sunnudagur, ágúst 20, 2006

próf og heimsóknir...
jæja þá eru frænkurnar komnar og eru að fara á morgun...við erum búnar að fara út um allt og bara geggjað stuð.
Við byrjuðum á því að fara á MINI-bös í europapark þar sem við görguðum af okkur rassinn í silverstar og fleiri tækjum - geggjað stuð....síðan lá leiðin til ítalíu. Við byrjuðum á Innsbruck í austurríki en náðum að villast all svakalega þangað þar sem við héldum allan tíman að við værum ekki að fara að keyra í gegnum münchen og forðuðumst því allar leiðir sem bentu á það - komumst síðan af því þegar við vorum búnar að reyna að komast út úr Stuttgart í 1 1/2 tíma og svo komnar til Tübigen að það var sem sagt rétt...en við komumst á leiðarenda að lokum - sáum gullna þakið og svona voða fínt. Síðan keyrðum við til Verona - frekar sjabbý borg - sáum arenað á hlaupum og skelltum okkur í sundlaugagarð í hitanum....Daginn eftir voru feneyjar..og vá æðislegt place en ógó dýrt að vera þarna, við tókum gondólaferð og versluðum grímur - the basic things...Síðan var röschað til Flórens - og mæ óhh mæ þvílík fegurð í einni borg...mig langar að fara aftur þangað og vera amk í viku - skoða öll söfnin og alles...mar sá samt davíð karlinn og náttlega kirkjurnar og svona..svaka fancý....Síðan var rössað til Pisa þar sem við sáum skakka turninn...

Eftir það fórum við til parma og gistum þar í svona bed&brekfast hjá sætustu ítölsku mömmu EVER...æðisleg fjölskylda og humongus hús....eftir það rössuðum við heim í gegnum sviss - 10 tímar takk fyrir og síðasti tíminn var í niðamyrkri, þoku og grenjandi rigningu - ég verð að segja að þetta ferðalag tókst alveg ótrúlega vel - sérstaklega í ljósi þess að við vorum með eina 10 mánaða, einn sex ára og eina 14 ára!!! og við keyrðum eins og kreisý persöns...ohh þetta var svo mikið æði..takk fyrir ferðalagið skvísur....
Jæja síðan komum við heim og þær eru búnar að vera að versla meðan ég var að læra - því það er náttlega próf á tuesday!!! og síðan bara eru þær að fara á morgun - vá hvað það verður kreisý rólegt en lísa kemur náttlega á tuesday líka!

En allaveganna þegar við vorum á leið út í kvöldmat þá sé ég eitthvað svona komótion á horninu mínu...lít við og sé þar einhverja menn og huges bíl og löggur...nema það að ég sé að einn gaurinn heldur á hjóli og ég bara - bíddu er þetta ekki hjólið mitt...jú jú þetta var hjólið mitt með lásnum á og öllu - gaurinn var að fara að stöffa því upp í bíl sem sagt stela því - undir því yfirskinni að hann hafi haldið að það væri rusl sem mætti taka - þ.e. einu sinni á sex vikna fresti eru svona dagar þar sem mar setur út gamalt drasl sem aðrir mega eiga og það sem er ekki tekið er hent...og bíræfnir þeir ætluðu að stela hjólinu mínu með þessari afsökun.
ALLAVEGANNA... ég strunsaði að gaurnum náði í hjólið mitt og fór til baka...löggan bara WHAT og kom og talaði við mig...og svo voru þeir teknir á stöðina...það er nefnilega svo erfitt að sansa þessa gaura því enginn veit hvort þessi hjól eru stolin eða ekki....
Já og svo BIG NEWS: haldiði að ég fái ekki hvolp vonandi í nóvember....jíha kara is preggí....
Viktoría posted at 21:50
.x.x.x.x.x.