miðvikudagur, júní 13, 2007


Should I be afraid?
Ég fékk þetta sms í símann minn í dag

Ciesze sie kochanie ze wszytko sie udalo:) baaardzo:) zjadles juz sniadanie? kocham Cie, buzi.

Ég fékk þetta lauslega þýtt frá einum sem "jæja búin að borða morgunmat, gott að þú ert komin aftur og ert við góða heilsu, elskan. ég elska þig, bæ." hehe BARA fyndið annað hvort vitlaust númer eða ég á aðdáenda:)

Annars er var krít æðisleg...ég og Agnes skemmtum okkur konunglega, slöppuðum af á ströndinni, drukkum kokteila, fengum okkur tatto etc. - já ég er komin með tattoo......hehe neðst á bakið




Þetta er kínverskt tákn og þýðir victory;) - agnes fékk sér að sjálfsögðu líka!




Annars var Montréal ferðin mín bara disaster - missti af tengifluginu mínu frá new york vegna þess ég varð að bíða í meira en klukkutíma í vegabréfaeftirlitinu. Varð að gista á algjöru ghettó hóteli þar sem var enginn minibar og varð maður að kaupa sér kók í plastglasi á barnum. Síðan var svona blacklight inn á baði og allt frekar shabbý....sheiký stevens....síðan þegar ég loks komst til montreal voru bara nokkrir tímar eftir af vinnunni og svo versla. Daginn eftir kláruðum við í hádeginu og ég gerði mig klára til að fara heim EN nei, fékk þá sms að það væri búið að fresta fluginu frá kef-montreal þangað til um morguninn. Ég lét gaurana í lobbýinu tékka á tímanum sem ég ætti þá að fara (ég átti að fara 20:45) og þeir bara NEI það er búið að flýta fluginu til átta. Flýta fluginu hugsaði ég með mér - getur það verið - en rössaðist út á völl...nei þá var að sjálfsögðu búið að fresta fluginu til 8 um MORGUNINN!!!!! þannig þá varð ég aftur að gista á einhverju ghettó hóteli. Þetta varð til þess að ég missti af hárgreiðslunni og öllu ... og svo var það krít daginn eftir.....


Við agnes erum greinilega double blondes og báðar mjög vanar að ferðast til bandaríkjanna því við héldum að við myndum lenda um nóttina 9.júlí en NEI það var nóttin 10.júlí - þannig við misstum af opnunarhátíðinni og aftur missti ég af hárgreiðslu og öllu því.....alltaf að rescheduela....en í stað þess að fara í strípur á reyðó ákvað ég að gera það á krít og það tókst svona ljómandi vel upp!!!


Síðan er mar kominn heim á reyðó núna og work things byrjað aftur....fínt - nóg að gera að venju. Ég er að reyna að klára mini sumarverkefnið mitt í hí sem fyrst en það gengur illa að nenna að læra eftir vinnu...svona er þetta....


en já við agnes erum í mega átaki og þegar við erum búnar að ná takmarki okkar ætlum við að panta ferð til NEW YORK - yeah baby....alveg eins gott að nota flugpunktana og það að við fáum 2 nætur frítt í gistingu því við erum með saga gold kort - þetta þýðir að við getum verslað meira;)


En já hehe meiri ferðalög við agnes - ásamt fjölskyldum okkar og fleirum erum búin að bóka í dóminíska lýðveldið um jólin - SWEETNESS.... get ekki beðið.....


Annars hlakka ég bara geggjað til að fara í bryllup til sylvíu babý þar næstu helgi og ætli bærinn verði ekki málaður bleikur við það tilefni.


og svo námskeiðisferð til Millwaukee í júlí.....annars bara free as bird


og já sigrún ég ætla að reyna að kíkja til Karlsruhe líka - annað hvort í lok júlí eða seinnipart ágústs...við þurfum að fara að setja þetta niður:)


Jæja þetta er víst nóg í bili.......

Viktoría posted at 19:15
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008