fimmtudagur, júní 30, 2005

Jæja...nóg búið að gerast
ÉG nenni nú varla að telja það upp. En svona higlights!
Ja fyrst má nefna að ég fór í óvissuferð með stelpunum...við byrjuðum á því að fara á kajak, svo í sund og svo fórum við til Flateyjar...það var geggjað stuð nema svoldið mikið kalt og svoldið mikið rok. Ég hef aldrei komið þangað áður en þetta var ýkt krúttlegt og sætt...líka alltaf gaman að sjá movie set - því þættirnir um nonna og manna voru teknir upp þarna!
Nú síðan útskrifaðist ég og núna er ég proud með bs í iðnaðarverkfræði...útskriftarveislan mín heppnaðist líka með ágætum...við höfðum geggjaðan grillmat og bubbi aka jói fel var á grillinu ... svo voru kökur á eftir...reyndar kom bóld/drama moment í endan en á móti fékk ég að vita hvað ég á frábæra vini;) knús knús!
Jæja svo á morgun fer ég til London til að hitta birgittu og eftir það er það live8 á laugardaginn...I can't wait;)
myndir koma bráðum inn af þýskalandi, óvissuferðinni og útskriftinni....
bless kex

Viktoría posted at 07:27
.x.x.x.x.x.

mánudagur, júní 13, 2005

Ok ég veit ekki alveg hvað ég gerði til að verðskulda þetta EN haldiði að hún birgitta hafi boðið mér á LIVE8 tónleikana í London.....og er ég að fara...JIBBÝ... ég er í skýjunum...mig hefur alltaf langað að sjá madonnu og u2 og núna fæ ég það...og fullt fullt fullt af fleiri góðum hljómsveitum...allt er klárt ég er búin að bóka og borga flug og hótel....yessness.....

Viktoría posted at 23:27
.x.x.x.x.x.

Jíha
var að komast af því að það er massa sveitaball á staðnum þar sem við förum 1.helgina í júlí...það er nú langt síðan maður hefur gert eitthvað svoleiðis og hefur það alltaf verið stuð að fara á sveitaböll.....yessness!!!

Viktoría posted at 13:46
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, júní 12, 2005

er einhverjum öðrum en mér sem finnst björn jörundur með brjúlet kynþokkafulla rödd?

Viktoría posted at 11:42
.x.x.x.x.x.

......búllshítt....

Jæja þá er rúm vika síðan ég kom heim og ég er farin að telja niður dagana að komast út aftur, ég er meira segja búin að tékka á flugförum bæði til Þýskalands og svo er ég búin að tékka á áfangastöðum ryan air, sterling og jetair ..svona til að sjá hvert ég get ferðast þegar ég er í holidayi...en þetta er alltaf svona, það er gaman að vera heima í svona viku, tékka á slitzinu, hitta familíuna og frendsið og svo vill mar fara út aftur!....En það eru rúmir 90 dagar to go mar verður víst að fara að massa að læra þýskuna...ehhh ekki alveg mín sterkasta hlið! Já og annað Sigrún ætlar að fara líka í karlahrúguna...sem er bara snilld....við erum svo vanar að vera saman, ég er enn að jafna mig á aðskilnaðinum!

Já og tékkiði svo á nýju kvikmyndagagnrýnasíðunni sem mr. primo mixaði.... en þar mun ég ásamt flokki fríðra karlmanna skrifa um hinar ýmsu myndir. Einn af þessum mönnum á án efa veglegasta DVD safn landsins og þeir eru allir álíka sjónvarpssjúkir eins og ég, þannig þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvað við eigum eftir að reita margar myndir!!!

Já og síðan var ég að komast að því mér til mikillar ánægju að ég er með 2 fegurðarprinsum á vakt og núna spyr ég....afhverju eru þeir ekki búnir að vera með exclusive viðtal og pósumyndir (í uniforminu) í DV eins og fegurðardrottningin .... kannski mar ætti að contacta DV og fá hva 5000 kr fyrir fréttaskot og while I am at it þá get ég líka talað við séð og heyrt, ég er alveg hissa á að þeir hafi ekki "pulled a Fjölni" og haft samband sjálfir við fjölmiðlana!... já svona er þetta...

Já tékkiði á myndasíðunni hennar fjólu þar eru virkilega krassandi myndir frá karslruhe, eins og þessi , alveg kreisý shit!

Props dagsins fær sá gaur sem getur púllað off hvítjakkaföt, börbörrys trefil, demantseyrnalokka og serious pósur .... en samt verið straight! (?)

Já og hver ætlar að halda fyrst co partýið, það verður nú að fara að þjappa þessari vakt saman og hvað gerir það betur en bús, grill og skandalar?

hjesus ég er bara on fire....

Viktoría posted at 10:07
.x.x.x.x.x.

föstudagur, júní 10, 2005

...Andleysi einkennir mig núna....
núna er næstum vika síðan ég kom heim og er ég eiginlega ekki búin að gera neitt nema taka til og vera mömmustelpa. Við skelltum okkur einmitt í bíó í gær á monster in law og var hún bara fín, Jane Fonda fór á kostum!
Síðan er bara útskriftin 25.júní....mar er farin að plana það og síðan er ég farin að reyna að leita mér að herbergi í Karlsruhe....jihhh hvað verður gaman að fara aftur út!
En bráðum byrjar gleðin, óvissuferð saumavélarinnar er næstu helgi og svo útskriftin og eftir það 1.helgin í júlí útileiga.....þetta verður stemming!!!!

Viktoría posted at 08:06
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Já þá er maður komin heim
Það er gott að sofa án þess að halda að pöddur séu á manni, það var skrýtið að vera án Sigrúnar sérstaklega þar sem við höfum ekki verið aðskildar meira en 3 sinnum max í 3 tíma hvert skipti, það var gaman að láta fjölskylduna stjana við sig og trúiði þessu...mamma er farin að búa til nesti fyrir mig í vinnuna....sama hvað það á eftir að standa stutt þá er ég í skýjunum núna.... og besta fréttin só far...við erum búin að fá nýjan hund....ég er svo hamingjusöm....þetta er irish setter og hann heitir rjómi og já ég veit hvað þið hugsið....núna eigum við fjóra hunda og við erum EKKI kreisý....
Síðan er byrjað á fullu í vinnunni, það er mjög skrýtið að vera án betri helmingsins en hún verður víst að vera út í skotlandi með men in kilts, en ljósið í myrkrinu er að ég er að vinna á snilldar vakt, Mr. Primo aka Traustur og "ég hefði getað grátið" fylgjumst ásamt tveim rúkíum og ungfrú pólitískri..hnakkinn sveik lit..ég býst við góðu seasoni í sumar verst að fab five verður ekki reunited í sumar vegna þess að ákveðin gella fór yfir á hina vaktina. Ég reyni þó mitt besta og stefni ég á 4M í hverjum leik...lágmark....En ætli ég verði ekki að fara að finna síman hjá honum ástþóri?.....
Síðan er tanið líka farið að hverfa.....ég sakna þess verð ég að segja....þannig þeir sem eru ekki búnir að sjá mig...plís ekki koma með þessa línu "varstu úti, en þú ert ekkert brún" sagt með svona smirk svip.....:Þ .... veit fólk ekki að rauðhært fólk getur bara orðið só brúnt....
Síðan er maður í nostalgíu...í hvert skipti sem maður heyrir ákveðið lag þá fer maður í ferðina aftur....playlistinn á nýja zhatrip geisladisknum sem fer að koma út í búðir bráðlega er svo hljóðandi....
Sexual Healing
Daniel
You've lost that loving feeling
California
Maria Magdalena
Sunday morning
Clocks
Love is in the air
Mamma Mia
Ive had the time of my life
I should be so lucky
Eitt lag enn
Nína
On a night like this
Shiver
Mad about you
Síðan að sjálfsögðu hristir í manni öll asísk og salsa lög.....
Jæja ég er farin...
pís át

Viktoría posted at 17:29
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008