miðvikudagur, nóvember 01, 2006
jahá langt síðan seinast
En já - ég er flutt heim og gerir aðrir betur ég er flutt á reyðarfjörð;) er að koma mér fyrir í bachelorette-padinu mínu í tungumel. Er búin að vera á fullu að mála og taka upp úr kössum. Ég einmitt kláraði að mála í gær, ég get svarið það, það fór máling út um allt...í hárið á mér, munninn, andlitið, augun, gleraugun, fötin mín, skóna....sko shitturinn...ég hef líka aldrei verið jafn þreytt á minni ævi eftir að ég kláraði þetta...en sem betur fer er það búið og núna er ég bara að bora sem óð væri og klára að setja saman húsgögn - það mikilvægasta er samt komið upp..hehe sjónvarpið og sófinn...geggt gaman! - líka ógó gaman að vera að taka upp úr töskunum sem ég sendi heim frá þýskalandi því það er svo mikið af fötum sem ég hef ekki verið lengi í og því er eins og ég sé nýbúin að kaupa mér fullt af dóti - aftur:Þ....ég fæ nú reyndar ekki að njóta þess mikið að vera heima þar sem ég verð bara næstu mánuði sennilega út í úglöndum að læra:Þ en þetta er bara fjör....geggt skemmtilegt fólk og topp náungar sem ég er að vinna með....
Já og síðan meira í fréttum, ég er búin að skipta yfir í hí og er ætla að fara að byrja á mastersverkefninu mínu þar sem fyrst en það verður í tengslum með vinnuna þannig ég næ að samnýta þetta - verð bara að segja það að hann páll jensson prófessor er geggjaðslega nice.....það er algjörlega hans að þakka að þetta reddaðist svona fljótt:)
Any ways ætlaði bara að byrja aftur að blogga...reyni sennilega að blogga meira sérstaklega þegar ég er úti...
see ya!
Viktoría posted at 11:00
.x.x.x.x.x.