miðvikudagur, nóvember 16, 2005
jæja - þá er zjellingin orðin ári eldri!!!!
smá uppgör:
hvað er eins????
ég er enn á lausu
nota sömu stærð af fötum og skóm
ég er enn hálf ljóshærð
ég er enn í skóla
en það sem er búið að breytast að ég er flutt til þýskalands í óákveðinn tíma og þar með farinn að búa ein....ég fór náttlega í heimsreisu sem var mega, ég kláraði bs í iðnaðarverkfræði, litaði mig dökkhærða og klippti mig stutt....
þetta er svona highlight af árinu....held ég
annars er bara nóg að gera í skólanum - þýskan gengur ekki nærri því jafn hratt eins og ég vonaði - en þá neyðist maður bara til að læra meira ... ekki satt? no pain no gain eins og einhver frægur sagði....en það er frekar fáránlegt að fatta ekki þegar það er verið að hlæja af manni né að geta ekki tekið þátt í neinum samræðum....það er svoldið mikið frústrerandi!
en já svo kemur maður heim 16.des (lítill fugl hvíslaði að mér að það yrði perludjamm það kvöld) og dagarnir eru víst strax farnir að fyllast hjá mér hehehhehehe jihhh ég er svo popúlar.... þannig ef að einhver vill hitta á mig þá verð ég á landinu frá 16-20 des og svo 3-8 janúar....
já og ... gleymdi að minnast á það að guðný bí kom í heimsókn til okkar og var rosalega gaman að fá hana og þá fórum við stelpurnar (ég inclúda gumma í stelpunum:Þ) í europapark og í lengsta rússípana evrópu - shitt það var geggjað í honum!
já og seinustu helgi var haustgangan - massíf ganga og voru vinir hans gumma sem voru hér í heimsókn skemmtileg viðbót við fasta íslenska gengið. Við fórum í vínsmkökkun og læti - endaði síðan á krókó í brjúlet dansi...og já ég tók sambuka og kveikti í ...þá getur maður krossað það af listanum....
jæja verð víst að fara að læra
bis später
viks
já eitt enn - þáttaspennan mín er eftirfarandi:
1. Greys anatomy - kossarnir og samböndin eru rosaleg
2. Prison Break (nýir þættir - geggjaðir hottnessar og geggjuð spenna)
3. Lost - .... fer ekki að koma önnur saga af saíd?
4. íslenski bachelorinn - ég hélt með helgu - nú írisi
5. Desperat housewives....nýji nágrannastrákurinn er hot
6. The oc - þeir eru samt að missa sig....en vondi deaninn er amk farinn
7. My name is Earl - hillarious þættir
9. Everybody hates Chris - líka mjög fyndnir þættir
Síðan ætla ég að tékka á numbers, medium og cold case.....
já og svo ætlar kjartan roomate að húkka mér upp með star trek voyager síðustu seríunni - þannig ég fæ eftir öll þessi ár að sjá hvort captain janeway komist heim með crew-ið sitt....zzzzz
já og shitturinn hvað það er farið að verða kalt hér - veturinn kikkaði aldeilis inn og það tekur ofninn minn 2 daga að hitna - enda sit ég hérna kappklædd og með tvö teppi á mér til þess að geta lesið eitthvað.....
l8ter
Viktoría posted at 12:02
.x.x.x.x.x.