fimmtudagur, mars 30, 2006

úff tími á blogg...
er byrjuð að vinna á fullu...og dagarnir eru farnir að líða - aðeins 3 vikur þangað til ég fer heim í hitann.....það verður stuð að byrja aftur í skólanum, þó ég nenni því nú varla núna ... stundum er svo óttalegt gott að þurfa ekki að hugsa neitt...
ömmm var að horfa á ungfrú reykjavík áðan - sætar stelpur en vá hvað ég vorkenndi greyjunum að þurfa að dansa þetta hipp hopp .... á risa hælum fyrir framan helling af fólki og heillöng rútína með einhverjum danssporum...og svo voru sumar bara asskoti taktlausar....en þetta var entertaining...ekki hægt að neita því.
ok en sorrý - lita hárið á sér grátt - er það virkilega málið ?? ég er púsluð - virkilega púsluð!!

Viktoría posted at 23:26
.x.x.x.x.x.

föstudagur, mars 17, 2006

Á morgun er ég að fara á óperuna La Bohem e. Puccini...ég er mjög spennt fyrir þessu stykki .. búin að vera að hlusta á óperuna og bara hlakka mjög til.
Ég er nú þegar búin að sjá Madame Butterfly og Toscu sem eru hans verk líka. Toscu sá ég í de kongelige teater í kaupmannahöfn og þar var þetta ekkert smá flott, frábærir söngvarar og allt geðveikt vel sett upp. Ég sat líka á mjög góðum stað þannig þessi ópera er í smá uppáhaldi hjá mér, þessi ópera er samt ekki fyrir alla þar sem hún er svona í dramantískari kantinum.
Ég fór síðan á madame Butterfly hérna í karlsruhe og var ekki alveg nógu ánægð með uppsetninguna á verkinu og ekki karlsöngvarann þannig ég held að ég verði að gefa þessari óperu annan séns.
Ég hef líka séð brúðkaup fígarós og Töfraflautuna eftir Mozart...bæði mjög skemmtileg verk. Ég mæli sérstaklega með töfraflautunni fyrir byrjendur ... næturdrottningin er kreisý kúl!!!!
Mig langar svo að sjá Carmen (Bizet) og Aidu (Verdi)(ég sá Aidu þegar ég var lítil og mig langar mikið að sjá hana aftur)....vonandi verður það sett upp bráðlega þó ég efist um það - því ég held að það séu svo dýr verk:Þ
schussness
ps... kem heim eftir viku ef allt gengur upp;)

Viktoría posted at 14:34
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, mars 12, 2006

ég er mikið búin að vera pæla í þessu:
er zha zha zoom málið eða ekki?

Viktoría posted at 12:19
.x.x.x.x.x.

laugardagur, mars 11, 2006

að búa um
hefur mér aldrei þótt vera neitt sérlega skemmtilegt verk en það hefur náð nýjum víddum í leiðinleg- og erfiðleikaheitum eftir að ég flutti til þýskalands. þannig er mál með vexti að rúmið mitt er efri koja og sko lengst uppi og huges....þannig það þarf mikið manúver að skipta um á rúminu...en í dag var ég næstum búin að ná að kveikja í pleicinu við að reyna að skipta um á rúminu...þannig var að sem safe guard (yes ég veit að þið eigið eftir að hlæja) hef ég 2 pappaspjöld sem svona varúðarmechanisma ef ég fer of nálægt brúninni (það er sko ekkert svona fyrir þannig ég gæti rúllað fram úr) nema það að þegar ég er að rífa lakið af dettur helvítis pappinn niður og beint á kerti sem ég var með á borðinu...sheisý...öskrið sem ég tók ... sem betur fer kviknaði ekki í og ég slasaðist ekki við að henda mér niður stigan til að koma í veg fyrir eld...hehe þetta var kreisý
Síðan er ég orðin ástfangin af nýjum instantréttum frá weightwatchers (æ know...) en þetta er bara fullkomin skammtur af mat, ódýr, fljótlegur og með akkúrat réttu kaloríumagni...fólk hefur örugglega haldið að ég hafi verið kreisý þegar ég rölti á kassan með svona 10 stk af þessum réttum því þetta eru hlunka umbúðir....
já annars er mar bara að læra undir próf - hence bloggið hehe
en ég fékk skemmtilegt símtal um daginn...
gaur: (með mesta spænska hreim ever) hello
eg: hello
gaur: hello is this victoria devil woman from iceland
eg: emmmmm (vissi ekki alveg hvernig ég átti að svara fyrst en fattaði svo að hann var að refera til hadikobúningadjammsins þar sem ég var djöfull)
eg: yes this is her
síðan eitthvað blabla og svo þar sem annað hvort orð var ...yes you are a devil woman og you have to go out and party...
gaur: you have to come now and party with me
eg: no I must study
gaur: no no study is boring you have to go out
og eftir mikið þras um hvort ég ætti og þyrfti að fara út .. lofaði hann að hringja í mig á morgun til að segja mér hvar hann ætlaði að fara að djamma svo ég gæti nú örugglega hitt á hann ... hehe
....samt fínasti gaur frá venesúela - var mjög fúll yfir því að ég hafði ekki heimsótt það land í heimsreisunni...hehe en ég mundi ekkert eftir því að hafa gefið honum númerið mitt....enda 3 vikur síðan þetta djamm var...hehe ætli þetta hafi verið booty call kl. 20.....
ohhh welll halda áfram að lesa arbeitswissenschaft....gaman gaman

Viktoría posted at 16:35
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Eina Wilsonbræðra samloku takk
jæja ég hef ákveðið að hætta að púlla peyton (oth) og hætta að vera depressed og svona.....
karlsruhe bíður upp á ókannaða möguleika og things are indeed looking up...
Það virðist vera undarlega mikið af gaurum hér sem líkjast einhverjum öðrum. Sigrún er búin að fá nýjan roomate sem á að líkjast Eric Bana nema með síðara hár og Hafrún er í hóp með strák sem er eins Owen Wilson....ég er spennt fyrir báðum þrátt fyrir því miður að hafa ekki séð þá .. en það hljómar bara ekkert rangt við það að vera líkur einn af wilson bræðrunum - og plús hann kemur víst að einhverju leiti frá s-ameríku og kann þar af leiðandi sennilega salsa:Þ...og hver man ekki eftir honum Tómasi Mcgregor og svo átti Bob Damon víst líka að koma en hætti við:Þ já þetta er skemmtó!
Ég er líka búin að vera iðin við að dl. Við sigrún horfðum á brokeback mountain...klassamynd en ég fór ekki alveg að gráta:Þ
family stone kom á óvart og var bara yfir meðallagi en 40 year old virgin var dissapointment....
þar sem ég er búin að klára ALLA þætti sem ég horfi á þá neyddist ég til að dl nýjum en er líka búin með þá - oth og l word....klassa þættir
já kreisý að gera....en núna ætla ég að fara að sofa enda bíður mín æsispennandi dagur af lestri Arbeitswissenschaft á morgun;)
bis später
ps, ég á enn erfitt með að taka þessu kossaflensi á sumum erasmusbúunum hér - þ.e. að kyssast á báðar kinnarnar þegar þeir hitta mann....sko allt í lagi kannski stundum en EKKI þegar mar er í ræktinni og er sveitt...það er bara eitthvað OFF...hehe ég líka veit aldrei hvað er að gerast þegar þeir eru að löncha inn á mig, það kemur alltaf svona smá panic þú veist hvor kinnin, er það á eina eða báðar o.s.frv....þetta er allt saman mjög konfúsing....

Viktoría posted at 23:57
.x.x.x.x.x.

mánudagur, mars 06, 2006

Eins gott að kókið sé þess virði!!!
Mér til varnar áður en þetta er lesið: ég er búin að vera að lesa undir próf alla helgina, hef varla hitt mann í 4 daga og er bara búin að vera að lesa .... ok haldið áfram að lesa:
Áðan fór ég í sakleysi mínu til að hitta hafrúnu sem hafði með sér glósur sem ég þurfti. Ég skellti mér í buxur enda búin að vera í náttbuxunum í allan dag, í dúnúlpu og húfu...svo hljóp ég af stað á fáknum mínum og hitti hafrúnu og allt í góðu.
Síðan hugsa ég með mér á leiðinni heim að það væri nú gott að kaupa svo sem eina kók og hafa þar sem ég ætla að vera að læra eitthvað frameftir. Ég ákveð að skella mér í tingel man sem er búðin MÍN á horninu MÍNU! jæja ég skelli mér inn og lít til hliðar, mér til mikillar skelfingar var þar strákur sem ég vildi alls ekki að myndi sjá mig eins og ég var (eins og mischelinman í dúnúlpunni minni, með hár niður á gleraugu, algjörlega ómáluð nýbúin að plokka mig (sem sagt rauð og flekkótt)og bara hræðileg til fara og móð og másandi eftir hjólið...allt í allt hörmung!!!) mér bregður við og íhuga alvarlega um að hörfa til baka EN ég hefði ekki getað það því þá hefði hann séð mig....hvað gerði ég??
nú ég gerði það sem allar stelpur myndu gera í þessu ástandi..ég faldi mig á bak við rekka og hringdi í sigrúnu í algjöru kasti....beið þangað til hann fór (sem betur fer tók það ekki langan tíma þar sem hann var í röðinni þegar ég kom) og hljóp svo heim til mín í sjokki....Sko vá ég segi bara greyið britney ef hún ætlar að hlaupa út í búð ekki á sínum besta degi - þar er ekki einn gaur sem hún vill ekki láta sjá sig heldur allur heimurinn sem eltir hana á röndum og fær að sjá hana á slæmum degi...En hvað kennir þetta mér: ekki fara út eins og lufsa!!! en þetta er bara svo týpískt..þegar mar er að gera sig til og svona þá sér mar enginn en um leið og maður stígur út eins og lufsa þá náttúrulega sér mar einhver:Þ
æjjj stundum er bara þreytandi að vera ég en þetta hressti upp á daginn sem var só far búin að snúast um þýska málfræði....
jæja vonandi verð ég einhverjum víti til varnaðar!!!!
schuss

Viktoría posted at 19:00
.x.x.x.x.x.

föstudagur, mars 03, 2006

búhú
það ætti að banna að allt gangi illa í einu....
já prófið klúðraðist...ekki flóknara en það.....
ræktin klúðraðist, það er snjór úti, mér er kalt, ég er með hausverk og ég er þreytt og pirruð og á engan pening...þetta er einfaldlega sá dagur....og svo getur maður ekki einu sinni verið að liggja í sjálfsaumkun því að næsta próf er á þriðjudaginn...helvítis dsh viðbjóðurinn sem eru svona 90% líkur að ég þurfi að taka upp aftur vegna þess að mér er búið að ganga illa í einu af forprófunum
og ég sakna rjómabarnsins....vantar einhvern til að knúsa!!! og plús það ætlaði ég í bíó og það er EKKERT skemmtilegt verið að sýna....úffness púffness stundum á mar ekki að fara fram úr - spurning um að skella love story eða forever young í tækið og bara grenja þetta úr sér allhressilega...hehe annað hvort það eða detta í það...en því miður leyfir dagurinn á morgun ekki þynnku þannig I guess love story it is...en að góðum fréttum... 3 vikur í að ég kem heim!!! og ég auglýsi enn og aftur ef einhver veit um eitthvað sem ég get unnið við pls let me know....er seriously short on cash ....
En smá svona gleði - þegar ég kem aftur hingað þá er ég komin í samband við þýska afghan ræktendur og verður það eitt af mínum fyrstu verkum þegar ég kem til baka að heimsækja þær - fínt að æfa sig í þýskunni og svona....
Ég hafði líka hugsað mér að reyna að fá vinnu einhversstaðar eða fara í sjálboðastarf - til þess að kynnast þýsku fólki - já mar lærir víst ekki þýsku með því að tala á íslensku og ensku það er á hreinu! ójjj ég er bored!
gosh...fólk mengast örugglega af neikvæðni þegar það les þennan póst...en mér líður betur;)

Viktoría posted at 18:11
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, mars 02, 2006

jæja u win some u loose some
próf á morgun, hvað gerir maður - maður bloggar:Þ
já þetta er búinn að vera mjög tíðindalaus tími, læra, ræktin, borða, sofa, horfa á sjónvarpið
GOSH...get ekki beðið eftir að komast á klakan í eitthvað drama á djamminu hehe
ég er í fýlu út í mensuna - ódýr matur en alltof fitandi:(
já og við erum búnar að komast af því að strákarnir hér í karlsruhe eru eins og mensan - fullt af réttum en því miður allt hálf bragðlaust...hehe
þetta er alveg fáránlegt svo ég tali enn einu sinni um kynjahlutfallið hér... ég og hafrún vorum í ræktinni í gær (sem er svona lítil háskólarækt) og við vorum einum stelpurnar og svona 30 gaurar... og í mensunni í gær var sama hvert maður leit það voru bara gaurar.....þetta er alveg kreisý!
já og svo átti ég nú alveg yndislegan tíma með sólveigu, sigrúnu og guðbjörgu sem komu hingað og kíktu á mig yfir helgi, mikið hlegið, mikið drukkið og mikið gaman...
æjjj mar best að fara að læra
púff smúff

Viktoría posted at 13:16
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008