mánudagur, janúar 17, 2005
Fimm dagar í helvíti....
síðustu dagar hafa verið geðveiki..hundurinn sem ég var að passa, slapp og var búið að leita af honum í fimm daga (sporhundar og alles og svona 20 manns í einu þegar mest stóð) en hann vildi ekki láta finna sig - vinurinn hljóp bara í burtu hress á því...en í gær kom hann bara heim eins og ekkert væri....við búin að hafa mongó áhyggjur plús ég hef ekkert getað gert í ferðinni út af þessu!!!!! þannig núna er smá panic í gangi en ég held að þetta massist....
Síðan var líka smá panic með ferðina á laugardagskvöldið þegar sigrún hringdi í mig í sjokki og sagði að við hefðum verið afbókaðar í ameríkuflugið.....ég reyni að hringja í vicky og ekkert gengur - tékka á britishairways til að athuga hvort við eigum ekki örugglega miða til argentínu á miðvikudaginn - jú jú það stóðst...svo talaði ég við vicky í gær og þá var eitt flugið felt niður þannig við urðum að fara með öðru.....þannig það er allt í gúddí.....
þannig núna er bara allt á fullu spani að klára allt og útrétta fyrir miðvikudaginn....hugsa sér það eru aðeins tvær nætur eftir....
já og síðan var saumó í gær - mjög gaman að hitta stelpurnar.....
já og síðan er ég búin að horfa á meet the fuckers...hahahah hún er snilld....
og lost 13 þátturinn - þvílík spenna - vá það er óþolandi að geta ekki rætt um þáttinn við aðra....og síðan er ég búin að fá nýjasta oc en verst með one tree hill - fallega endaði ýkt spennó og næsti þáttur 25.jan....ég á eftir að liggja fyrir framan kassann þegar ég kem heim frá heimsreisunni:)
Já og annað ég er búin með alla kúrsa og alles þannig ég mun útskrifast þann 26.júni með bs í iðnaðarverkfræði:)....
Viktoría posted at 07:27
.x.x.x.x.x.