sunnudagur, júlí 16, 2006

Stars are blind
Já ok ég verð að viðurkenna... ég fíla nýja lagið með paris hilton...en ég efast um að það sé hún sem er að syngja...og því spyr ég: HVORT ER MEIRA FEIK, PARIS HILTON EÐA MILLI VANILLI???

en annars nýjasta nýtt er að ég, lísa og fjóla erum að spögulera að kíkja til parísar (hehe) í lok ágúst, tékk át the eiffel og svona...ekkert nema gaman það..... það er alltaf gaman að strika út af to do listanum sínum....Síðan er ég að stefna á að fara í heimsókn til Guðnýjar níls sumarið 2008 og taka þá kannski smá indland - kína - japan dæmi -.... ég náttlega get það ekki næsta sumar þar sem ég verð sennilega í prófum þá!
En talandi um próf ég ætti náttlega að vera að læra núna þannig...schuss
ps. klinsmann er orðaður við usa....interesting....


paris hilton vs. Milli Vanilli
vs.

Viktoría posted at 09:56
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

wúff púff... nóg að gera...
ég er búin að panta far heim - ég kem heim 4.september og fer svo sennilega til kanada stuttu eftir það þannig það verður stutt stoppað á fróni....ég er búin að vera á fullu að pakka því sem ég ætla að senda heim því ég er náttúrulega líka að byrja í prófum. Síðan eru mamma og þau búin að panta hingað út og koma þau 30.ágúst og fara svo með mér heim....það sem er næst á dagskrá er basicly munnlegt próf, fyrirlestur - á þýsku, skriflegt próf og svo testdaf...þannig já þetta er skemmtó.....Já svo eru lísa og fjóla jafnvel að hugsa um að koma helgina á undan mömmu og pabba...já rosalega spennandi tímar framundan...sólveig frænka tékkaði á reyðarfirði og eskifirði..henni leist betur á reyðarfjörð þar sem það er síldarbræðsla á eskifirði...hehe ég er ekki viss um að mér líki peningalyktin:)
En já sorgarfréttir...klinsmann ætlar ekki að halda áfram að þjálfa þýska landsliðið:( - ég er viss um að það er vegna þess að debbí will búa í californíu en ekki germaníu..... en co þjálfarinn hann Joachim Löw tekur við af honum...sem er ekki nærri því jafn sætur...eða hvað finnst ykkur??

og svo hver myndi vinna í fight og hver er að púlla bold lúkkið meira off??

eða

Viktoría posted at 19:41
.x.x.x.x.x.

laugardagur, júlí 08, 2006


Nathan Scott -
fyrir þá sem ekki vita þá bý ég í blokk...og á móti minni blokk er önnur blokk ( svona 5 m frá) þannig mar sér gjörsamlega allt sem er að gerast í hinum íbúðunum ef ekki er dregið fyrir....(ekki það að ég sé að glápa - það bara ef ég lít út get ég ekki - ekki litið á húsið) jæja á móti mínum glugga býr Nathan lookalike og hann er alveg rosalega oft ber að ofan eða virkilega fáklæddur að elda....hann er hottness og fáránlega mikill kroppur - en þetta er bara sheiký í hvert skipti sem ég lít út (EKKI TIL AÐ HORFA Á HANN) þá líður mér eins og perra því þarna er hann...flaunting his body around!!!... og hann er alltaf svo lengi að elda og vaska upp.....stundum er hann í eldhúsinu tímunum saman (ekki að ég sé að fylgjast með hehe) - mér er farið að líða eins og miröndu í satc þegar hún hélt að hún væri þvílíkt að meika múv með einhverjum gaur sem átti heima á móti henni en kom svo í ljós að hann var að reyna við gaurinn í glugganum fyrir neðan hana...hehe - ekki það að nathan er svo respectable - hann er kannski fáklæddur en hann myndi held ég ekki gera þetta.....
ps eins gott að frakkar taki þetta á morgun!!! Zidane er one hot pice of ....

Viktoría posted at 22:12
.x.x.x.x.x.


Jürgen Klinsmann.....er bomban... alveg á hreinu!!!!
ó my gosh.... æ lov the gæ....bjútífúl fögn alltaf hjá honum....
smá óður til hans
skoða 1
skoða 2
Svoldið dissapointing að Ballack var ekki inn á og sætt af Lehmann að leyfa Kahn að spila í síðasta skiptið.....
ohhhh ég trúi ekki að þetta sé búið og sem betur fer burstaði germaní portúgal....það eina sem ég vildi í viðbót var að ronaldo færi að grenja og yrði straujaður niður...ég bara þoli ekki gæjan...ég hlakka til að sjá hann fara að spila í ensku deildinni ... það á bókað enginn eftir að þola hann, hvorki teammeitarnir né the fans....já...harsch world...

Viktoría posted at 21:47
.x.x.x.x.x.


Já í dag er ég að fara að heimsækja hann Karl - gamli maðurinn sem ég heimsæki reglulega í tengslum við rauðakrossinn....fyrstu skiptin þegar ég heimsótti hann var hann kappklæddur, síðan fór hann að vera á nærbolnum og buxum, síðan seinast var hann á boxerum og nærbol.....ég er spennt að sjá í hverju hann verður á eftir....hehe.... en það mætti halda að hann væri alveg óður í að fita mig því hann er alltaf með sko te og brjálað bakkelsi með....ekki mjög gott fyrir átakið mitt:)
Annars er ég eirðarlaus - þetta gerist alltaf þegar ég fer að læra undir próf - hugurinn reikar eitthvað annað......í þetta skipti er ég að láta allt pirra mig og algjörlega hluti sem ég get ekki stjórnað - ok jú sumu get ég stjórnað en....búhú - hvað er til ráða??
Já og í gær fór ég á the lake house með söndru bullock og honum keanu reeves....sheiký mynd, alveg verulega sheiký.....og sandra bullock var döbbuð með dýpstu rödd ever....
já og svo football í kvöld - þýskaland - portúgal...eins gott að mínir menn taki 3.sætið!!!
æjjj bæjjjj

Viktoría posted at 08:43
.x.x.x.x.x.

föstudagur, júlí 07, 2006

everything is kreisý happening!!!
Já sorgartíðindin að þjóðverjar hafi tapað fyrir ítalíu.....greyið ballack fór að gráta og allt....og það versta er að þeir spiluðu mjög vel í 90 mínútur og svo í framlengingunni voru ítalir betri og skoruðu svo óverjanlegt mark á síðustu sekúndunum...já ég var næstum því farin að gráta líka.... ég get ekki lýst stemmingunni þegar ítalir skoruðu - við vorum í íþróttahúsinu ásamt hundrað öðrum stúdentum og það mátti heyra saumnál detta þegar þeir skoruðu...búhú
Annars er ég búin að ákveða - þar sem ég er orðin svona football fan - að ég verði nú að fara að velja mér lið í öðrum deildum. Ég hef ákveðið að fylgja þjóðverjunum þ.e. Ég held með Chelsea í ensku deildinni því Ballack er þar og svo Arsenal svona smá líka því lehmann er þar, ef Klinsmann þjálfar eitthvað lið í einhverri deild mun ég halda með því og svo í þýsku deildinni er það FC köln út af Podolski.....any way
síðan er bara brjálað að gera hjá mér að klára allt áður en ég kem heim. Láta prófessora skrifa undir blöð, lesa undir próf, finna leigjanda o.s.frv.
Síðan er ég reyndar búin að finna alveg svaka spennó stúdentaarbeit en það snýst um að rannsaka hegðun hjá vespum og reyna að snúa því yfir í verksmiðjutækni - eða hvernig sem þetta er þýtt hehe.....ömmm já held að þetta sé basicly it sem er að gerast hjá mér ... læra læra læra og redda redda redda....og svo er hugurinn pínu búinn að snúast um annað en að læra, s.s. húsnæði, bíla og húsgögn hehe ss allt sem mig vantar þegar ég flyt austur....og náttlega fyrirhugaða ítalíuferð en ég er búin að vera sveitt við að reyna að panta gistingu fyrir okkur - eina vandamálið er hversu mörg við erum....en þetta reddast....
l8ter...
já og allir að hugsa fallega til settersins cöru sem verður pöruð um helgina og vonandi vonandi heppnast það þannig að ég fá lítinn hvolp í október/nóvember....
já ps - leiðinlegt fyrir ykkur á íslandi hvað er búið að vera leiðilegt veður - en hér er eiginlega of heitt...stundum finnst mér ég vera að bráðna .... og mar sefur varla....sheisý.... 33 stig amk....

Viktoría posted at 08:42
.x.x.x.x.x.

laugardagur, júlí 01, 2006


Lehmann er maðurinn!!!!!
Vá aldrei - ALDREI -hef ég verið jafn spennt yfir nokkrum leik eins og í gær þegar ég horfði á þýskaland - argentínu. Við íslendingarnir sem eftir eru hér fórum í ásamt öllum hinum stúdentunum að horfa á leikinn í íþróttasal hér í háskólanum á stórum skjá....stemmingin var rosaleg - allir íklæddir í rauðu/svörtu/gulu, með fánana á lofti og syngjandi(ég lærði helling af "nýjum" þýskum fótboltalögum - það vinsælasta sem við botnuðum reyndar ekkert fyrst í er : Auf gehts Deuschland, schiess ein Tor, schiess ein Tor, schiess ein Tor ... það góða við fótboltalög að þau eru ekki með flókna texta þannig mar er snöggur að ná þeim.... reyndar fannst mér fyrri hálfleikur ekkert vera spes, þjóðverjar þunglamalegir og ekkert svona virkilega að gerast - eftir fyrri hálfleik þá hélt ég að argentínumenn myndu pakka þessu saman....og svo þegar argentínumenn skoruðu í seinni hálfleik þá fór ég næstum því að grenja - ásamt öllum hinum.....
EN SVO ómægad þvílíkur fögnuður þegar Klose skoraði - þvílík hamingja....síðan var leikurinn ógó ógó spennó eftir það....og vítaspyrnukeppnin don't get me started...ég vorkenni samt ekkert smá greyið varamarkmanninum hjá argentínu - ekkert búinn að fá að spila og átti svo allt í einuð fara að verja í vítaspyrnukeppni í mikilvægasta leik þeirra....shissss......já og greyið Ballack - hann verður eiginlega að fara að finna mojoið sitt.....og hvernig hárnæringu ætli hann noti í allt þetta hár??? shisss - hottness
Já annar gaur sem hefur verið hott á sýnum ungu árum og tekur bestu fögnunarhopp ever er ástin hann: Juergen Klinsmann
Já og svona til að enda þetta - textinn á laginu sem er að gera allt kreisý hér:
1 und 2 und 3 und 54, 74, 90, 2006
ja so stimmen wir alle ein. Sportfreunde
Mit dem Herz in der Hand und der Leidenschaft im Bein Stiller
werden wir Weltmeister sein

Wir haben nicht die höchste Spielkultur. 54
Sind nicht gerade filigran.
Doch wir haben Träume und Visionen 74
und in der Hinterhand 'ne Master Plan.
Für unseren langen Weg aus der Krise 90
und aus der Depression,
lautet die Devise: Nichts wie rauf auf den Fußballthron! 2006

1 und 2 und 3 und 54, 74, 90, 2006
ja so stimmen wir alle ein, Songtexte
Mit dem Herz in der Hand und der Leidenschaft im Bein Songtext
werden wir Weltmeister sein.

Die ganze Welt greift nach dem goldenen Pokal, Lyrics
doch nur einer hält ihn fest,
so ist das nun einmal. Lyric
Die ganze Welt spielt sich um den Verstand,
doch der Cup bleibt in unserem Land. Liedertexte

1 und 2 und 3 und 54, 74, 90, 2006
ja so stimmen wir alle ein. Liedertext
Mit dem Herz in der Hand und der Leidenschaft im Bein Alle
werden wir Weltmeister sein.

Beim ersten mal war's n Wunder, Sportfreunde
Beim zweiten mal war's Glück,
Beim dritten mal der verdiente Lohn Stiller
Und diesmal wird’s ne Sensation!

1 und 2 und 3 und 54, 74, 90, 2006 54
ja so stimmen wir alle ein.
Mit dem Herz in der Hand und der Leidenschaft im Bein 74
werden wir Weltmeister sein.

54, 74, 90, 2006
ja so stimmen wir alle ein. 90
Mit dem Herz in der Hand und der Leidenschaft im Bein 2006
werden wir Weltmeister sein.

koma svo - allir syngja með!!!

Viktoría posted at 08:23
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008