fimmtudagur, nóvember 30, 2006


whobba.....
ómægosh er ég ekki að lúkka....ég verð að segja að svona protetive gear fer mér ótrúlega vel....
EN Já kæru lesendur...haldið þið að Victoriuville liðið hafi ekki unnið - já og vitið þið hvað liðið heitir...LES TIGRES...go tigers...það var rosalega gaman á leiknum ég fílaði mig eins og ég væri í oth það vantaði bara að einhver héti nathan scott og ég hefði getað rútað fyrir honum. Það var miklu meira slegist en ég bjóst við og sérstaklega í síðasta hlutanum þar sem það var alltaf verið að stoppa tíman til þess breika upp fighti og taka til eftir þá...einn var meira segja rifin úr öllu....þessi leikur var með leikmönnum frá 16-20...og mar fékk blaðsnepill með númerinu á þeim, nafni, aldri, þyngd og hæð....mjög hentugt til að tékka út gæja....allaveganna ég lít á markvörðinn og hugsa jahh þessi er nú bara svoldið sætur...kíki á aldurinn - 16 ára...- ég bara shitturinn;)...en já þetta var fjörugt....
Annars er það bara same old same old nema quebeck um helgina og svo skiptum við um hótel eftir helgi....my life is like SO exciting...hahahahahaha
Já og svo var ég að frétta það í gær að bubbi bró er á leiðinni til paragvæ í ár...aldrei að vita nema mar kíki til s-ameríku aftur til að tékka á honum....gæti farið í amazon í leiðinni eins og mig hefur dreymt um að gera...- vill kannski einhver vera mem...held að það sé hægt að kaupa svona vikuferð þarna, búa upp í tré og fara að veiða pýrenafiska og svona kúl shitt.....síðan gæti mar heimsótt hann og kannski kíkt aðeins til Buinos Aires...better yet, helgi í bunos aires, amazon og svo paragvæ.....who's in??
l8ter

Viktoría posted at 14:43
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, nóvember 28, 2006


victoriaville vs. shellwinagain
Jæja þá er mar komin til Trois Rivirés í Kanada, það er frekar kalt en enginn snjór kominn enn þá. Hér fer hitastigið samt alveg niður í mínus 30 stig þannig ég er búin að undirbúa mig ... kaupa loðmoonbúts og loðhúfu....dúnúlpan verður keypt seinna!!!
Ferðin gekk mjög vel hingað og ég er krúsandi á ghettóbílnum mínum eins og pró....
Já svo er ég er ekki að kidda ykkur...í kvöld er ég að fara á hokkíleik þar sem liðin frá victoria-ville og shell-win-again keppast.....byrjað á mexíkönskum og svo horft á leikinn...ég get ekki beðið....
Annars gengur bara rosalega vel hérna - allir óttalega vinalegir, hjálplegir og krúttlegir. Ég og có-arinn erum búin að versla og chilla og borða góðan mat og jú að sjálfsögðu vinna:) Hótelið er alveg svakalega rómantísk og mikið skreytt ... ég tek myndir af því og set inn seinna - því skreytingarnar eru ekkert grín ... þetta er svona christman vacation hotel - alveg ótrúlega jóló!!! - ég finn ekkert fyrir þessum neonljósum en cóarinn er með flóðljósin í glugganum hjá sér!!!

Síðan um helgina fórum við á geggjaðan sushi stað og svo fór ég í spa daginn eftir..sweetness....pantaði mér room service, fór í nudd, svo í jakúsý og svo í facial ..... heavy nice....

Síðan förum við næstu helgi til quebeck það ætti að vera stuð, það er amk mjög falleg borg og verður gaman að skoða hana aftur.

Já svo voru úglendingarnir hérna alveg svakalega ánæðir með harðfiskinn og hákarlinn sem ég kom með frá íslandi...hehe þeim fannst harðfiskurinn góður en hákarlinn sheiký....síðan var ég að hugsa um að gefa þeim smá brennó í kvöld;) Það verður ógeðslega gaman þegar þau koma til íslands í febrúar - þá ætlum við cóarinn að gefa þeim þorramat, lambakjöt og skyr...fara með þau á snjósleða, bláa lónið og jafnvel jökulsárslón....ef þau fara í borg óttans um helgina sem þau verða þá náttúrulega verður mar að sýna þeim down town og svo gullfoss og geysi....

jæja l8ter dudes!

Viktoría posted at 17:50
.x.x.x.x.x.

laugardagur, nóvember 18, 2006

25 ára...já þá er mar orðin hálffimmtug...pælið í því....þetta er samt í fyrsta skipti sem mér finnst ég vera orðin aðeins fullorðni því núna er ég í alvöru starfi, á bíl og íbúð ... allt að gerast:) usa ferðin mikla búin og tókst alveg afskaplega vel þrátt fyrir smá hiksta - en það er nú bara nauðsynlegt til að spice life up....Ég varð síðan 25 ára út í Seattle og sungu vinnufélagarnir fyrir mig 3 sinnum - æ þeir eru svo miklar rúsínur....Ég var samt mjög ánægð að þegar ég ætlaði að fjárfesta í fordrykk á afmælisdaginn þá var ég beðin um skilríki - samt smá vandræðalegt fyrir framan hina strákana hehe....
En já svo hélt ég upp á afmælið mitt í gær...þrusu stemming það var audda grímubúningar must...ég var Elizabeth Taylor og var ég búin að fjárfesta í alveg gordjös kjól fyrir tilefnið...en ég læt myndirnar tala sínu máli...

Restina af myndunum er hægt að sjá undir Photos 2....
Síðan er það bara Kanada á morgun...og ég kem ekki heim fyrr en 17.des og svo KANARÍ can't wait...pina colada, sunny weather and some salsa....
chao

Viktoría posted at 20:28
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, nóvember 05, 2006

litla fallega veðrið sem er búið að vera - fluginu mínu til USA sanselað og allt...þannig ég fer ekki fyrr en á morgun...bömmer!
Annars var geggt gaman í gær - hunda"árshátíð" og var þemað usa og kúrekar..geggjað stuð ég lærði línudans og alles....
Síðan læt ég nokkrar myndir fylgja af íbúðinni minni líka.... pís


Síðan var ég á mýrinni í kvöld - helvíti góð ræma!
set kannski fleiri myndir af íbúðinni þegar ég er búin að koma mér betur fyrir.....
schussness

Viktoría posted at 23:54
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

jahá langt síðan seinast
En já - ég er flutt heim og gerir aðrir betur ég er flutt á reyðarfjörð;) er að koma mér fyrir í bachelorette-padinu mínu í tungumel. Er búin að vera á fullu að mála og taka upp úr kössum. Ég einmitt kláraði að mála í gær, ég get svarið það, það fór máling út um allt...í hárið á mér, munninn, andlitið, augun, gleraugun, fötin mín, skóna....sko shitturinn...ég hef líka aldrei verið jafn þreytt á minni ævi eftir að ég kláraði þetta...en sem betur fer er það búið og núna er ég bara að bora sem óð væri og klára að setja saman húsgögn - það mikilvægasta er samt komið upp..hehe sjónvarpið og sófinn...geggt gaman! - líka ógó gaman að vera að taka upp úr töskunum sem ég sendi heim frá þýskalandi því það er svo mikið af fötum sem ég hef ekki verið lengi í og því er eins og ég sé nýbúin að kaupa mér fullt af dóti - aftur:Þ....ég fæ nú reyndar ekki að njóta þess mikið að vera heima þar sem ég verð bara næstu mánuði sennilega út í úglöndum að læra:Þ en þetta er bara fjör....geggt skemmtilegt fólk og topp náungar sem ég er að vinna með....
Já og síðan meira í fréttum, ég er búin að skipta yfir í hí og er ætla að fara að byrja á mastersverkefninu mínu þar sem fyrst en það verður í tengslum með vinnuna þannig ég næ að samnýta þetta - verð bara að segja það að hann páll jensson prófessor er geggjaðslega nice.....það er algjörlega hans að þakka að þetta reddaðist svona fljótt:)
Any ways ætlaði bara að byrja aftur að blogga...reyni sennilega að blogga meira sérstaklega þegar ég er úti...
see ya!

Viktoría posted at 11:00
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008