sunnudagur, júlí 31, 2005

I am nerdier than 86% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Viktoría posted at 13:51
.x.x.x.x.x.

er einhver annar komin með leið á draumförum izzy í grönnum ... get a grip kona!

Viktoría posted at 12:57
.x.x.x.x.x.

jihh ég er búin að vera svo dugleg og ég er búin að spilla sjálfri mér:Þ
ég er búin að kaupa mér tölvu!!!! og ég er virkilega ánægð með hana - ég þarf bara að finna gott nafn....hmmmm......ég keypti hana í tæknivali, toshiba.....
Síðan var ég líka að fjárfesta í ipod 20Gb þannig þá get ég tekið alla tónlistina með mér út!!! .. þannig núna einkennast dagarnir mínir af upphleðslu á lögum og niðurhali af alskonar stöffi fyrir ástina mína.
Jæja síðan er ég búin að skrá mig á einhverja svona síðu til að finna herbergi út í þýskalandi og er ég nú þegar búin að fá svar frá einum. Það er átján ára gutti sem sendi mér til baka að hann ætti laust herbergi - kannski er þetta boy toyið mitt sem ég er búin að leita að? Ég meina það þarf einhver að brúa bilið meðan ég er úti - ég er nefnilega komin með einn vin bróður míns í sigtið þegar ég kem heim!!!ho ho ho ho
Loksins er ég líka búin að finna e-meil vegna þýskunámskeiða þannig kannski komumst við sigrún á það - við erum líka búnar að flýta brottförinni til 6.sept sennilega! það væri samt fínt að vera búin að fá inn áður en maður fer út:Þ
Og ef einhver er að leita sér að bíl þá er ég að fara að selja hann Chester minn 99 árgerð nizzan micra í topp standi, keyrður 97000....ég ætla að setja hann á sölu um miðjan ágúst....það verður söknuður svo mikið er víst því hann er búinn að þjóna mér vel!
Jæja ég er farin að gera eitthvað af viti - og já við sigrún ætlum á oktoberfest úti - hefur einhver áhuga á að koma með?

Viktoría posted at 09:17
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, júlí 27, 2005

Nýjar myndir Nýjar myndir
Co partý, útskrift, þýskaland, óvissuferð, álftaneshittingur

Viktoría posted at 14:10
.x.x.x.x.x.

já nýjasta potter bókin er búin - ég táraðist í endan...solid bók en nr. 4 er samt uppáhaldið!!! það er alltaf smá söknuður þegar ég er búin með harry potter bók því ég vil alltaf lesa meira og meira ... en síðan er bara seinasta eftir ár....snökt snökt!

Viktoría posted at 07:25
.x.x.x.x.x.

mig langar - partur 2
1. Í nýja fartölvu...ég er búin að ákveða að þar sem ég er að fara í mastersnám neyðist ég til að kaupa nýja fartölvu - sérstaklega þar sem gamla verður alltaf að vera í sambandi og harði diskurinn er svona 10Gb....
Málið er bara ég er svo ógeðslega óþolinmóð og þoli varla við að bíða þangað til ég fer út og kaupa tölvuna þar....en ætli ég geri það ekki....Draumatölvan er Dell/1,8Mhz/512Mb/80Gb/15,4"....ég væru svo sem alveg til í meira innra minni og betri örgjörva en ég held að þetta sé viðunandi.
2. Ipod - ég er að fara að fá 20Gb ipod...jibbý...ég náttlega nenni ekki að fara með alla diskana mína út:Þ
3. ný húsgögn fyrir herbergið sem ég er ekki búin að fá í germany...ég er alltaf á ikea.de athuga hversu ódýr húsgögn ég get fengið - síðan ætlum við sigrún að fara á rusló og athuga hvað við getum salvigað....
Já síðan bara mega sól í gær - við sólveig mössuðum þokkalega tanið - vorum í pottinum allan daginn.....já og svo elduðum við svo mikið pasta að það hefði sennilega fætt land í afríku....össsss
já og settið kemur heim í dag.....pís át hós

Viktoría posted at 06:05
.x.x.x.x.x.

mig langar.....
ég er búin að ákveða að eftirfarandi verð ég að fara að sjá/taka þátt í!
1. Tómatakastið sem er haldið í Bunol (í Valencia regioninu)seinasta miðvikudaginn í ágúst.
2. Running of the Bulls sem er í Pamplona í byrjun júlí
3. Love Parade í Berlín - er í júlí
4. Þjóðhátíð - já mar þarf ekki alltaf að leita langt!
5. Hróarskelda
....Síðan verð ég amk að sjá
1. Indland - Taj Mahal
2. Egyptarland - Pýramídana
3. Kína - kínamúrinn
4. Ísrael - Tel Aviv, Jerúsalem, Betlehem
5. Grikkland - Aþena
6. Ítalía - Pompei, Sikiley, Róm og Milan
7. Brasilía - Amazon
8. Sviss, Austurríki - alparnir
Eftirfarandi borgir eru líka möst tú see: New york, París, Amsterdam, St. Pétursborg og Moskva.
Síðan langar mig að taka interrail meðan ég er úti í námi í þýskalandi -
Ferð 1: taka ódýrt flug til Rússlands og ferðast svo um Eistland, Lettland, litháen, hvíta rússland, Pólland, Tékkland og enda síðan í þýskalandi.
Ferð 2: Fljúga ódýrt til Úkraínu og taka lestar til: Moldavíu, Rúmeníu, Búlgaríu, Júgoslvaíu, Bosníu, Króatíu, Slóveníu, Austurríki, Lichtenstein og enda í Þýskalandi!
Ferð 3: skíðaferð til Sviss/Austurríkis
Síðan í restina : Finnland, Færeyjar, Grænland, Skotland, Hong Kong, Japan, Tyrkland,
Og ef ég kemst yfir allt þetta er nauðsynlegt að fara aftur til amk ástralíu, argentínu og brasilíu
Já mar getur sko alltaf látið sig dreyma....

Viktoría posted at 05:18
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Margt búið að gerast síðan í seinustu færslu....ég er byrjuð að læra þýskuna...og er frekar sheiký í henni....en higlightið er:
NUDDIÐ....Lísa bauð mér í nudd í útskriftargjöf og ég fór í geggjaðasta nudd ever....sko þetta var eins og tvöfalt tænudd í kók...omg ég varð að afsaka mig því ég stundi svo ógeðslega mikið....god I am such a perv.....hann hnykkti, teygði og togaði og gerði það sko ekki mjúklega...en eins og þeir sem hafa farið í tænudd vita eru það allt annað en mjúkleg nudd og ég gjörsamlega elska tænudd þannig þetta var maður að mínu skapi.... eftir nuddið hittu lísa og fjóla mig í pottinum og eftirfarandi umræða fór í gang:
1. Ætli professional nuddarar nenni að nudda kærusturnar sínar þegar þeir koma heim? því eins og kokkar nenna held ég aldrei að elda heima hjá sér!
2. Fjóla kom með þetta motion að menn með litla og feita putta gætu ekki nuddað vel og bestir væru þeir sem væru amk með mjóa putta og preferably langa.....þannig við erum að leita af píanó puttum!!!!
Já annars er mar bara rólegur...vinnuhelgi framundan og svona!
adios....´

Viktoría posted at 14:30
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, júlí 10, 2005

"sko það er mjög mikilvægt að vera svoldið dramantísk þegar þú dansar við þetta lag, það er alveg möst!"....
"já sko bygone, og já það telst ekki með - hey ertu ekki sammála?" ...
"þú verður að sýna tilfinningar og hrista vel í sheikýinu...ertu klár - sé þig á barnum" ...
"jihhh ég man eftir þér þegar þú varst pínulítill og núna ertu bara hmmm maður"...
já ég og lísa, plús frí daginn eftir...hmmmm auðvitað kíkti ég á djammið og bara geggjað stuð. Bubbi my best bró byrjaði á því að teipa upp löppina á mér þar sem hún var í ruglinu eftir það var farið til lísu í póker og þar var mér propsað fyrir góða dj takta...eftir það var farið á hressó og dansað eins og mar ætti lífið að leysa ... fullt af skemmtilegu fólki var á staðnum og almennur hressleiki!!! það er náttlega alltaf gaman að vera með lísu og eddu...hver gleymir t.a.m. breikinu mínu ógleymanlega....hehehehehehe
Stutt:
The Killers: sætur söngvari...geggjaður diskur....****
Constantine: Keanu var flottur ... enn flottari var maðurinn hennar Gwen....fínasta mynd ***
The Verve: Geðveikslegur söngvari geggjaður diskur....****1/2
Silvía Nótt...verð að segja að ég fíla hana, mér finnst hún ótrúlega fyndin - skiluru? það var ógeðslega fyndið þegar hún var að syngja fyrir gaurinn í qvarasí...***1/2
Hefur einhver séð Vanish auglýsinguna...konan er fríkí í henni....0

Viktoría posted at 18:52
.x.x.x.x.x.

laugardagur, júlí 09, 2005

jihhh hvað "ohhh the refund" hefur létt geð mitt....ég er bara farin að hlæja yfir þessu öllu saman...já stundum er gaman að vera í kokteil sheiký, kreisý og tærdý...það minimizar the deppresý.....síðan er ég líka í fríi á morgun, kvalitýtæm með lísu í kvöld og ef það væri ekki nóg þá var ég að eignast glænýja frænku....
Kristjana frænka aka goðið, átti í gær litla stelpu, vá hvað ég er montin fyrir hennar hönd!....jihh ég get ekki beðið eftir að sjá hana og aparantly er hún alveg eins og kvk smallfeic...sem lofar bara góðu...
Þetta var ekkert smá span á litlu stelpunni að komast út, kristjana fór upp á fæðingardeild kl. 21 og var búin að fæða kl. 22:25....shits...daman var 3570 gr og 50 cm... sum sé algjör hlunkur m.v. hvað kristjana frænka var hrikalega nett.....
ég er nú mesta ljóskan ég var að kaupa föt á small feicið út í london og mér finnst hann aldrei stækka þannig ég keypti alltof litlar buxur á hann...dísús....mín ekki alveg að fatta hvað lítil börn stækka hratt:Þ
Svo kvaddi ég Sólveigu frænku í morgun, hún var að fara til amsterdam og hún er með svo sæta bumbu....það fer henni bara ógeðslega vel að vera ólétt....
Já og svo pantaði ég nýjustu harry potter bókina, hún kemur vonandi í þarnæstu viku...ég var næstum búin að kaupa children edition - það hefði verið sheiký.....
Já og ég var að byrja að hlusta á þýsku diskana mína sem ég keypti og afhverju er alltaf ein Sabine í öllum þýskubókum???? er þetta Anna þýskalands? ég vona að ég kynnist amk einni Sabine þegar ég fer út, annars verð ég massa vonsvikin.....
Já og það er meira, afhverju í ósköpunum er ekki farið að sýna arrested development hérna heima...þessir þættir eru snilld..."there's always money in the Banana Stand", og Portia de Rossi fer á kostum!
Já og var ég búin að segja hversu hott mér finnst sögnvararnir í the verve og the killers flottir...spurning um að fara að búa til nýjan top tíu lista....
er einhver farinn að spotta hneigð hjá mér...heheheheh já já já já já já

Viktoría posted at 14:44
.x.x.x.x.x.

föstudagur, júlí 08, 2005

co partý ofl
Jæja þá er fyrsta co partýið lokið en það var haldið hjá mr. Primo.....ef ég ætti að summera upp frammistöðu mína í þessu partýi væri það: sheiký frammistaða í singstar - ég held að ég hafi tapað öllum og bara virkilegt drukknyness......ég var sem sagt ekki að koma inn sem sterkasti leikmaðurinn en ég kom hinsvegar með nóg af búsi....Ég mætti líka bara með bleika eyrnalokka því ég vildi ekki overclouda strákana en það backfæarið og var ég dissuð fyrir það .. en leiðin getur bara farið upp á við....já og ég held því fram að solid hafi verið lag kvöldins:Þ
Annars er bara allt á vel veg komið fyrir þýskaland, ég var að klára að massa umsóknina og skila ég henni inn á mánudaginn. Ég fór í bókabúð og keypti mér massamikið af þýskudóti til geta farið að byrja að læra....Ég verð orðin þýskusnillingur áður en ég veit af.... og svo eru fínanseringin að kikka inn þannig það er allt í gúddý málum...
Helgin verður sheiký....ég ætla sennilega að gera eitthvað naughty með mæ lísa! en annars er ég að hugsa um að hætta þessu bloggi...þetta er orðið virkilega þreytt.
Viktoría out

Viktoría posted at 07:12
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

jæja þá kemur ferðasagan!
Partur 1 - á leið til london
Já dagurinn byrjaði á því að vakna viðbjóðslega snemma og fara upp á völl, ég hafði farið seint að sofa og var því í frekar sheiký ástandi. Tíminn leið og ég ákveð að drífa mig á salernið áður en ég fer út í vél, ég opna hurðina og var mjög utanvið mig og ég sé gaur vera á klósettinu að pissa, nema hann var með opna hurðina...og ég hugsa en einkennilegt...hann hlýtur að vera á vitlausu klósetti.....ég fer á hitt klósettið því maðurinn sem betur fer tók ekki eftir mér. Þegar ég sest svo á setuna sé ég mér til mikils hryllings mikið af veggjakroti á klósettinu um stelpur o.s.frv. þannig ég ályktaði réttilega að ÉG hefði farið inn á vitlaust klósett....Ég íhugaði nú hvað væri best að gera, ég ákvað að bíða í smá stund til að fullvissa mig um að allir væru farnir út af klósettinu þegar ég svo loksins þorði fram var 5 tonna amerískur gæji að þvo á sér hendurnar og hann sá greinilega ekki hversu skömmustuleg ég var því þegar ég ætlaði að lauma mér fram hjá honum sagði hann (eins og ég væri fífl) með svona southern hreim: "MA'M you know this is a men's toilet"....ég bara yes I know og dreif mig út...síðan mér til mikillar ánægju var hann á eftir mér í röðinni þegar við vorum að borda...æ svona gerist þegar maður er utanvið sig og þreyttur;) ekki satt???
Jæja flugið gekk amk vel og hitti ég birgittu svo á paddington og þaðan fórum við á hótelið, sem reyndist ekki eiga herbergi (þó birgitta hafi verið búin að panta það fyrir löngu og reconfirma...en svona er þetta) við fengum þó herbergi á öðru hóteli og var þetta bara svona venjulegt cheap hotel...Dagurinn fór að sjálfsögðu í að versla og endaði með því að leita að restaurant í 2 tíma og borða á fancý italian restaurant...þar sem við vorum týpískir íslendingar með læti, not rude though...hehehhe bara vegna þess að enginn skildi okkur;)... jæja síðan fórum við nú bara í háttinn enda dauðþreyttar eftir daginn og svo var stór dagur framundan!
Partur 2 - live8 tónleikarnir
við ákváðum að sofa út til að hafa orku í alla tónleikana og svo drifum við okkur á stað og hefðum sko ekki mátt vera seinni....það var svo brjúlet mikið af fólki og þar sem við vorum með concert miða þá urðum við að labba lengst inn í hyde park, Allan tíman hugsuðum við "á þetta eftir að ganga, á maður eftir að komast inn"...því það er svo týpístk þegar manni hlakkar til, að þá fer eitthvað úrskeiðis...en ekkert svoleiðis gerðist því allt gekk upp og á slaginu 14:00 vorum við komnar á staðinn, akkúrat þegar Bono og Paul voru að byrja að syngja saman....shísús þvílíkt ævintýri...
Í heildina voru tónleikarnir æðislegir, þvílík stemming og allt að gerast....Hér fyrir neðan verður fjallað um hljómsveitirnar í svona semi röð:
U2: Byrjaði ballið og voru ótúrlega góðir, enda við hverju öðru er að búast af hljómsveit af þessum caliber.....þeir tóku beautiful day, one og unchained melody og gjörsamlega trylltu lýðinn. Sérstaklega þegar þeir sungu one og unchained....það er bara eitthvað við þessi lög og náttlega bono er first class performer...
Coldplay: kom á eftir og ekki voru þeir síðri og varð allt kreisý þegar þeir buðu Richard Ashcroft að koma upp á svið og syngja með sér bittersweet symphony (sem var eiginlega lag tónleikana fyrir mér) það var bara gæsahúð og allt þegar það var spilað....og omg hvað hann er mega flottur hann mr. ashcroft....shitturinn
jæja....
Elton John: ég varð fyrir pínku ponsulitlum vonbrigðum með hann, ég vonaðist til að hann myndi taka eitt af gömlu lögunum sínum s.s. Daniel en hann gerði það ekki...en gamli karlinn stóð nú svo sem fyrir sínu og náði að halda uppi stemmingunni með hressum lögum. Síðan bauð hann upp á svið með sér kæróinum hennar Kate Moss og shitt hvað hann var í ruglinu, þeir sungu saman children of the revolution sem var mjög flott hjá þeim en gaurinn var bara í sheiký ástandi....
Dido:Ég var ánægð með hana enda er ég fan, ég var sérstaklega ánægð að hún tók white flag lagið sitt sem er uppáhalds lagið mitt með henni, síðan bauð hún á svið með sér Youssou Ndour og sungu þau thank you og svo seven seconds, þetta tókst mjög vel hjá þeim en það var augljóst að hún var ekki sama stjarna og u2 og coldplay en þeir sem þekktu hana virstu sattisfied.
REM: Gjörsamlega stjörnur tónleikana...djöfull voru þeir góðir, Stipe var rosalegur, mikið rosalega syngur hann vel live...og bara gæsahúð og læti þegar þeir voru á sviðinu sérstaklega þegar þeir tóku everybody hurts þá sungu gjörsamlega allir með og allir voru geðveikt emotional....hann kunni þetta á því var enginn vafi og að enda svo með man on the moon...snilld algjör snilld....ég var búin að gleyma hversu góðir þeir voru...ég geri það ekki aftur í bráð!
Travis: Æ þeir eru svo miklar dúllur....þeir voru hrikalega skemmtilegir og héldu stuðinu uppi, hreimurinn er enn að gera það fyrir mér (greyið birgitta er orðin ónæm) en ég hefði viljað sjá þá taka flowers in the window en hin lögin sem þeir tóku s.s. why does it always rain on me.... voru snilld...þeir eru góðir enginn vafi á því...
Ms. Dynamite: æ greyið stelpan....söng sem betur fer bara 2 lög, það þekktu hana fáir og það var bara svo greinilegt að hún var engin stjarna miðað við hin nöfnin, engin stemming meðan hún var...þetta var eiginlega sorglegt....það hefði mátt sleppa henni og leyfa öðrum að syngja lengur...
UB 40: það var geðveikt fyndið áður en þeir komu á sviðið var sagt.."Hyde Park are you ready for some more music, still yet to come is Madonna (þvílíkt klapp), Keane (mikið klapp) and UB40 (þögn)" þetta var frekar vandræðalegt...Þeir byrjuðu á laginu endalausa og var þetta eiginlega bara orðið vandræðalegt fyrir þeirra hönd, þeir voru falskir og enginn tók undir með þeim. Síðan tóku þeir sín 2 frægu lög og þá tók fólkið aðeins undir en greyin hefðu mátt vera heima til þess að leyfa öðrum að syngja lengur!.
Madonna: Gjörsamlega drottningin...þvílíkt intro hjá Bob Geldof að koma með stelpuna sem var í síðasta bandaid myndbandinu svo söng madonna eiginlega til hennar...Like a prayer...sko gjörsamlega uppáhaldslagið mitt með henni. Ég verð að viðurkenna að ég hlakkaði eiginlega mest til að sjá hana, enda er ég búin að vera fan lengi og ekki varð ég fyrir vonbrigðum...hún sannaði það að þessar litlu stelpur eins og spears og agilera eiga ekkert í hana...Eftir like a prayer söng hún Music og ray of light...snilld snilld snilld...ég bar miklar væntingar til hennar og hún stóðs þær gjörsamlega allar...hún er krýnd drottning poppsins fyrir mér;)
Snoop dogg: dísús...ég varð fyrst skotin í honum í starsky and Hutch þar sem hann lék huggy bear...mér finnst maðurinn bara dead hot og algjör týpa. Hann sannaði þarna að hann átti sko alveg með þessum stjörnum þó tónlistin væri öðruvísi...það sko grúvuðu allir við snoop doggy doooog......ég náttlega workaði handahreyfingarnar eins og mad woman enda öllu vön eftir 50cent;) en vá hvað mig langar á tónleikana hans hér á íslandi...verst að ég á ekkert money....
Stereophonics: Stóðu sig vel sem algjörir rokkarar og var gaman að hlusta á þá en því miður ekki jafn miklar stjörnur og þeir sem áður komu.
Razorlight: ehhh söngvarinn var hot og hrikalega sjarmerandi og skemmtilegur...en því miður kannaðist ég svo lítið við þessa hljómsveit til þess að fá fullt úr úr lögunum en mér fannst þetta þó góð rokklög og ég hlakka til að sjá meira frá þeim.
Snow patrole: Þeir tóku aðeins tvö lög og annað lagið var undir mjög tilfinningaríkri mynd um fólkið í afríku...þetta var þétt band en því miður var þetta fyrsta sinn sem ég heyrði lögin þannig ég naut þeirra ekki til fullnustu en ég vonast til að sjá meira af þeim seinna.
Velvet Revolver: Ég verð að viðurkenna að ég man lítið eftir þeim, sennilega vegna þess að ég þekki þessa hljómsveit ekki neitt....
The killers: Ég var virkilega spennt fyrir að sjá þessa hljómsveit, söngvarinn er náttlega dead flottur....því miður tóku þeir aðeins eitt lag, sennilega vegna þess að þeim var troðið inn í dagskrána. Lagið var flott en ég hefði viljað sjá miklu miklu meira af þeim og þá sérstaklega lagið
Keane: æ söngvarinn er svo mikil dúlla, hann myndi passa vel sem hobbiti í lotr....þeir stóðu sig mjög vel en fengu því miður bara 2 lög og var ég vonsvikin með það en þessi tvö lög sem þeir fengu voru flott og greinilegt var að þeir áttu mikið af aðdáendum...
Annie Lennox: Þvílíkt performance...fyrst söng hún gamalt lag undir myndbandi um aids í afríku sem var rosalega flott og ef ég hefði verið að horfa á þetta heima hefði ég sennilega skælt, svo miklar voru tilfinningarnar... Svo tryllti hún lýðinn með sweet dreams....djöfull var hún mögnuð og kom það mér gjörsamlega í opna skjöldu hversu góð hún var....snilld....
Joss Stone: æ ég verð að viðurkenna að ég er með fordóma gagnvart henni, ég bara fíla hana ekki...sorry...there I've said it... allaveganna fyrsta lagið hennar úr bridget jones var fínt...hitt var svona ehhh...æ eins og ég segi þá er ég not a fan...það hefði mátt sleppa henni fyrir mér! Síðan tók hún ekki einu sinni spoiled!
Sting: Kóngurinn tók m.a. every breath you take...sem var geðveikislega flott..maður heyrði bara ohhhh út um allt svæði....hann stóð sig vel og var ég mjög ánægð með hans performans....kom á óvart!
Mariah Carey: hehehe hún er nú mesta dívan, mætti í stilettos og stuttum flegnum kjól...hún kom fram með afrískum barnakór og var bara krútt og í minnsta lagi kreisý. Hún var flottust þegar hún tók hero..hún er með ótrúleg raddbönd og var hún alveg að virka fyrir mig.....
Scissors sisters: what a surprise, what a performance....geggjað band og geggjuð stemming, þó sérstaklega þegar þau tóku take yo mama....mar þarf að fylgjast betur með þessu bandi það er á hreinu og voru þau með alla í stuðinu!!!! já ég var virkilega ánægð með þau!
The Who: já who?, þeir tóku csi lagið....og gerðu það vel.... restin var svona ehh...too old, too forgotten....og voru látnir spila alltof seint, fólk var orðið svo þreytt þarna í bláendan og koma þá með svona í stað þess að koma með einhvern sem hefði farið upp með stuðið já þetta var synd!
Robbie Williams: var kreisýness....hann var næst seinastur og var fólk farið að kalla "Robbie, Robbie, Robbie" og þegar hann kom þá bara trylltust allir...enda engin von, hann var geggjaður, byrjaði á að syngja we will rock you, fór svo út í let me entertaine you, svo feel og svo angels... og gjörsamlega ALLIR sungu með, og gerðu nákvæmlega það sem hann vildi að við crowdið gerðum...þvílíkur gæji....og sá kann að skemmta fólki ... enda var bara reynt að kalla hann upp! það segir ýmislegt...og þegar hann tók angels þá var ekki einn þurr blettur á svæðinu!
Pink Floyd: æ só what að þeir hafi ekki komið saman í 23 ár, er kannski ástæða fyrir því. Þeir tóku 3 eða 4 lengstu lög sem ég hef heyrt...og guð minn góður maður var að gefast upp, þetta var náttlega síðasta actið og maður var búinn að vera þarna í góða 10 tíma...og svo kom þetta, enda datt stemmingin þvílíkt niður og margir fóru bara strax eftir Robbie! æ ég er ekki aðdáandi þeirra þannig ég var ekki impressuð þó að þeir hafi faðmast og blablabla!
Paul McCartney: shísús...what a king....tók baby can I drive me car með George Michael...snilld snilld...fór síðan í endan að syngja bítlalög, the long and winding road og hey jude með öllum hinum tónlistarmönnunum...þvílíkt show og þvílíkur endir á góðu kvöldi...sem betur fer fórum við ekki heim eins og mikið af fólkinu gerði!...Ég trúi ekki að ég hafi heyrt paul syngja long and winding road...Ég var í skýjunum....
Kalt mat:
*****: Madonna, REM, Snoop Dog, Robbie Williams, Paul McCarney, Richard Ashcroft
****:Travis, U2, Coldplay, Annie Lennox, Sting, Elton John, scissors sisters
***:Keane, The Killers, Mariah Carey, Stereophonics, Razorlight
**: The who, Joss Stone, Velvet Revolver, Snow patrole
*: Ms. Dynamite, UB40, Pink Floyd
Síðan komu líka fram: Bob Geldof (æ hann er svo mikil rúsína) en hann söng eitt lag og gerði það með ágætum, Brad Pitt (allt trylltist þegar hann kom, ég hélt reyndar að það væri djók en nó nó...he is THE hottness), David Bekcham (hann var ekki látinn tala lengi...röddin hans er bara eitthvað off m.v. bodýið...), Kofi Annan (hélt mjög stutta emotional ræðu), Bill Gates (what a nerd....greyið en samt krútt) og ég man ekki eftir fleirum í bili
En eftir standa geggjaðir tónleikar og ég bara trúi ekki að ég hafi verið svo heppin að fá að vera þátttakandi í þessu stóra ævintýri. Ég meira segja gekk svo langt að ég keypti svona live8 plastband (ég hefði átt að dissa hnakkann aðeins meira)....
Partur 3 - heimferðin
Jæja eftir tónleikana var náttlega kaos því þeir voru búnir kl. 24 og þá voru allar lestar og underground hætt að ganga...þannig við neyddumst til að labba í áttina að hótelinu okkar þangað til við fyndum taxa, við urðum að ganga í 1 og 1/2 tíma þar af svona 1/2 tíma í ranga hátt..heheheheheh....og svo fundum við leigubíl ... en shitturinn hvað maður var búinn á því í fótunum eftir þetta....ég líka bara lagðist upp í rúm og gat ekki meira ég er ENN að jafna mig í löppunum!
Daginn eftir héldum við svo áfram að versla og ákvað ég að bæta aðeins geisladiska safnið mitt, ég fjárfesti í the verve, rem greatest hits, u2 greatest hits, keane, the killers og colplay disk 2 og 3...núna er ég sum sé að fara að massa diskana...ég keypti líka einhverja dvd...hmv - verslun djöfulsins;)
Jæja síðan hófst ferðin heim og flugið var bara troðið af celebs...Björk, sem er mega dúlla....hálfdán úr djúpulauginni...sem er bara orðinn of mikill fjölskyldufaðir til að vera kynþokkafullur og svo árni í símamálin en að vera gangster hefur sko ekkert minnkað þokkan hans...
Flugið gekk bara vel og var ekkert smá gott að komast upp í rúm og sofa eftir þetta span .. en þetta var gjörsamlega alltof fljótt að líða mér fannst ég vera nýkomin þegar ég fór aftur....
En helgin fær ***** stjörnur no doubt og náttlega geggjað stuð að hitta birgittu aftur og þakka ég henni enn og aftur fyrir að bjóða mér á tónleikana;)
Jæja ef einhver hefur nennt að lesa hingað niður - respect;) Já á döfinni er CO partý á miðvikudaginn, mr. Primo ætlar að halda grill og singstar keppni....shiss mar á eftir að verða sheiký....síðan á lau ætla ég út með lísu the úber skvís...og síðan helgin eftir það er grill og læti með álftanesstelpunum...ávalt ánægja;)
jæja bless smess

Viktoría posted at 17:10
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008