mánudagur, september 19, 2005

wúfff - bloggpásan er búin
- ég var klukkuð af Lísu og þarf þar af leiðandi að segja 5 staðreyndir um mig...hmmmmm
1. Ég er virkilega óþolinmóð og vill helst að það sem ég er búin að ákveða hafi gerst í gær ... ég bara hreinlega get ekki beðið:Þ
2. Ég er mjög hávær og opin í public en heima er ég alveg svakalega róleg:Þ og þarf alltaf að eiga svona private moments til að regenerata
3. Ég dýrka hunda og myndu sumir segja að ég og mín fjölskylda værum a bit kreisý með það - við eigum sko 4 hunda og nýjasti hundurinn er ítrekað kallað "barnið" því hann er hvolpur - sumir skilja þetta ekki og halda að ég eigi actually barn....og í gær var mamma að sýna mér barnið í webcam meðan ég í gargaði gegnum skype - barnið barnið barnið...til að athuga hvort hann þekkti mig - hehehhehehehe já mjög skemmtilegt:Þ
4. Ég er sjónvarpssjúk og hef actually á mínum ferli sem sjónvarpssjúklingur horft á sjónvarpsmarkaðinn, dubbað gæding á þýsku, star trek, bóld o.s.frv. enginn þáttur er mér óviðkomandi - það má segja að þetta sé hobbýið - þeir sem eru inn núna eru lost, greys anatomy, desp. houswifes, arrested development, sex and the city, l word, coupling o.s.frv ég er örugglega að gleyma einhverjum
5.þegar ég er drukkinn finnst mér gaman að taka pósur kenndar við beckham, colgate og zoolander....og reyni óspart að kenna öðrum hvernig á að worka pósurnar....
Jæja núna klukka ég Katrínu Rósu, Guðnýju birnu og Erlu
_____________________
af mér er annars allt gott að frétta - þýskan er að koma til svona lala og ég og sigrún byrjum á þýskunámskeiði eftir viku - núna erum við bara að "undirbúa" okkur fyrir það.
Við erum samt alveg búnar að koma okkur fyrir - þe eins vel og við getum...
Slottið mitt er frekar lítið - svipað stórt og gamla herbergið mitt nema með hocbetti (og lífshættulegum stiga upp í það) og með ELDHÚSI inn í því!!! en ég er búin að koma mér kósý fyrir og búin að nýta hvert einasta lausa pláss inn (ég er m.a. með svefnsófa!! geri aðrir betur!) já og svo á ég andsetið hjól sem líkar best við að éta buxurnar mínar....
Það var smá rugl með skólann hjá okkur þe hvort við kæmumst inn án þess að hafa tekið DSH þýskuprófið (sem er massa erfitt þýskupróf og voru 100% líkur á að við hefðum fallið í því) við lentum á mjög dónalegri konu sem vildi ekkert hjálpa okkur - við vorum alveg niðurbrotnar þangað til við náðum í hetjuna okkar hann Pál valdimars sem kippti þessu í liðinni og blíðkaði fólkið þarna þannig við erum komnar inn og tökum prófið í mars - þá ætti mar að vera orðinn sleipur í þýskunni....
Síðan er ekkert merkilegt búið að gerast nema við kíktum á djammið - skelltum okkur á Agustea ... mega diskotek og var mjög gaman - þvílíkt mikið af tyrkjum þar sem og annars staðar hér!
jepps - læt heyra í mér seinna...annars bara schus.....
já nema ég er komin með þýskt númer ef einhverjum langar að hafa samband...það er: 017628239314

Viktoría posted at 20:17
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008