föstudagur, mars 23, 2007



SWEET
Kíkti í 55 ára afmæli hjá Erlu og Loga - það var geðveikt gaman og mjög langþráð að sjá stelpurnar enda langt síðan seinast! Það var mikið skrafað og mikið drukkið og mikið gaman. enduðum svo á kaffi cultura þar sem var dansað (og ekki dansað) salsa - awsome.
Síðan núna er ég í síðustu ferðinni minni í bili - thank god - hún er búin að ganga svona upp og ofan tam var ekki bókað hótel fyrir mig þannig ég varð að vera ein á öðru hóteli og svona ýmislegt skemmtilegt búið að gerast.
Við erum búin að þræða allt í "seinasta" skipti með Viktoríu - sushi og sushipizza mmmmm í seinasta skipti í bili o.s.frv. síðan ætlar liðið að skutla mér til Montreal á eftir....ætli ég þurfi ekki að taka upp úr töskunum því þær eru of þungar og missa af tengifluginu - bara svona m. v mína heppni í þessari ferð;)
shitturinn hvað ég er andlaus - mín bíður nefnilega verkefnavinna og próf um helgina....great...
en árshátíðin er næstu helgi og ætlar Lísa babe að koma og vera makinn minn....hún kemur á föstudeginum þannig ætli við chillum ekki í mæ crib þá og tökum svo árshátíðina með trompi á laugardeginum...geggt;)



Annars læt ég hér smá sögu fylgja ATH ég sagði þetta ekki;)


Heat it or eat it!!! That’s the question.

Til stóða að fara í sírópsferð þar sem sýnt er hvernig Kanadamenn vinna sýróp úr Maple-trjám. Því miður var of kalt þar sem hitastig þarf að vera yfir frostmarki á daginn til að safinn leki úr trjánum.
Stórvinur okkar í framleiðslu teyminu ákvað þó að gefa okkur nemendunum ekta Maple sýróp í niðursuðudósum til að taka með heim.
Umræðan barst að því hvað væri best að nota sírópið en við tjáskiptin var notuð annarsvegar íslensk-Enska og á hinn bóginn Frönsk-Enska.

Icelandic : I'm going to save the syrop until I have master the French Toast.
French : Ok but, You have to try to take just plain bread, 30% cream and Maple syrop on top and then eat it.
Icelandic : Ohhh that sounds intresting, how do you heat it.
French : Well you just eat it.
Icelandic : Yeah but how!!, do you use owen or do you heat it on a pan?
French : no you just eat it with a fork !!!!.

True story.

jæja er að fara
adios

Viktoría posted at 14:25
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, mars 15, 2007

Reyðarfjörður - kemur á óvart;)
Jæja langt síðan seinast og nóg búið að gerast.
1. ég og sonja keyrðum bílinn minn austur sl. miðvikudag. Það voru margir búnir að hafa áhyggjur af okkur hvort við myndum rata o.s.frv. Þetta byrjaði nú þannig að ég ætlaði að kaupa mér kort en þau voru öll svo dýr þannig Sonja segir - æ við rötum alveg sleppum þessu korti...jæja ok ekkert mál við höldum áfram....svo gengur svona glimrandi vel að rata og keyra - við ákváðum að stoppa á kirkjubæjarklaustri og fá okkur í gogginn....síðan var hringt inn og sagt hvað allt gengi vel - ég var nýbúin að skella á þegar á okkur dundi niðamyrkur og þoka dauðans....og magn af einbreiðum brúm og lítið magn af sjoppum kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. En greyið Sonja hélt á tímabili að hún myndi deyja svo mikil var þokan - mér reyndar stóð ekki á sama heldur við sáum stundum ekki á milli stika...og síðan voru engar sjoppur fyrr en við vorum komnar á Djúpavog en jæja kortalausar gekk okkur vel ÞANGAÐ TIL við komum að skilti Egilstaðir eða Egilstaðir um öxi (eða var það öxl) hmmm what to do - hringja - já nei nei þá var ekkert skilyrði...við reyndum að blikka bíla sem komu á móti en þeir hafa sennilega haldið að við værum alveg gúggígú og stoppuðu ekki þannig hvað gerðum við - jú við ákváðum að fylgja vegi 1 og svo um leið og skilyrði komu þá hringdum við og fengum staðfest að við vorum að fara rétta leið og ef við hefðum farið hina leiðina þá hefðu verið allar líkur á að við hefðum fest okkur eða einhvern fjanda... jæja áfram heldur aksturinn þá kemu skilti reyðarfjörður eða egilstaðir - ég var alveg föst í að fara til egilstaða og það var ekki vegur 1 til reyðarfjarðar þannig við neyddumst til að hringja aftur og þá var spurt "öööö eruð þið ekki á leiðinni til Reyðarfjarðar - þá náttlega fylgið þið því skilti""" algjörar blondínur.....en ég hef sjaldan verið jafn fegin að sjá Fáskrúðsfjörð á minni ævi.....En við komumst heilar heim og það var fyrir öllu.
2. Ég kláraði að gera íbúðina mína til...allt er komið í húsið, öll húsgögn saman skrúfuð, búin að stytta gardínurnar og það var meira segja ELDAÐ í íbúðinn minni....haha þannig allt klárt plús að netið er komið í gang - start the dl.....
3. Við Sonja brölluðum ýmislegt meðan hún var hérna m.a. sýndi ég henni álverið, við fórum á eskifjörð og á egilstaði og síðast EN ekki síst VIÐ FÓRUM Á DJAMMIÐ:) HEHEHHEHEHEH
4. Já ég hélt smá teiti hérna á laugardagskvöldið og var bara geggjuð stemming - alveg greinilegt að það er fullt af stuð fólki hérna sem er til í að fá sér í tánna og skemmta sér....síðan skelltum við okkur á eina barinn í bænum (enginn valkvíði hér) og ég verð að segja að ég var mjög kvíðin að fara enda margir búnir að vara mann við honum EN það var bara þrusustuð...geggjuð tónlist, fullt af skemmtilegu fólki og bara læti.
5. Ég hélt síðan að sjálfsögðu eftirpartý og Eiður björgunarsveitarmógúll og vinir hans ákváðu að stysta leiðin væri alltaf sú besta .... ég var á þvílíkt háum hælum og var ekki alveg að kaupa það. Sérstaklega þar sem stysta leiðin heim til mín er yfir fjall (reyndar kölluðu þeir þetta hól en fjall í mínum augum.) en þeir gáfust ekki upp og drösluðu mér upp, ég datt einu sinni, eiður datt einu sinni með mig en síðan komumst við að hinni fullkomnu aðferð - 2 strákar héldu undir hendurnar á mér og einn var fyrir aftan til að ýta á og passa mig ef ég myndi detta - ALGJÖR snilld....og við komum á undan Sonju sem fór lengri leiðina....
6. Í eftirpartýinu komst ég að því að strákar hér fyrir austan eru snilld...um leið og við komum heim var byrjað að blanda mohito fyrir okkur, einn eldaði og einn fór svo að vaska upp...mikið var ég glöð með þetta allt saman.....
En síðan núna er bara læra læra læra vinna vinna vinna....ss nóg að gera :) Síðan er ég að fara út á sunnudaginn - náði að stytta ferðina í 5 daga - ekkert smá ánægð....og svo 31.mars er árshátíðin.....YESSSSS can't wait!!!!!
jæja l8ter guys!

Viktoría posted at 17:42
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, mars 01, 2007



The Life is a very long "to do list"


Í þessari ferð gat ég hakað við af to do listanum mínum að borða humangous humar sem var lagður heill á borðið hjá mér. Mér fannst hann bara fínt sérstaklega m.v. að ég er ekkert mikið fyrir humar - en mér hefur alltaf langað til að borða svona ferlíki. Kjötið í klónnum var án efa best en halinn og hitt var mun grófara kjöt heldur en tam á íslenskum humri en já það var helvíti gaman að borða þetta:)

Mar er nú líka búin að gera ýmislegt annað í þessari ferð eins og tam borða meira og versla meira.....ég virðist hafa endalaust þol fyrir báðu enda sést það á buddunni.....

En annars skelltum við okkur nú líka á skíði í quebeck - réttara sagt Stoneham. Það var alveg geggjað. Massíft flott færi, flottar brekkur og bara gaman að gera þetta. Ég hef ekki farið síðan ég var 15 ára þannig þetta var enn skemmtilegra fyrir vikið.
En það er mikil hamingja í gangi ég er að fara að koma heim og í þetta skipti heilar 2 vikur en núna fara þessi ferðalög nú að vera búinn þannig ég ætla bara að njóta þess að vera úti í síðasta skipti næst (amk í bili). Reyndar er ég að fara í próf í næstu viku og verkefnaskil eru að massast upp þannig það er svo sem nóg að gera.....enda vil ég hafa það nákvæmlega þannig.
Svo ætlar Sonja vinkona að keyra með mér bílinn austur í næstu viku og þá tek ég restina af mínu hafurtaski heima og er flutt for real...finally....ég get ekki beðið eftir að klára að stytta gardínurnar og þá er heimilið tilbúið...vá ég trúi því ekki:)
any ways
schussness.....

Viktoría posted at 14:23
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008