sunnudagur, ágúst 14, 2005
vóness...í gær var geggjaður dagur ....
við stelpurnar í saumavélinni ásamt ísafjarðargellum vorum að gæsa Dóru í gærdag. Þetta byrjaði á því að dóra var sett í flugvél sem flaug með hana til okkar og svo var hún sótt af slökkviliðinu þar sem þeir sprelluðu aðeins með hana - það var hillarious þegar þeir settu hana í reykgallann og teymdu hana síðan út um allt...frábærir gæjar og voru bara algjörir snillingar!
Eftir það fórum við í brunch í nauthólsvíkina en við vorum svo heppnar að við fengum yndislegt veður...eftir að hafa skálað, sungið og borða jarðaber hófst - ratleikur/amazing race aldarinnar....Gréta og Sylvía skipulögðu þetta og þvílíkt og annað eins...þetta var án efa skemmtilegasti ratleikur sem ég hef farið í. Byrjað var að fara í keppni til þess að vinna stafi sem síðan átti að mynda orð sem var vísbending. Okkar lið vann fyrst og var vísbendingin Bibba...við vissum ekkert hvað það var fyrr en við fengum vísbendinguna Bibba á brávallargötunni - þá fórum við þangað og fengum aðra vísbendingu. Þá fórum við niður á höfn og þurfum að tefla við páfan, syngja fyrir sjóman, spá fyrir vegfarendum og kveðast á - við þurftum líka að taka mynd af öllu til þess að fá næstu vísbendingu. Ég fékk það hlutverk að spá fyrir konum og að sjálfsögðu var allt rétt sem ég sagði:Þ eftir þetta fengum við næstu vísbendingu og það var að fara niður í kolaport og selja djús - task ala donald trump í apprentice - þ.e. við fengum djúsþykkni sem við áttum að selja og reyna að ná sem mestum hagnaði - sem við áttum svo að nota í næstu þraut. Jæja við náðum að selja djúsþykknin en okkar hópur seldi sig nokku ódýrt - seldum djúsþykknisstaup óblandað á 10 kr stykkið - en við náðum takmarkinu að selja 10 staup....frábært fólk sem er í kolaportinu...Jæja næsta task átti svo að breyta einni í hópnum ala extreme makeover en þar sem við höfðum lítið budget höfðum við úr litlu að moða - en náðum þó með hjálp að breyta einni okkar í silvíu nótt wannabe...Jæja eftir þetta var hlupið út þar sem humarhúsið var - þar urðum við að finna lag - ala það var lagið með hemma gumm - sem passaði við þrjár af fimm myndum...við sungum whitney lagið I wanna dance with somebody! og ekki nóg með að við urðum að syngja það fyrir stelpurnar urðum við að hafa 10 áhorfendur þannig við hlupum út að tjörn og sungum fyrir fólkið og að sjálfsögðu tókum mynd - já það var mikið hlegið. Eftir að hafa náð þeirri vísbendingu var sprett niður í hljómskálagarð þar sem final taksið var og þar gat maður - ala amzing race - valið um tvennt..-öruggt en hægt eða óöruggt og hratt...náttúrulega völdum við seinni kostinn en þá áttum við að setja egg lengst upp í klifurdótið og svo ná í það án þess að nota hendur. Ég og mitt snarræði og stóri munur redduðum þessu. Guðný settið eggið upp og ég náði í það með því að hafa það í munninum - það hefði verið sheiký ef það hefði brotnað en ég var til í að taka one for the team. Með þessu urðum við fyrstar í mark!!!!! whúbbý.... þvílíkt gaman....
innskot - eru breikgæjar málið - hvar heldur sú tegund sig?
Eftir þetta var farið í breik og þar sá ég án efa flottasta body ever á gaur....
Sko hann er svona eins og drauma gæinn - týpan er long and lean.....hann var sum sé frekar hávaxinn - ekki of hávaxinn.... frekar mjór en massíft skorinn...shitturinn ég gat ekki hætt að horfa á vöðvana á honum....og svo var hann náttlega með killer múv og þvílíkan rythma...sko ég held að hann hafi verið yfir tvítugu en stelpurnar héldu að hann væri yngri (mar er orðinn svo óld) - æ mér er slétt sama - he was hott og ég er nokkuð viss um að hann hafi verið kominn með bílpróf en það er í lagi að miða við það!!! En breikið var geggjað þó svo að ég hafi ekki alveg verið að massa múvið - en ég skal ná snúningnum og freezinu - ég mun æfa mig!
Jæja eftir breikið var farið í sund og massað pottinn og rennibrautina - svaka stuð.
Svo var farið í sumarbústað þar sem var grillað, sungið, hlegið, kjaftað o.s.frv.
Allt í allt frábær dagur og frábærar stelpur ......
Viktoría posted at 09:16
.x.x.x.x.x.