þriðjudagur, apríl 29, 2008

Jæja er ekki komin tími á fréttir?????
Það er margt búið að gerast síðan í Janúar tam er ég búin að hitta tengdó út í skotlandi og var það gríðarlega góð ferð. Fjölskyldan hans er æðisleg og var ég leyst út með gjöfum og partýi. Ég og skotin gistum m.a. í kastala sem var GEGGJAÐ.....og svo vorum við einn dag í edinborg að skoða kastalann og svona og svo borðuðum við á geðveikt flottum og rómantískum stað við kastalann... bara allt í allt æðisleg ferð.....
Síðan skellti ég mér til Hollands í síðustu viku ogvar ég svo heppin að fá smá skoðun af amsterdam og er það mega krúttleg borg en mér fannst hollendingar ekkert vera að deyja úr gleðinni og í fríhöfninni á leiðinni heim keypti ég mér vídjó cameru þannig búist við alveg geggjuðum vídjómyndum:)
Annars er ég líka búin að fresta útskriftinni minni til september - ekkert sérstaklega gaman en nauðsynlegt, sérstaklega í ljósi þess sem kúrsinn víðvær og slembin bestun tók mun lengri tíma heldur en ég hélt að myndi gera - en hvað muna 3 mánuðir til eða frá.
Síðan er start up líka búið - verksmiðjan komin í fullan rekstur - það þýðir þó ekki að það sé minna að gera heldur er álagið öðruvísi en það er nú gott að það er alltaf nóg að gera annars myndi mar nú bara bilast.....ég er nú samt farin að hlakka til að taka við nýju starfi:)
Nú svo er skotinn farinn að vinna fyrir mannvit - já hættur hjá Brammer - og er bara gríðarlega ánægður í nýja starfinu og er ég alveg viss um að íslenskan kemur mun hraðar hjá honum núna - ég er samt alltaf að reyna að tala meira og meira við hann og ég veit að hann skilur meira en hann vill viðurkenna:)
hmmm hvað meira og já við skotinn erum búin að panta til egyptarlands í ágúst. Fljúgum til parísar 1.ágúst og þaðan til Cario, verðum þar í viku á hóteli þar sem mar sér literally píramídana meðan mar er úti að borða morgunverð, síðan komum við til baka á laugardegi og ætlum að vera nóttina í parís. Erum nú þegar búin að panta túr um parís á sunnudeginum ásamt lunch í effelturninum....þetta verður GEGGJAÐ!!!!!
Í sumar verður líka vonandi mikið um gestagang: Foreldrar Stuarts koma í júní, mamma og pabbi ætla að koma og sólveig - síðan vonandi fleiri:)
Ó já svo kemur Bubbi Bró austur að vinna hjá okkur - mikið verður gaman að fá hann hingað:)
Jæja þetta er nú aldeilis nógu langt blogg í bili....
seee yaaaaaaaa

Viktoría posted at 11:57
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008