föstudagur, mars 17, 2006
Á morgun er ég að fara á óperuna La Bohem e. Puccini...ég er mjög spennt fyrir þessu stykki .. búin að vera að hlusta á óperuna og bara hlakka mjög til.
Ég er nú þegar búin að sjá Madame Butterfly og Toscu sem eru hans verk líka. Toscu sá ég í de kongelige teater í kaupmannahöfn og þar var þetta ekkert smá flott, frábærir söngvarar og allt geðveikt vel sett upp. Ég sat líka á mjög góðum stað þannig þessi ópera er í smá uppáhaldi hjá mér, þessi ópera er samt ekki fyrir alla þar sem hún er svona í dramantískari kantinum.
Ég fór síðan á madame Butterfly hérna í karlsruhe og var ekki alveg nógu ánægð með uppsetninguna á verkinu og ekki karlsöngvarann þannig ég held að ég verði að gefa þessari óperu annan séns.
Ég hef líka séð brúðkaup fígarós og Töfraflautuna eftir Mozart...bæði mjög skemmtileg verk. Ég mæli sérstaklega með töfraflautunni fyrir byrjendur ... næturdrottningin er kreisý kúl!!!!
Mig langar svo að sjá Carmen (Bizet) og Aidu (Verdi)(ég sá Aidu þegar ég var lítil og mig langar mikið að sjá hana aftur)....vonandi verður það sett upp bráðlega þó ég efist um það - því ég held að það séu svo dýr verk:Þ
schussness
ps... kem heim eftir viku ef allt gengur upp;)
Viktoría posted at 14:34
.x.x.x.x.x.