mánudagur, janúar 22, 2007

Viktoría í Victoriaville

Jæja krakkar mínir - ég og cóarinn skelltum okkur til Victoriuville seinustu helgi....Geggjað stuð....við tókum myndir af mér við hverju einasta skilti sem við fundum sem á stóð victoriaville....algjör snilld...reyndar var bærinn mjög lítill og krúttlegur en svoldið alarming við fórum í (að það virtist) huges moll....en þegar inn var komið var 70% out of business...frekar sorglegt...En ég var mjög sátt við að kíkja á pleicið.....


síðan á laugardaginn kíktum við aðeins út á lífið og verð ég að segja að ég var ekki impressed af karlpeningnum...hann samanstóð af 15-20 ára gaurum (amk litu þannig út) hver einasti kjaftur var með derhúfu eða nsync húfu, snípatrylli og bara ekki myndó....sá ekki einn sem ég var eitthvað hohhhooohooooo cherí



En já læt líka fylgja eina mynd af jólaljósunum sem eru by the way enn uppi á hótelinu mínu.....














Viktoría posted at 20:39
.x.x.x.x.x.

föstudagur, janúar 19, 2007


......
mamma: hvernig er veðrið hjá þér
ég: sástu ekki msn - nikkið mitt það er mínus 30
mamma: nú ég hélt þú værir að djóka
ég: nei nei það er -30
mamma: ja hérna
......


já krakkar mínir ég er komin til borg hinna þriggja áa og það er KALT svo kalt að nasahárin á mér frjósta þegar ég labba út í bíl - ekki mjög sexý en gerist samt....

Ég hef heldur ekki verið jafn vel klædd og þegar ég var í leikskóla - það eru sko flísbuxur, venjulegar buxur, sokkar, ullarsokkar, moonbúts, bolur, peysa, flíspeysa, kápa, vettlingar, húfa og trefill.....ég líka get varla hreyft mig í öllu þessu....en jæja mér er ekki kalt á meðan....

Já og svo kynda ég hótelherbergið mitt svo mikið að ég er núna tvisvar búin að vakna í svitakófi af hita og bara með lakið á mér og þegar ég kem inn í það hefst kappið við að rífa öll fötin af mér.....mar er nú ekki alveg normal...

Jább og svo er ég á huges bíl takk fyrir ford escape - fyrir 7 manns.....mér líður eins og allgjörri drossíu á þessu...svo mikið að þegar ég var að krúsa í vinnuna mína með kylie á fóninum - can't get you out of my head - þá lít ég við í miðju head flippi og þá var löggan með sírenurnar í gangi....og búin að elta mig víst í dágóðan tíma. Mér náttlega brá ekkert smá enda var ég ekki á svo miklum hraða en ég var víst 25 km yfir hámarkshraða en eftir nokkur bros og fyrirgefðu þá sleppti hann mér með því loforði að ég myndi ekki keyra svona hratt aftur;)


jæja jæja nóg í bili - helgin að koma, ég huxa að ég kíki til montreal eða quebeck á morgun og svo hina dagana versla smá og læra wúha....

schussnesss

Viktoría posted at 19:27
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, janúar 11, 2007

"Viktoría byggir"
Ég hefði aldrei trúað því hvað ég er að fá út úr því að vinna í íbúðinni minni. Fyrstu skrefin eru þó ávalt erfiðust. Tam tók mig einn og hálfan tíma að setja upp fyrsta ljósið með tilheyrandi bölvunum og öskrum af pirringi en þegar það var komið upp og það lýsti þá get ég ekki lýst gleðinni....Síðan er ég búin að vera að bora eins og vindurinn og næstum allt komið upp nema 3 speglar....sem þurfa svona heavy duty festingar. Allt ikea dótið er komið upp (samt alveg ótrúlegt ég virðist alltaf ná að klúðra á síðustu metrunum þar....og það virðist alltaf verða eitthvað afgangsdót eftir hjá mér - alveg undarlegt nokk)....þvottavéli og þurrkarinn eru líka komið í gagnið og var sett í fyrstu vél í gær....fullt af milestones hjá mér...og besta við þetta að ég get þetta alveg sjálf:Þ
Ég á samt eftir að kaupa dálítið af mublum ætli mar skelli sér ekki á útsöluna hjá ikea og tekk og sjái hvort mar finni eitthvað.
Annars er skólinn að byrja og ég á að fara að mæta í tíma á laugardaginn og svo bara byrja að skila heimadæmum í næstu viku - scary....
Annars ef einhver ætlar að ná á mig áður en ég fer út þá kem ég á föstudagskvöldið og fer á sunnudaginn kl. 14....
og í kvöld ætla ég að fá mér rauðvín, horfa á sex and the city og taka til.....og slaka og slaka:)

Viktoría posted at 14:58
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, janúar 07, 2007



gleðilegt nýtt ár folks...og takk fyrir það gamla
Þá er mar komin frá kanarí í kuldan. Kanarí var æði - glampandi sól allan tíman og ekki frá því að ég hafi brunnið aðeins. Ég verð þó aldrei mjög tönuð og mætti halda að ég sé ættleidd m.v. mömmu sem verður crazy brún.
Annars er ekki rétt að gera upp árið...Það var fremur viðburðarríkt hjá mér þett árið:
Skipti yfir úr þýska háskólanum yfir í þann íslenska
Byrjaði á Ms.C verkefninu mínu.
Flutti til íslands
Fór að vinna hjá Alcoa
Keypti mér íbúð og bíl og búslóð (stórt skref)
Flutti á reyðarfjörð
Ferðaðist helling - ítalía, þýskaland, lúx, kanada, usa, kanarí
Kynntist helling af nýju og skemmtilegu fólki

o.s.frv. o.s.frv.

Annars er ég að fara austur í kvöld - get ekki beðið eftir að fara aðeins í sveitasæluna og flikka aðeins upp á íbúðina mína ... og svo eftir viku er það tadada kanada once again....í þetta skipti ætla ég að læra í stað þess að versla:)

Áramótaheit eru engin þannig lagað séð - enda gefst ég vanalega alltaf upp eftir 2 vikur....en að sjálfsögðu reynir mar alltaf að bæta sig svo lengi sem mar lifir og er það the basic shit - spara, læra meira, koma sér í form etc. etc.

Það sem ég ætla að reyna að gera á næsta ári er: klára íbúðina, klára masterinn, kíkja í heimsókn til KA og eitthvað ýmislegt annað skemmtó.....

Síðan er bubbi að fara til paragvæ í ár - mikið rosalega á ég eftir að sakna hans:/

kv.
Vikz

Viktoría posted at 13:36
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008