mánudagur, ágúst 30, 2004

jæja.....
þá er skólinn hafinn að nýju....fyrsti tíminn var verkefnastjórnun hjá helga, hann er búinn að breyta um áherslur og verður þessi kúrs því ekki lengur próflaus (god damn it) jæja hann er þó alltaf sanngjarn....síðan eru 3 hópverkefni, 1 einstaklings og 2 stór (við fáum ekki að velja í hópa, sem er svo sem allt í lagi ef mar lendir með einhverjum almennilegum)...síðan er ég búin að kaupa bækur og svolls...reikningurinn hljóðið upp á heilar 22.000 kr - ekki nema 3 bækur...það er dýrt að vera námsmaður.....
Síðan flaug bíllinn minn í skoðun þannig ég er komin með 05 miða, ég var samt með í maganum allan tíman sérstaklega eftir að bíllinn hennar birgittu þurfti endurskoðun.....æ ég er að hugsa um að leggja mig áður en ég fer í vinnuna....bleble

Viktoría posted at 11:28
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 29, 2004

Til í kallinn/J.T/Justin/Gunnar
já það er gaman að þessu...núna er ein önnur fríhelgin liðin undir lok og við tekur áframhaldandi vinna og skóli...Skólinn byrjar á morgun og verður nú bara fjör að starta honum...ég tek þrjá kúrsa...verkefnastjórnun, hagverkfræði og gæðastjórnun....sjáum til hvernig þetta fer....Jæja núna smá recap af helginni....
Á föstudaginn fór ég í snilldarpartý til Guðnýjar af tilefni 25 ára afmælis hennar....þetta var grímubúningapartý og fór ég sem 50 cent ásamt krúinu mínu í G-unit...búningurinn heppnaðist frábærlega (sjá myndir).....þetta var snilldarpartý og margt var um manninn.....kærleiksbjörn, bjalla, ísbjörn, bangsi, górilla, páfinn, uma og john travolta, ozzy, Jón Páll, verkfræðinörd, kisur, arabar, mel gibson os.frv. os.frv. mikið var drukkið og dansað og bara frábært kvöld í alla staði....
Í gær fór ég síðan í partey til sólveigar frænku og var það geggjað stuð, krössuðum í strákapartý þar sem góðar genablöndur einkenndu einstaklingana....síðan ætluðum við á hverfis en nenntum ekki að bíða í röð....enduðum á sólon og celtic og var geggjað stuð.....

Já og síðan skulda ég víst hnakkanum afsökunarbeiðni...ég hélt að hann hefði verið að ljúga endinu á one tree hill...en aparantly var hann ekki að ljúga...sorry sykurpúði að ég skuli ekki hafa meiri trú á þér!
jæja ég ætla að fara að gera eitthvað skemmtilegt....bæjó


Viktoría posted at 13:00
.x.x.x.x.x.

mánudagur, ágúst 23, 2004

já rosalega er ég búin að vera dugleg í dag;)
taka til í herberginu og bílnum, laga vídjóið mitt, redda dóti fyrir mömmu og núna er ég að kenna sjálfri mér á photo shop.....ætla síðan að búa til heimasíðu handa múttu á morgun....síðan á miðvikudaginn er ég að fara með bílinn í viðgerð og síðan ætla ég með hann í skoðun...vá hvað það er gaman að vera ég.....

Viktoría posted at 15:55
.x.x.x.x.x.

Endurlit til fortíðar......3-H
þetta er tilkomið vegna þess að ég var að enda við að keyra bróður minn upp í versló þar sem hann er að fara að hefja skólgöngu sína þar......
allaveganna.....ég man greinilega eftir því það var heitur sumardagur í íþróttahúsi Álftanes (þar var ég að kenna litlum krökkum sund) þegar ég valdi að ég ætlaði að fara í versló (valið stóð á milli kvennó, mr og versló og hafði ég valið allt því ég gat ekki ákveðið mig..hélt að ég myndi ekki komast inn í alla en síðan komst ég inn í alla;))
Við tók síðan sumarið með blendum tilfinningum, bæði var ég mjög spennt að byrja í nýjum skóla og kynnast nýjum krökkum en á móti kveið mig líka fyrir.....
Fyrsti skóladagurinn (það er það langt síðan að ég var enn dökkhærð á þessum tíma) er í móðu...ég sá bekkinn minn í fyrsta skipti keypti bækurnar og allt var í gúddí.....mig minnir að ég hafi fjárfest í sæti hjá Lísu en er þó ekki klár á því....í 3-H voru frábærir krakkar og var þetta einn besti veturinn í versló (reyndar voru þeir allir góðir þar sem ég var alltaf með eðal fólki í bekk) en þessi var náttlega fyrstur og svona svipað eins og fyrsta ástin verður maður alltaf dáldið skotin í fyrsta bekknum sínum.....Það var svo gaman í versló...ég öfunda bróður minn af því að vera að byrja...ég ætla samt að vona að hann byrji ekki á því að halda partý eins og ég (16 ára unglingar sem halda að þeir séu fullorðnir blindfullir..not a good combó..., fyndnast var þegar Grjóni drapst næstum á klóstinu hjá mér eftir að hafa ælt það allt út...það fynda er að núna er hann sennilega mest responsibel guy af okkur öllum:))
Jæja Jæja núna er þessum fortíðarpisli næstum lokið en það sem ég vil enda á að segja er að það að mér finnst fyndið að þeir kennarar sem ég þoldi ekki í 3-bekk (sem voru sennilega strangastir við 3-bekkinga) t.d. Jónína, Gígja og Baldur Sveins urðu með bestu kennurunum mínum í 6-bekk......
aHHHH ég er farin að hlakka til að byrja aftur í skólanum þrátt fyrir það að ég vinni með skólanum;)
respect;)

Viktoría posted at 10:26
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 22, 2004

vá ég var ekki sátt í gær, ég var ný sofnuð um 22:30 þegar hundarnir mínir heyrðu í flugeldunum og byrjuðu að spangóla eins og motherfökkers....ég vaknaði og reyndi að róa þá, ekkert gekk....jæja síðan loksins komu maogpa heim og þá hættu þeir...en ég var orðin glaðvöknuð....ég held ég hafi sofnað um 00:30 arg....og núna er airbud það eina sem er í sjónvarpinu .... B .....

Viktoría posted at 06:23
.x.x.x.x.x.

laugardagur, ágúst 21, 2004

Nei ég er EKKI dauð ég er bara að vinna....
Já þá er nú ýmislegt komið á skrið...ég er búin að fá áfram í vinnunni og er það bara kúl þannig það verður nóg að gera hjá mér í vetur 100% vinna, 3 kúrsar og skipuleggja ferðina o.s.frv... annars er bara lítið að frétta...er búin að vera glápa mikið á vídjó s.s. The shining (snilld veit ekki alveg hvernig hún fór fram hjá mér), mississippi burning (líka mjög góð, vekur upp sterka réttlætiskennd hjá manni) og síðan horfði ég á með sólveigu á teen-woolf með Michael J. Fox í aðalhlutverki....þetta voru vonbrigði hún byrjaði vel en missti sig í varúlfastemmingunni.....
aid....síðan menningarnótt í kvöld þar sem ég mun sennilega bara vera róleg heima....nenni engu þegar ég er á dagvakt...ætli ég nenni að kíkja á flugeldasýninguna - I doubt it....enda er menningarnótt líka overrated.....pís át

Viktoría posted at 17:13
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 15, 2004

Get your mother fucking hands up in the air.....G-unit, 50 is in the house......
Dísús....var sum sé á 50 cent tónleikunum og varð ástfangin af kroppnum og brosinu hjá þessum......þegar hann fór úr að ofan á tónleikunum varð ég eins og dáleidd 14 ára gelgja...ég viðurkenni það;) allaveganna þetta voru með bestu tónleikum sem ég hef farið á...þvílík og önnur eins stemming....3 gangsta rappara náðu sko allveg að halda uppi stemmingunni......XXX og quarasi voru líka mjög góðir en mér fannst þeir þó vera full lengi m.v. upphitunarband...en svona er þetta bara....en allaveganna ég mun seint gleyma þessum tónleikum og magavöðvunum.....sko DAMN...he was so fine....
Annars er þessi helgi búin að vera ótrúlega produktive þrátt fyrir að ég sé að vinna upp skuld núna....kannski vegna þess að ég djammaði ekkert á föstudaginn..var bara að horfa á Hugh grant í two weeks notice með sólveigu....þegar hún var búin horfðum við á til skiptis 2 myndir með honum þe flökkuðum milli stöð 1 og stöð 2;) he was everywhere......

Viktoría posted at 05:59
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

"if you need to ask, it's not going to happen"
hohohohoho var í saumó í gær hjá hrund ofurskvísu..það var stemming...borðaði reyndar aðeins yfir mig (ég sem var í diet:(...ohhh well) en síðan ákváðum við Erla kl. 00.00 að skella okkur í pottinn heima hjá mér...við hringdum heim og elskulegi bróðir minn lét renna í pottinn fyrir okkur og skellti bjór í frystinn....við enduðum í góðum gír í pottinum til 3 eða eitthvað....en greyið erla var að fara í skólan í morgun....lísa hin ábyrgðarfulla og Hrund hin veika....heiðruðu okkur ekki með nærveru sinni.....
Annars var ég í klippingu...hárgreiðsludaman tók ansi mikið af hárinu af mér þannig núna líður mér eins og ég sé með stutt hár;) æ það er ágætt ég var orðin svo þreytt á hinu...well we...
jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti..eins og fara í sólbað og body pump;)
adios

Viktoría posted at 16:24
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

You can reach my mind...lalalalalalala.....*thunder*
hohoho það er bara búið að vera gaman í vinnunni upp á síðkastið sönghæfileikar hjá hinum ýmsu eru að koma í ljós...damn it ég verð að komast af því hvað þessi gella heitir..... Eins gott að gummi standi sig og komi með idol spóluna svo við getum komist af því...
Annars var míns að búa til ferðasíðu...þar sem allt með heimsreisuna mun vera á...þ.e. allt sem við þurfum að snúast í með hana...tékk it át.....any ways...ætla að fara að gera eitthvað af viti...bleble

Viktoría posted at 16:21
.x.x.x.x.x.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Girl you know it's true.....dadadadadadada
Ok ég er búin að vera steikt - með milli vanilli á heilanum í nokkra daga, hvað er það?.....Crazyness.....
Allaveganna þá er mar byrjaður í hress aftur...og dísús cræst ég er að deyja úr verkjum.....vöðvunum mínum svíður... I kid you not.....það er erfitt að fara á klósettið því ég þarf að nota lærin og síðan er álíka erfitt að lyfta upp höndunum, get þar af leiðandi ekki náð í neitt sem er hátt uppi.....já þið getið ímyndað ykkur hvernig ég er(samt stöffaði kristjana frænka í mig einhverju glucidóti sem á að hjálpa til þess að minnka svona verki)!!!!
I need a thai-massage badly...ég sakna þess ekkert smá.....fékk samt smá nudd áðan...það var gott ekki nógu langt þó!!!! ég er að hugsa um að flytja inn svona thai-massage konu....hún getur sofið á gólfinu á dýnu í herberginu mínu.....ahhhhhhh eða senda einhvern sem ég þekki út til að læra þetta!!!!!! liggur við að mig langi að bæta við phuket á heimsreisuna, þótt það sé ekki nema bara fyrir nætursjóðferðir og nudd;)
Ég ætla samt að reyna að fara aftur á morgun í hress áður en ég fer í vinnuna...ég er að reyna að vera svo dugleg.....ahhh er andlaus.....það verður gott að komast upp í rúm....
er einhver annar hræddur um að klessa á flugvélar on the ramp????? mig dreymir martraðir um það, þar sem þær elta mig....I wonder what that means......
adios


Viktoría posted at 00:46
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

ZHA WORLD TRIP

Jæja þá er komin svona smá mynd á heimsreisuna hjá mér og sigrúnu...við erum búnar að fara yfir hvaða lönd við viljum fara til og komnar með grófar tímasetningar....við erum líka búnar að tékka á hvar við þurfum vegabréfsáritanir og hvaða bólusetningar við þurfum...þannig það eina sem er raunverulega eftir er að finna ódýrasta flugið o.s.frv. ef einhver hefur EINHVER tips um það eða þekkir einhvern sem hefur verið að fara svipaðar ferðir þá má hinn sami endilega senda mér meil því öll ráð eru velkomin:)
En allaveganna hérna eru löndin sem við ætlum til í nokkurnvegin röðinni sem við ætlum í.....við ætluðum reyndar að taka fleiri lönd í S-Ameríku en við erum búnar að lesa nokkuð um það og er frekar hættulegt að ferðast á sumum stöðum þar, þannig við ákváðum að fækka stöðunum þar og fara frekar aðeins til Asíu og vera þá lengur hvar fyrir sig...allaveganna hér er planið:
Reykjavík - London - Chile, Brasilía (kjötkveðjuhátíðin), Perú (erum samt aðeins að pæla í því), Costa Rica, Beliz, Cayman Islands, Jaimaica, Kúba, Bahamas, Miami, NY, LA, LV, SF, Hawaii, Fiji, Cook Island, Nýja Sjáland, Ástralía, Kambódía, Víetnam, Kína, London, Reykjavík.....já há þar hafið þið það...jafnvel að heimsækja Ríkey og Hafrúnu í enda ferðarinnar í Þýskalandi og skoða aðstöðuna þar sem ég ætla að reyna að komast inn í Karlsruhe næsta haust....þannig það væri ágætt að tékka á pleicinu áður.......
Já og síðan er eitt enn...sólveig ætlar að reyna að redda okkur vinnu á spáni næsta sumar, hún þekkir einhverja gæja, þannig ef allt endar eins og ég vil hafa það mun ég bara ekkert vera heima á íslandi í tæplega 2 1/2 ár.....það er náttlega bara ekkert nema kúl;)

Viktoría posted at 19:34
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, ágúst 01, 2004

Svo ég vitni í orð ástu (sem beilaði í kvöld) ..."ég er drukkin....piiiiiiiiffffffffffffff"
Í kvöld var gaman, ýmislegt var planað m.a. ferðalag mitt og sigrúnar...ekkert nema A þar á ferð....síðan fórum við á hverfis þar sem röðin hvarfs mirakúlaslý.....á hverfis var gaman...andri spilaði loks "can´'t touch this" fyrir sigrúnu/mig, við vorum glaðar og ég stóð við my bargain of the deal.....;).........
Á hverfis sáum við lika valsarann sem var í þrusustuði......Til í kallinnn?????? já og fullt af fólki .....geðveikt gaman...var nú samt ekki ready að fara heim...en þar sem ég var sú eina sem var á decent skóm var ég sú eina sem var eftir í stuðinu eftir 5 tíma trylltan dans....þannig ég beið lægri hlut og við fórum á hlölla...þar fékk ég skít frá samanlögðum 3-Ma manninum......
N.B. ég skal toppa hann í hvaða CO partýi sem er...en í kvöld varð ég að fylgja mínu fríða föruneiti heim....þannig að núna er ég að fara í háttinnn og hugsa um Mickey Rourke ungan...
ReZpect....Total crazyness in the hizzy.....ég sem ætlaði ekkert að djamma þessa helgi .... piffff

Viktoría posted at 05:27
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008