt. Það var allt tekið í gegn, sorterað, hent og tekið til og ég get sagt með fullri vissu að það hefur aldrei verið jafn organiseruð hjá mér íbúðin. En já mér finnst ég vera orðin voðalega fullorðinn, byrjuð að búa, eiga íbúð, 2 hunda og station...hehehehehe ég get amk sagt það að ég hefði ekki haldið að svona margt myndi breytast á einu ári og þetta eru ekki alveg einu breytingarnar - því að ég hef fengið stöðuhækkun í vinnunni og mun byrja í henni 1.júlí þ.e. þjálfun og svo formlega 1.október. Þannig þetta þýðir að ég þarf að læra hellings meira, fara á námskeið etc. og mér finnst það bara æðislegt og er alveg himinlifandi...ef þið viljið nánari upplýsingar þarf bara að spurja mig:)

Síðan er ég byrjuð á mastersritgerðinni minni, komst reyndar af því að ég á eftir að taka einn kúrs - Víðvær og slembin bestun - en ég er svo heppin að sá sem er með þann kúrs er leiðbeinandinn minn í verkefninu mínu og þetta er leskúrs þannig það verður þægilegra að gera hann hér fyrir austan! Þannig annað hvort útskrifast ég í sumar eða næsta haust. Mér finnst ss. 3 mánuðir ekki skipta öllu.

Síðan kem ég suður næstu helgi - já ég er að fara með doggana mína á hundasýningu - wish me luck:)

Get ekki annað en sett eina mynd af þeim - þau eru to die for:)

Viktoría posted at 11:09
.x.x.x.x.x.

föstudagur, desember 07, 2007









New York, London og dogga mamma:)



Já gott fólk, langt síðan seinast - ég er búin að fara til NEW YORK - sem er án vafa í topp fimm borga sem ég hef farið til. Ég, Lísa og Agnes skelltum okkur og vá hvað við gerðum mikið og sáum mikið. Við skoðuðum empire state, wax museum, sex museum, time square, rockerfeller center, trump tower, tiffanys, soho, china town, little italy .... síðan fórum við í þyrluferð um frelsistyttuna, sex and the city tour, sáum set á kvikmynd með celebum o.s.frv. o.s.frv. allt í allt 100% frábær ferð.



Síðan fór ég með kæró til London, hitti þar Birgittu beib og Siggu sem var mjög skemmtilegt. Hittum vini hans og svo skoðuðum við helling, fórum í London eye og Tate's museum og svo skelltum við okkur á Lord of the rings musical sem var frábær...þetta var líka allt í allt frábær ferð nema að ég var lasin:( en samt geggt stuð og ótrúlegt en satt þá verslaði ég eiginlega ekki neitt:)






Síðan eru það stóru fréttirnar :::::: Ég er núna orðin hundamamma - loksins loksins loksins. Ég á 2 litla sæta Griffona, tíkin er 5 mánaða og heitir Veronica (er samt að hugsa um að breyta því í Nótt) og svo er það hann Villi sem er 1,5 ára og algjör töffari....ég er svo hamingjusöm með þau. Litla babýið er alveg eins og lítill apaungi svo mikið krútt....(hún er þessi alveg svarta)

Síðan er nú aldeilis farið að styttast í dóminíska, verður reyndar erfitt að skilja kæró eftir heima en það hlýtur nú að bjargast með nútímahlutum eins og gsm:) já og svo 14.des er ég að koma heim um helgina til að skella mér á jólahlaðborð með settinu og stuart, ásamt því að mamma ætlar að elda fyrir okkur íslenskan jólamat..mmmmm...það ætti að vera skemmtilegt.
Já og svo er skólinn næstum búinn líka. Skilaði næst síðasta verkefninu inn á þessari önn í gær og svo á ég eftir að fínpússa eitt í viðbót og þá er ég búin þangað til í janúar þegar ég byrja á mastersritgerðinni. En vá hvað það verður nice að vera bara að vinna í einu verkefninu í einu, ekki 3-4 eins og ég hef verið að gera.....

En jæja best að fara að gera eitthvað að viti

l8ter.....

Viktoría posted at 15:27
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, október 10, 2007

Buenos Aires
Já ég get sko sagt ykkur thad ad ekki bjost eg vid ad fara svona snemma aftur til argentinu eftir heimsreisuna. En nuna bid eg sali roleg a flugvelli i madrid til thess ad komast til london og thadan heim. Eg var i argentinu a stad sem heitir Puerto madryn i vinnuferd sem heppnadist frabaerlega, eg laerdi ogedslega mikid og var med frabaeru folki, vid unnum vel og bordudum sko helling af LOMO!!!!!! (sem utleggst sem nautakjot! ¡ and mind me very rare indeed...) sidan hitti eg Bubba bro i BA og Reyni "brodir" hans. Vid vorum turistar, forum m.a. a tango show - geggjad show og i thetta sinn var thetta tango DANS ekki songur eins og thegar vid sigrun forum a tango show. Vid versludum helling - alveg otrulegt hvad merki eru odyr tharna!!! Sidan forum vid lika i bio...hehe thvi aparantly er vodalega litid synt af myndum i paragvae og var eg alveg til. Salurinn var geggjadur og ekki kostadi nema 250 i bio!!!! Annad sem var frekar fyndid var ad a laugardagskvoldinu aetludum vid ad fara ut ad borda en vorum geggt sein, en vid skellum okkur af stad um 23:30 an thess ad hafa pantad bord neins stadar. Jaeja vid heldum nu ad thetta yrdi ekki neitt mal thar sem klukkan var ordin svona margt en ALDEILIS ekki, thad var alls stadar pakkad - svo loksins thegar vid fundum stad thar sem var laust a tha var thad sjavarettarstadur thannig vid urdum ad haetta vid thvi Bubbi er nattlega med ofnaemi!
Vid endum samt ad finna stad kl. 00:30 og vorum ekki buin ad borda fyrr en 01:50!!! eg var lika BUIN a thvi! En thad var aedislegt og surealiskt ad hitta bubba..eg fekk samt sjokk thegar eg sa hann fyrst, hann var med sitt har og skegg ¡ eg thekkti hann varla!!! thannig eg for med hann i klippingu og let hann raka sig - hann er líka ordinn aftur gamli bubbi bró...:) Thad var aedislegt ad drekka teritré med honum (er ekki svo slaemt eftir allt), heyra sogur um maidid og hvernig hun naer ad skemma alla boli fyrir honum!!! og hvad hann og Reynir SAKNA dominos og subway!!!! ae thetta var bara frabaert.....og btw vinur hans fittadi alveg inn i familiuna enda heldu allir ad vid vaerum oll systkyni. Eg aetladi nu upprunalega ad fara i gaerkvoldi en thad var eitthvad verkfall og bladhdi bla hja flugfelaginu minu thannig eg akvad ad koma bara heim, enda svo sem fint.
Annars tad sem er annars ad fretta er ad thad er absoloutly crazy ad gera i vinnunni og skolanum - get ekki bedid eftir lok nov thegar thessi verkefnastuss verda buin!! er samt buin ad laera helling i kursunum sem eg er i.
Sídan eru naestu utanlandsferdir NY med Agnesi og Lisu i lok okt - thar sem vid aetlum a sex in the city slodir, thyrluferd, skoda central park, frelsistyttuna etc. hef tru a ad thetta verdi geggjud FERD!!!!!
og svo aetlum vid Skotinn ut til London af afmaelinu minu...hehe bara fyndid thad sem eg bad um i afmaelisgjof fra honum en thvi midur ekki blogg haeft...thid verdid bara ad spyrja mig life:) og hann er buinn ad lofa mer ad fara med mer ad versla og a sushi stad....thannig su ferd lofar godu! BTW er búin ad gefa honum thad hellsta islenska ad borda tam svid - tok meira segja sma leiksyningu med kjamman adur en eg let hann bordad thad , svidasultu, hardfisk, grjonagraut - sem honum fanst btw eins og eftirretur, lifrapylsu, flatkokur med kindakaefu, flatkokur med hangikjoti, flatkokur med rullupylsu, síld og eitthvad fleira.... og viljid thid vita hvad honum fannst verst???? HARDFISKURINN....truidi thvi..... amk ekki eg!!!! Ja og til marks um mína snilldar eldamennsku thá keypti ég svidin forsodin (fann ekki osodin) og skellti theim bara svo i orbylgjuna i 5 min...hehe og thetta var pakkagrjonagrautur....en mer finnst hann geggt godur svo thad skiptir ekki mali!!!!!
En já i stadinn fyrir thetta tha smakkadi eg haggis og blood pudding, verd ad segja mer fannst haggisid find en var ekki jafn hrifin af blood pudding...eg vil profa ad steikja thad a ponnu og setja sykur a - eins og er oft gert vid blodmor... eg er ekki viss um ad eg fai hann til thess ad profa thad:)
Jaeja thetta er vist nog i bili....hola at yor ass l8ter!


Viktoría posted at 05:19
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, ágúst 01, 2007

Summerstorm's Double Dior 15.apríl 2006- 27.júlí 2007
Æ þetta er búið að vera erfitt. Ég var að passa alla doggana fyrir mömmu og pabba hér fyrir austan, Dior var búin að vera veik en var þó búin að lagast. Á mánudaginn versnaði henni aftur og ég fór með hana til læknis - þeir gáfu henni lyf en það virðist ekkert hafa lagað hana og ég ætla ekki í öll detailin enda finnst mér of erfitt að tala um það en hún dó í fanginu hjá mér á fimmtudagskvöldinu. Það var rosalega erfitt en sem betur fer á ég frábæra nágranna vinkonu sem hjálpaði mér og var með mér þegar hún dó. Síðan hjálpaði maðurinn hennar mér að setja hana í poka til þess að fara með hana upp á dýraspítala í krufningu. Úr krufningunni kom fram að þindin hafi verið brostin og vökvi í lungum - þannig það hefði ekkert verið hægt að gera fyrir hana... en svona er nú lífið - en þetta var bara svo einstakur hundur - falleg að utan sem innan og hún bara átti mann......síðan vil ég bara að segja að fólkið hér fyrir austan er æði og sérstaklega það sem ég er að vinna með - allir sem vita þetta eru búnir að vera svo sætir og fylgjast með baráttunni.....
Síðan kíkti ég nú til sólveigar í mývatnssveitina til að kúpla mig aðeins út úr hlutunum og var það mjög fínt - gaman að komast í rólegheitin, drekka rauðvín og spjalla við sólveigu um daginn og veginn:)
Annars er mar á leiðinni í bæinn á föstudaginn - keyri með alla doggana....verð samt væntanlega ekkert viðlátin - það er stíft túristaprógramm um helgina en jæja sé ykkur!

Viktoría posted at 15:18
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, júlí 17, 2007

halló halló
jæja ætli það sé ekki komið að mánaðarlega blogginu....allt fínt að frétta hérna...geggjað veður fyrir austan (btw loksins) og aldrei að vita nema mar skelli sér í sund á eftir.
Annars hefur það á daga mína drifið að ma og pa komu ásamt 4 hundum í heimsókn í sveitina. Við pabbi vippuðum upp einni bjútífúllness girðingu á laugardeginum, grilluðum - á nýja bjútifúl outback grillinu mínu, drukkum, fórum í singstar og buzz og JÁ mamma og pabbi fóru á café ilm - sem er btw eini skemmtistaðurinn hér.....það var geggjað stuð - björgunarsveitarmenn 1 og 2 voru náttlega bara snillingar þó svo að nr.2 hafi ekki haft neinn tíma til að vera þarna....aftur komu þeir mér til bjargar að henda mér upp hæðina heima en þeir urðu að bera mig í restina því þetta er svo bratt - bannað að hlæja nema þið hafið prófað þetta;) ég held að ég hafi sjaldan hlegið jafn mikið - ég var komin úr skónnum og þvílíkt brölt - tóttallý missti kúlið;-)
síðan var dansað, reynt að fá stráka í meikóver og talað úglensku.....það klikkar ALDREI að djamma í sveitinni!
Nú síðan var ég á námskeiði í Millwaukee (hvernig sem það er skrifað) í Lean thinking....námskeiðin voru Problem solving og How to do the right things - A leaders guide to strategy development þetta var snilldarferð og lærði ég ekkert smá mikið - hehehe reyndar verslaði ég líka mikið og afrekaði það að fara í gelneglur hjá víetnamönskum dreng...yes you heard me - it was fabulous....
Nú ég er líka búin að fara í innfluttningspartý til lísu - það var ógeðslega gaman - fyrir mig - fyrir aðra var ég kannski eins og míní sækó;) vonum að það hafi ekki hrætt alla í burtu hehe
úff púff síðan verð ég í rvk í næstu viku þannig ef þið viljið hitta mig þá er ég til viðtals alla virka daga milli 10 og 12 - right;)
Schussness
kv.
Viktoría
já og btw ég og agnes erum BÚNAR AÐ BÓKA TIL NEW YORK....förum 25.október ef einhver vill koma með - förum á fimmtudegi og komum á þriðjudagsmorgun....

já og finallý er ég búin að fá playstation 2 tölvuna mína:) ég brosi út af eyrum......

Viktoría posted at 15:52
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, júní 13, 2007


Should I be afraid?
Ég fékk þetta sms í símann minn í dag

Ciesze sie kochanie ze wszytko sie udalo:) baaardzo:) zjadles juz sniadanie? kocham Cie, buzi.

Ég fékk þetta lauslega þýtt frá einum sem "jæja búin að borða morgunmat, gott að þú ert komin aftur og ert við góða heilsu, elskan. ég elska þig, bæ." hehe BARA fyndið annað hvort vitlaust númer eða ég á aðdáenda:)

Annars er var krít æðisleg...ég og Agnes skemmtum okkur konunglega, slöppuðum af á ströndinni, drukkum kokteila, fengum okkur tatto etc. - já ég er komin með tattoo......hehe neðst á bakið




Þetta er kínverskt tákn og þýðir victory;) - agnes fékk sér að sjálfsögðu líka!




Annars var Montréal ferðin mín bara disaster - missti af tengifluginu mínu frá new york vegna þess ég varð að bíða í meira en klukkutíma í vegabréfaeftirlitinu. Varð að gista á algjöru ghettó hóteli þar sem var enginn minibar og varð maður að kaupa sér kók í plastglasi á barnum. Síðan var svona blacklight inn á baði og allt frekar shabbý....sheiký stevens....síðan þegar ég loks komst til montreal voru bara nokkrir tímar eftir af vinnunni og svo versla. Daginn eftir kláruðum við í hádeginu og ég gerði mig klára til að fara heim EN nei, fékk þá sms að það væri búið að fresta fluginu frá kef-montreal þangað til um morguninn. Ég lét gaurana í lobbýinu tékka á tímanum sem ég ætti þá að fara (ég átti að fara 20:45) og þeir bara NEI það er búið að flýta fluginu til átta. Flýta fluginu hugsaði ég með mér - getur það verið - en rössaðist út á völl...nei þá var að sjálfsögðu búið að fresta fluginu til 8 um MORGUNINN!!!!! þannig þá varð ég aftur að gista á einhverju ghettó hóteli. Þetta varð til þess að ég missti af hárgreiðslunni og öllu ... og svo var það krít daginn eftir.....


Við agnes erum greinilega double blondes og báðar mjög vanar að ferðast til bandaríkjanna því við héldum að við myndum lenda um nóttina 9.júlí en NEI það var nóttin 10.júlí - þannig við misstum af opnunarhátíðinni og aftur missti ég af hárgreiðslu og öllu því.....alltaf að rescheduela....en í stað þess að fara í strípur á reyðó ákvað ég að gera það á krít og það tókst svona ljómandi vel upp!!!


Síðan er mar kominn heim á reyðó núna og work things byrjað aftur....fínt - nóg að gera að venju. Ég er að reyna að klára mini sumarverkefnið mitt í hí sem fyrst en það gengur illa að nenna að læra eftir vinnu...svona er þetta....


en já við agnes erum í mega átaki og þegar við erum búnar að ná takmarki okkar ætlum við að panta ferð til NEW YORK - yeah baby....alveg eins gott að nota flugpunktana og það að við fáum 2 nætur frítt í gistingu því við erum með saga gold kort - þetta þýðir að við getum verslað meira;)


En já hehe meiri ferðalög við agnes - ásamt fjölskyldum okkar og fleirum erum búin að bóka í dóminíska lýðveldið um jólin - SWEETNESS.... get ekki beðið.....


Annars hlakka ég bara geggjað til að fara í bryllup til sylvíu babý þar næstu helgi og ætli bærinn verði ekki málaður bleikur við það tilefni.


og svo námskeiðisferð til Millwaukee í júlí.....annars bara free as bird


og já sigrún ég ætla að reyna að kíkja til Karlsruhe líka - annað hvort í lok júlí eða seinnipart ágústs...við þurfum að fara að setja þetta niður:)


Jæja þetta er víst nóg í bili.......

Viktoría posted at 19:15
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008