fimmtudagur, október 20, 2005

Jæja nýjasta nýtt!!!
Ég er sumsé flutt - fór í fyrrverandi herbergið hennar hafrúnar og er þar með búin að skipta út 2 stelpum sem töluðu ekki við mig fyrir 3 dúllu stráka. 2 þýska sem eru mega indælir og svo 1 íslenskur sem ég er ekki enn búin að kynnast. Þar með er ég komin með internet, síma og stærra herbergi....sem er náttlega bara plús. Gúmmí fékk svo herbergið mitt þannig hann er fluttur frá bjargeyju í bili;) er viss um að hann verður með annan fótinn þar því hún eldar svo geggjaðan mat! - við (ég) erum einmitt að reyna að fá hana til þess að elda kalkún á þakkargjörðardaginn - því mamma hefur neitað að gera hann fyrir mig!
Annars er bara skólinn að byrja á mán og þá byrjar geðveikin heldur betur....skólinn á daginn og þýska á kvöldin.. Við erum að reyna að komast í þýskukúrs sem er sérstaklega fyrir DSH og á morgun þurfum við að fara að sleikja upp prófessorinn og þykjast kunna þýsku til þess að hann hleypi okkur nú í kúrsinn - það verður stuð.
Já annars vil ég bara segja að ég elska sódastrím tækið mitt!
out
viks
já ps
ég eignaðist nýja frænka 15.okt - og hefur hún verið nefnd Júlíana Ólafsdóttir..alveg svakalega mikið dúllubarn! congrats sólveig og óli - og vonandi verður hún þægari heldur en hún var þegar hún var bumbubúi!
ps. nýr frasi var búinn til síðustu helgi - crap in the lap!

Viktoría posted at 19:20
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, október 12, 2005

Ýmislegt um Germaní
- þjóðverjar ELSKA snitsel....í mensunni er meira segja sér snitsel lína!
- að fá netið í herbergið mitt tekur 4-6 vikur!!!! það myndi sko heyrast eitthvað í íslendingum ef þjónustan væri svona heima
- koddar eru tvöfalt stærri hér heldur en heima og eru alls ekki þægilegir - það er líka ekki hægt að fá koddaver fyrir íslenska kodda!
- það er búið að vera ótrúlegt vesen að gera allt - því allt tekur endalausan tíma og skriffinsku
- vissuð þið að lagið deautschland deautschland über alles er bannað hér? og það var actuallý sussað á okkur þegar við sungum það!
- það kostar inn á alla staði sem hægt er að dansa á
- það tekur eiginlega enginn kredikort hér
- áfengi er mjöööög ódýrt
- þegar maður biður um apfel schnaps hér fær maður apfel saft!!!
- besta tekýla sem ég hef fengið hér er tekýla brown og er tekið með appelsínu og kanel
- eiginlega ekkert breakthrough hefur orðið með fólkið sem ég bý með - það talar enn ekki við mig og á þrifplaninu var ég kölluð enska stelpan...mjög gaman
- tandem partnerinn minn hann matthias lítur út eins og Kúrt sem vann norska og world ædolið!
-roomatið hennar sigrúnar fékk sér sætasta kött ever (og ég er ekki einu sinni cat person) og manni langar mest til að knúsa hann allan daginn!
- Eigum við eitthvað að tala um nýjustu seríuna af LOST?????? shitturinn þvílík spenna!
jæja þetta er nóg í bili - verð að fara að sækja nýja sæta síman nminn sem ég fékk fyrir aðeins 10 evrur!!!!!!
schuss

Viktoría posted at 13:27
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008