laugardagur, janúar 28, 2006

Í rauninni er alveg fáránlegt hvað ísland er lítið - ég hef oft vel því fyrir mér hvað stelpurnar í sex and the city myndu gera í reykjavík þar sem þær eru alltaf að kvarta yfir því hvað Manhattan sé lítil:Þ

Viktoría posted at 17:39
.x.x.x.x.x.

föstudagur, janúar 27, 2006

SHisss the kreisýness
þessi vika er nú alveg búin að vera pökkuð....nýja átaksvikan byrjaði ok er actually búin að fara tvisvar sinnum í ræktina....hehe hef ekki farið í meira en mánuð!!! en svona verð aðeins að kötta back í kandýinu ef eitthvað á að fara að gerast.
Síðan er mar búin að vera að læra enda styttist þvílíkt í próf og ekki annað hægt að segja að mar sé farin að verða ögn hræddur...í fyrsta lagi frumlesa efni á þýsku fyrir próf og síðan læra það utanbókar og svo eftir það þurfa að svara á þýsku...já þetta verður ekki létt - enda hef ég ákveðið að slaufa þorrablótinu sem verður í stuttgart 17.feb því mér finnst það einfaldlega of stutt í prófin.
Síðan er þetta helvítis DSH, næsta miðvikudag erum við sigrún að fara í málfræðiprófshlutann....skemmtó þar sem við kunnum núna ekki neitt....þetta er ekkert í líkindu við það sem var að gera heldur svona 100 sinnum flóknara og mar er bara ehhh - asíufólkið kann sko málfræðina 100% en getur varla ropað út úr sér hvernig það er sagt...æ er mar farinn að verða bitur ?????
Síðan næsta mánudag flyt ég fyrirlestur um "Die Gründung der Stadt Karlsruhe" fyrir geðveiku konuna - Diego sem er proffinn í bekknum og búinn að taka DSH einu sinni var með fyrirlestur um svipað efni seinasta þri og svaraði spurningum í 20 mín (við eigum að vera 5 mín) og fór á bóksafnið - leigði bækur og lá yfir þessu í jólafríinu....ég gerði minn fyrirlestur yfir helgi - um jólin hefði hann ekki getað verið fjarri frá mér...þannig ég get rétt svo ímyndað mér hvernig þetta endar....
En þar sem mar er að fara á UNI-fest á laugardaginn er ég að hugsa um að vera heima í kvöld og læra....skemmtó.....en UNI fest er svona huge partý í mötuneytinu hérna...fullt af hljómsveitum o.s.frv.
Síðan vil ég þakka hafrúnu fyrir geggjaðan saumó í gær - shitt só good food!!!!!
og já heidi klum er byrjuð með germany's next top model...þetta lofar góðu verð ég að segja....
en jæja
bæjó

Viktoría posted at 10:57
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, janúar 22, 2006

jæja
þá er enn ein helgin liðin með viðeigandi rugli og vitleysu....
Ég endaði laugardaginn og kvöldið á því að vera að klippa vídjó frá því ég var í partý með sólveigu og co...en ég er líka nokkuð ánægð með afraksturinn.....svo núna er ég búin að henda inn fullt af spólum sem ég á eftir að klippa....en shitt þó þetta sé gaman tekur þetta fáránlegan tíma:Þ
Ný vika býður m.a. upp á 4 þýskutíma, 2 hjá kreisýgellunni og 2 hjá skemmtilegu. Fullt af lærdóm, skila verkefni, læra þýsku, saumó, og deutschlands next top model sem ég er frekar spennt fyrir...Enn fremur býður ný vika upp á nýja átaksviku - sem átti að byrja fyrir 3 vikum...alltaf gaman af því...aldrei að vita nema mar bregði svo undir sé betri fótinn og fari út á lífið á fimmtudag eða föstudag...
ohh well
bis später

Viktoría posted at 22:07
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, janúar 19, 2006

Essen
Þeir sem þekkja mig vita að ég er heimsins versti kokkur - z.B. þá ætlaði ég að baka betty crocker köku sem ætti að vera foolproof ABER ég gleymdi vatninu...hvernig er hægt að gleyma vatninu????
Allavegana núna var ég að versla fyrir helgina.....það sem ég verslaði var:
4*Toffefee
3*frostnar pizzur
4*instant kínaréttir
4*diet kók
1*mjólk
1*korflex
1*hvítvín
og þetta er ég búin að vera að versla fyrir flestar helgarnar hér - æ know - sad en svona er þetta...
Annars eru 5 af íslenska hópnum að fara í skíðaferð yfir helgina...þess vegna ákvað gummi að bjóða mér og guillo í mat í skápinn sinn....þar sem guillo og gummi eru annálaðir við rugl þá býst ég ekki við neinu minna...
Orðið á götunni er reyndar að við gummi munum læra ýmislegt í kvöld s.s. PASSION, spegladansinn og hvernig á að nota guillo sem beitu....þannig þetta ætti að vera fróðlegt...Stefnan er auðvitað tekin á Agustea og aldrei að vita nema mar muni dansa salsa:Þ
bis später

Viktoría posted at 12:25
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, janúar 11, 2006

þegar ég er að skrifa eitthvað á þýsku með hjálp orðabókarinnar...þá sé ég mig alltaf í anda vera eins og joey í friends þegar hann var að skrifa ættleiðingarbréfið með hjálp samheitaorðabókar - ekkert passaði inn í.....það versta er með þýskuna mar fær svona 20 orð þegar maður er að leita af einhverju einu og maður hefur ekki hugmynd um hvað er best í samhengið:Þ
annars fór ég í þetta munnlega próf sem ég átti að fara í og nei nei þá hafði vinurinn bara gleymt mér og greinilega ekki undirbúið neinar spurningar - þannig hann sagði við mig "það er nú svo leiðinlegt að fara í svona munnleg próf - viltu ekki skila verkefni í staðinn" þannig ég þarf núna að gera verkefni - sem er svona 1000 sinnum verra vegna þess að ég geti eigi ritað á þýsku - en þetta æfir mann víst.
Svo er náttúrulega þýskukennslugellan góing kreisý - ég get svarið það þegar hún talar við mig þá heyri ég suð - ég get ekki einbeitt mér að hlusta á hana.
Það er líka svo súrt að eyða meiri tíma í þessa þýskutíma heldur en verkfræðinámið - oh well....

Viktoría posted at 11:50
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, janúar 08, 2006

Jæja þá er maður komin aftur til germaníu.....ekkert nema gott um það að segja - ferðalagið gekk vel þrátt fyrir nokkura seinkun og þurfa að skipta um lestar og svona sem er nb EKKI gaman þegar maður er einn með helling af töskum. Það er nú aðeins bjartara hér heldur en heima og ekki rok og rigning...en það er samt enn déskoti kalt. Herbergið mitt hefur ekki verið hitað núna í rúman mánuð og það tekur ofninn (sem hleður sig aðeins á kvöldin til að spara pening) 2 daga að hitna - þannig ég er í fancý flíssloppnum mínum og með litla hitarann á fullu - er jafnvel að hugsa um að nota hárblásarann líka ef það fer út í hart...já það er gjörsamlega eins og í fyrstikistu hérna inni...sem er ekki gott fyrir mig því eftir að ég kom heim frá kanarí er ég búin að vera lasin....en það sem drepur mann ekki:Þ
annars eru boring tímar framundan - próf, próf, próf og verkefni....shisss.....
Er einmitt að fara í munnlegt próf á þýsku - whúlpí - ég sem get varla pantað mér pulsu á þýsku:Þ sjáum hvernig það gengur, hafrún ætlar að kócha mig fyrir þetta.
já props dagsins fá hafrún og jón geir fyrir að bjóða mér í mat í kvöld - þakið upp!!!

Viktoría posted at 16:28
.x.x.x.x.x.

fimmtudagur, janúar 05, 2006





You Are Rum



You're the life of the party, and a total flirt
You are also pretty picky about what you drink
Only the finest labels and best mixed cocktails will do
Except if you're dieting - then it's Diet Coke and Bicardi all the way


HAHA

Viktoría posted at 18:56
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, janúar 04, 2006

jó jó
þá er mar komin heim frá grand canari...þar sem lífið einkenndist af sól og sumaryl, kokteilum á sundlaugarbakkanum og almennum ljúflegsheitum....Kanaríferðin var geðveik og fór fram úr öllum mínum vonum. Hótelið var fínt og vel staðsett...við vorum í írska hverfinu og voru svona 10 írskir pöbbar fyrir framan hótelið - og náttlega frábær tilboð á barnum þar sem það var svo mikil samkeppni....Alltaf happy hour og svo fylgdi kokteill og staup líka með....mar kíkti nokkrum sinnum á djammið og var bara geggjuð stemming - mætti segja að við hefðum lyft þakinu upp.
Síðan skelltum við okkur til Gambíu í Afríku og var það meiriháttar líka - mamma og pabbi voru vinsælasta parið í einu þorpinu þegar þau fjárfestu í tveimur 30 kg styttum (einum veiðimanni og einum nashyrning) sem við urðum síðan að rogast með út um allt, fyrst út um alla gambíu, svo til kanarí og svo heim - það var BARA fyndið.
En já allaveganna þetta var frábær ferð í alla staði og yndislegt að vera þarna um jólin!
Jæja smá áramótauppgjör.
Hvað stóð upp úr á árinu:
1. Heimsreisan án efa sem heppnaðist þvílíkt vel og geðveikt gaman að sjá allt
2. Flytja til Þýskalands - alltaf gaman að prófa að búa annars staðar, kynnast nýju fólki og læra nýja hluti.
3. Kanarí - Geggjað stuð að vera í sólinni yfir jólin og vera með fjölskyldunni
5. 2 nýjar frænkur í fjölskylduna, alveg yndisleg viðbót
Vonbrigði ársins:
1. Skuldir, Skuldir og aftur Skuldir...já mar neyðist víst til að borga á endanum
2. Hvað þýskan kemur ógeðslega hægt
3. Að við höfum þurft að taka DSH prófið

Síðan er bara að vona að nýja árið verði jafn gott og það gamla:)

Já annars er ég bara að fara út 8.jan og við tekur próf 10.jan...skemmtó....En skemmtilegt að segja frá því að mamma og pabbi eru búin að kaupa handa mér farseðil heim og ætla að bjóða mér heim þann 24.mars og verð ég hérna á klakanum í mánuð - öllum sem geta reddað mér vinnu plís láta mig vita því það er ömó að hafa ekkert að gera í mánuð!!!
En jæja ég læt þetta nægja í bili
kv.
Viks

Viktoría posted at 13:19
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008