þriðjudagur, september 28, 2004

hehehe ég gleymdi að minnast á það að ég datt í það að horfa á ryder cup keppnina í golfi - og var meira segja mjög spennt...yfirmaðurinn minn var svo sætur að segja mér hvernig þetta fór fram, hverjir voru hvað og hvað var að gerast og það var bara (ég bjóst ALDREI við að segja þetta) áhugavert og spennandi að glápa á þetta....þannig golf er ekki glatað kannski að mar læri það við tækifæri....

Viktoría posted at 23:41
.x.x.x.x.x.

wicked game
míns er í akkúrat þannig skapi, hlustandi á létt og lesandi bók eftir önnu valdimars....ætla að reyna að klára hana svo ég geti byrjað á brian tracy bókinni - fínt að lesa hana fyrir gæðastjórnun - og já svo eru það víst námsbækurnar:Þ
ég var að enda við að horfa á kjánamyndirnar hot chick og eurotrip og voru þær ágætisræmur...á morgun ætla ég síðan að taka win a date with ted hamilton skunda til kristjönu og sjá small feicið, það er búið að vera of langt síðan....
en þetta lag (wicked game) er snilld, manni langar mest að vera hlaupandi í sandinum á phuket að næturlagi og...ahhh ég get ekki beðið eftir að komast út aftur....þetta var ólýsanlegt að vera þarna - nætursundið var best í heimi...ég elska sjóinn.....

Viktoría posted at 23:10
.x.x.x.x.x.

Shizzle mæ Nizzle
hvað það er vangefið kalt úti - eins og veðrið er nú yndislega fallegt - bara full moon og everything að þá myndi ég gefa vinstri hendina til að hafa heitt bak til að stinga hægri hendinni minni inn á :Þ mæli ekki með þessu - ég kem prepared fyrir þetta á morgun það er á hreinu...bæti við auka flíspeysu, húfu undir hina húfuna og tvennum hönskum MINIMUM...
kv. Viks sem er ánægð með lífið og tilveruna, vinnuna, skólan, vinina - the whole lot....það eina sem mætti bæta væri aukin agi í ræktina og að hún Vicky ástin myndi hætta í sýrunni og senda okkur dísent tilboð sem við gætum samþykkt og haldið áfram að skipuleggja ferðina.....
síðan er ég til í góða spólu bráðum - ég held ég láti verða að því að horfa á 21 grams bráðlega(er búin að eiga hana allof lengi án þess að glápa á hana, þetta á víst að vera ágætis ræma), mig langar líka geðveikt að sjáj *blush* win a date with Ted Hamilton.is my respect gone?..alice in wonderland er náttlega flutt næstum til mín þannig hún gæti verið game.....síðan veit ég nú ekki betur en mér hafi verið boðið í the múvís á princess diarys 2, can't wait Valzy bring those tickets to me..jepp ég er fan slæmra mynda..já og lísa - össs hvenær er cry me a river sessionið sem átti að vera fyrir löngu - zha notebook......
jæja ég ætla að demba mér í kuldan aftur....sí jú fós og bara klukkutímmi eftir og ég er SVO spræk enn þá what is happening.....Já og EKKI GLEYMA - L WORD á morgun.....
núna er ég í alvörunni farin:Þ
x gonna give it to ya....akkúru í fjandanum er ég með þetta lag á heilanum - ok ég spræk en er greinilega orðin steikt:Þ
Hurru já ekki má gleyma mental note: hittingur á fimmtudaginn með ÁS
já og ps. lufsu kindin í þröngu buxunum er pulsa!
Já og gleymdi ég að segja ykkur blómið sem ég keypti fyrir viku er að deyja samt er ég búin að reyna að vera að vökva það, og ég held að þetta sé annað hvort of mikil sól eða of lítið sól - meikar það sense....æ við vitum öll hvað þetta þýðir - fyrir utan það að lísa hafði rétt fyrir sér þegar hún hló af mér þegar ég sagðist ákveðin ætla að fara í blómaval, kaupa mér blóm og halda því á lífi...god þetta var SVO fyrirsjáanlegt.....
Og fyndnast í heimi: 70 mín þegar var verið að dáleiða audda....Ég gjörsamlega missti allan þokka og öskraði, grét og stappaði niður löppum af hlátri, sérstaklega þegar hann var strippari og síðan þegar stóllinn var loverinn hans (ég hélt að hann myndi fá það í stólinn).....mar á eftir að sakna þeirra þegar þeir hætta, þeir eru svo miklir kjánar og pétur er náttlega mesta krútt ever.....
well pís át fós......og þetta átti að vera stutt blogg!!!!!

Viktoría posted at 04:57
.x.x.x.x.x.

XXX
Ég átti mjög áhugavert kvöld í kvöld - eitthvað sem ég bjóst ekki við :Þ
já en tékkaði einhver á þrennunni á skjá einum í gær....oth, sörvævor og csi....snilld algjör snilld....er núna að horfa á ömurlegustu mynd sem hefur verið gerð....joy ride...takiði við því ég er að hugsa um að skipta yfir í Euro Trip...en já núna eru bara 21/2 tími þangað til ég fer heim í mitt ljúflingsrúm.....sweetness....

Viktoría posted at 03:23
.x.x.x.x.x.

mánudagur, september 27, 2004

Vicky Johnson, travel agent
yes skvísan hún Vicky er að reyna að massa ferðina okkar en alltaf virðast vera einhver vandamál þannig við getum ekki bókað en við erum núna að reyna að klára alla glitcha svo við getum farið að ljúka þessu!!!!!!á meðan er ég á refresh takkanum og bíð eftir að hún svari mér....ég vil fara að kaupa miðann!!!!!!!!en áætlaðri brottför hefur verið flýtt um tvo daga...við leggjum af stað á sunnudeginum 16.jan til london og sem þýðir að ég þarf að leggja af stað 15. jan.....jíha
kv.
Viks

Viktoría posted at 15:38
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, september 26, 2004

sweet sixteen
bróðir minn á afmæli í dag, hann er sextán ára drengurinn og við fögnuðum deginum með því að fara út í bakarí fyrir hann, hann fagnaði því með því að vera viðbjóðslega þunnur og æla út allt baðherbergið mitt....fallegi drengurinn...reyndar var það mér að kenna ég ráðlagði honum þynnkuþrennuna mína a) borða b) drekka c) verkjatafla og í kjölfarið af því leggja sig...it didn't work..aparantly er hann byrjaður á veiðum og gengur víst ágætlega....hann var einmitt í bekkjarpartý í gær (hehehehe hver man ekki eftir 3-H partýinum...þau urðu nú oft ansi skemmtileg - man mjög vel eftir einu insidenti (erla u know what I mean) í partýi hjá gísla eftir aðeins of mörg tekíla skot:Þ) þannig ég öfunda hann ekkert smá að vera að fara að upplifa svona skemmtilega tíma - dem hvað er að mér ég er viðbjóðslega væmin.....
Já og það er fyndið að ég var að vinna með honum og mömmu við talningu í lyf og heilsu (mar verður víst að hjálpa zjellingunni) og konurnar héldu að ég væri kærastan hans.....ok ég veit að ég er ekki lík mömmu og bróðir minn er stór en COME ON hann er sextán!!!!!!

Viktoría posted at 13:19
.x.x.x.x.x.

....blast from the past....já svona er þetta
Já míns var eiturhress í gær (ekki svo mjög núna, samt ekki eins slæm og sólveig) fór og kíkti á gamla liðið í perlunni..mér finnst ég alltaf vera bara átján þegar ég hitti þá..en það var hressandi....fyrst var mér boðið í dinner til sólveigu og óla, eftir það var haldið á þjóðleikhúskjallarann (yes I know I thought that too) staðurinn hefur ekki verið eins líflegur ja síðan mar fór þar síðast til að hitta kokkana frægu:Þ áfengið var fljótandi og var mar orðinn skuggalega skemmtileg kl. svona 22 enda búin að stúta kampavíni, hálfri hot and sweet, malibúi, bjór o.s.frv. o.s.frv. ....jæja en síðan kíktum við á hverfis en þar var tja slöpp stemming fannst mér amk þekkti fáa og bara ekkert sérstök tónlist..hitti samt hrokafulla flugmanninn og var það stuð.....við fórum aftur á kjallarann eftir þetta og þá var bara enn líf á gamla staðnum (já hérna) og þar hitti mar enn fleira af skemmtilegur fólki en sólveig var orðin of skemmtileg þannig við óli drusluðum henni heim og ég fékk að krassa hjá þeim, þetta var premature að fara heim en ég varð víst að fara með rædinu mínu....ég sofnaði síðan mjög skemmtilega í öllum fötunum eftir hörð átök við að reyna að komast úr skónum mínum, I am talking about ten minutes man!....en í heildina litið var þetta mjög ánægjulegt kvöld og gaman að hitta alla....iss mar er bara orðinn væmin á þessum síðustu og verstu dögum.....já og ég setti inn einhverjar egó myndir af mér og sólveigu frá því í gær.....ég gleymi nefnilega alltaf myndavélinni og þegar ég fatta það eru við sólveig vanalega myndaefnið:Þ
Núna er ég búin að fara í sturtu, borða og taka inn verkjatöflu og ætla ég að reyna að sofna aftur svo ég geti barist við hagverkfræðidæmi á eftir....
Já og svo gleymdi ég að segja ykkur ... ég rokka á skautum.....við kíktum í skautahöllina ég guðnýb og sigrúnkr og það var ekkert smá hressandi, ég náði snúning og öllu - við vorum reyndar aldursforsetar but who really gives a shit....já og reyndar vorum við áreittar af 10 ára guttum á hokkískautum sem stunduðu það að reyna að klessa á okkur en það var bara hressness.....
Já og ég hitti döbbu í bónus - mar er orðinn alveg eins og mamma stoppaði í 20 mín að kjafta við hana og var að fíla það...yes I am getting old þó að dyravörðunum finnist ég alltaf vera yngri en 20:Þ en hittingur var ákveðinn .....kúlness in bangkoks citys over and át
já og eitt enn....zha world trip er að verða að veruleika við erum að fara að bóka ferðina á mánudaginn...hún hljóðar svona: London-Chile, við ferðumst sjálfar í gegnum chile, argentínu og yfir til brasilíu förum á kjötkveðjuhátíðina og svols...eftir það fljúgum við til perú og þaðan til costa rica, ferðumst síðan sjálfar til belize í gegnum hondúras og níkarakva, þaðan ferðumst við til mexikó og ætlum við að reyna að droppa til kúbu!...eftir það liggur leiðin til LA og LV og Hawaii....þaðan til Nýja sjálands og eftir það Ástralíu....síðan ætlum við til Kambódíu og ferðast sjálfar yfir til víetnam, taka ho chi minh og enda í Hanoi þar sem við munum fljúga til Delhi, þaðan til Frankfurt þar sem við munum taka gott skurk í Karlsruhe því ég ætla að líta á aðstöðuna (því ég er búin að ákveða að taka masterinn þar) og hitta hafrúnu og enríkey....og í næstu viku erum við að fara að reyna að fá vísa í víetnam og indlandi....yesness.....
hehehhe já og horfði náttlega spennt á L word.....mér til mikillar óánægju var Shane ekki mikið í þættinum heldur var mikið af graphical senum....ehhh .....mér finnst þetta samt góður þáttur - en americas next to model er náttlega gæðasjónvarpsefni "I am not afraid of any thing, I think that is a waste of emotions" Catie og síðan 5 mín seinna skot af henni að vera grenja eins oga mother fokker....díva is born.....yesness...núna er verkjataflan búin að kikka inn og ég er farin upp í rúm....yes næturvaktasyrpa á morgun - sem þýðir ....sofa.....og læra......

Viktoría posted at 10:53
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, september 22, 2004

anchorman
will ferrell klikkar ekki frekar en hinn daginn.....en ég verð að segja ég dýrka Vince Vaughn eftir Dodge ball I find him fine, hann á systur sem heitir victoria...can I take that as a sign:Þ...síðan var náttlega Ben Stiller algjör senuþjófur sem mexíkaninn.....og að sjálfsögðu hottness on wheels hann Luke Wilson....en þessi rugl mynd í anda old school var mjög fyndin.....
Annars er ekkert eins hressandi eins og flugvélahlaup í morgunsárið svona aðeins til að koma hressleikanum í gang.....sem þýðir það að ég er búin að setja mér markmið í dag: klára gæðastjórnunarverkefnið:Þ
og við erum komin með mega flott verkefni í hagverkfræði þökk sé sly ofurbabe og mér líst bara mjög vel á hópinn.....
ahhh....2 dagar í helgarfrí....það mun verða tekið vel á því... á föstudaginn ætlum við sólveig að sulla í hvítvíni, fara í pottinn og go down memory lane....á laugardaginn verður það svo blast from the past því þá verður perludjamm....sem eru alltaf mjög áhugaverð djömm:D aldrei að vita nema mar hitti fleiri úr fortíðinni!!!!!! ho ho ho ho ho

Viktoría posted at 08:10
.x.x.x.x.x.

þriðjudagur, september 21, 2004

Sepaaðgerðin ógurlega
Já ég var að kíkja á gamla kallinn áðan...hann var bara hressleikinn alráðandi....hann var nývaknaður þegar hann sagði "ohh mér finnst svo leiðinlegt að þurfa að hanga svona" yes that's my dad....hann leit rosalega vel út ... alveg eins og fólk sem er að koma úr nose job...ala extreme.....
Já og góðar fréttir...ég þarf víst að fara að vera duglegri að vera upp í skóla að læra....ástæður ekki gefnar upp.....já og L word á morgun ég mæli með að allir gefi þessum þætti séns og horfi vel og vandlega á Shane;)

Viktoría posted at 18:37
.x.x.x.x.x.

míns var rugluð í morgun þegar hún ætlaði upp í skóla en setti á autopilot og var á leið til KEF:Þ

Viktoría posted at 10:23
.x.x.x.x.x.

mánudagur, september 20, 2004

Bet your life starring Billy Zane !?!
er ekki eitthvað rangt við þetta......þetta er allaveganna nýjasta mynd parsins sem vann next action star....ég held að þetta sé ekki B mynd heldur D mynd ef það er possibelt...ég er samt spennt að sjá hana ...
Annars var ég að horfa á emmys var sæl með að sjá ástina mína zha speiderman (Victoria spader ... destiny) grípa með sér einn gullgrip en ég var svekkt yfir því að sjá SITC ekki vinna besta grínþátt....en já ... svona er þetta .....núna ætla ég að halda áfram að læra pís át.....

Viktoría posted at 03:26
.x.x.x.x.x.

sunnudagur, september 19, 2004

brrr....það er farið að vera kalt...
shissel hvað það er farið að verða kalt á morgnanna og nóttunni....sem reyndar bjargaði mér í morgun þegar ég var að keyra heim kl. 7:30 og orðin í steiktari kantinum þá kom kuldin mér frá því að sofna undir stýri....sterkur leikur: há tónlist, syngja með og kuldinn á fullu og slá sig undir af og til eða hrista hausinn.....þá á mar ekki að sofna undir stýri:Þ
það væri ekki verra ef rúmið væri heitt þegar mar kæmi heim:Þ
en jæja bara emmy-verðlaunin í kvöld og svo vill vel til að ég mun horfa á þau...ásamt því að læra því ég er svo ógeðslega dugleg.....en jæja best að fara að læra
adios

Viktoría posted at 20:49
.x.x.x.x.x.

ahhh míns orðin frekar steikt, já (með réttri áherslu) svona er þetta
Já þá er klukkan að renna í sjö ég míns er orðin frekar þreytt....samt búið að vera fínt að gera hjá mér, náði að lesa upp gæðastjórnunina (sem er dead boring að lesa) og drapst úr hlátri á msn.... og náði að skipuleggja aðeins betur zha trip...núna er ég bara að telja mínúturnar þangað til ég kemst heim og VONA VONA að vélin verði svoldið lengur út svo ég fá bara smá hvíld:Þ
wúff og síðan bara ofurkraftur dauðans í mér shænaði herbergið mitt svo mikið upp að það hefur bara sjaldan sést annað eins...herbergið er nú boðlegt í vídjó ef einhver vill....hohoho....lísa hvenær kemur notebook...buhuhu
ÉG fór með afmælisgjöfina til sólveigar í gær að sjálfsögðu fannst henni gellzubolourinn á kantinum geggjaðslega flottur...ég var ekkert smá spæld að komast ekki í afmælið hennar en hún er búin að lofa mér taco á morgun áður en ég fer í vinnuna...jibbý...ég drep hana ef hún verður of þunn og er að spjúa....
Ég held líka að kvefið sé smá að læknast (7 9 13) vonum það besta...já og góðar fréttir sly er sennilega búin að redda okkur hagverkfræðiverkefni sem er náttlega bara kúlness....
jæja pís át

Viktoría posted at 06:26
.x.x.x.x.x.

föstudagur, september 17, 2004

nóg að gera:)
Já það er búið að vera crazy að gera hjá mér í vikunni..fyrir utan það að vera lasin með heilögu þrenninguna (hiti, hor, hálsbólga) þá eru búnir að vera 2* saumos báðir mjög góðir og vel veitt:Þ og síðan er mar búin að vera að læra og soddane....en núna er ég að vinna...geggjað stuð...mér er svo kalt að ég er í flíspeysu, jakka og með trefil inni.....mar lúkkar ekkert sérstaklega en manni er amk ekki kalt á meðan....í morgun fór ég samt í ræktina...það er annað hvort að duga eða drepast..ik...og svo að versla með lísu...pikkaði upp afmælisgjöfina hennar sólveigar - sem er geggjað flott, og fjárfesti í ýmsu í ikea og blómavali (ef ég næ að halda plöntunni lifandi í 6 mánuði þá er það kraftaverk:)) þannig að þetta var bara sweet dagur....
Annars er ég ekkert smá skotin í stelpunni sem er ALVEG eins og strákur í L-word þættinum...naglinn sem ég hélt að fyrst væri sætur strákur komst síðan af því að þetta var stelpa:Þ silly me....
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað að viti eins og að læra eða eitthvað...adios og skemmtið ykkur fallega um helgina lömbin mín...

Viktoría posted at 20:08
.x.x.x.x.x.

mánudagur, september 13, 2004

fallega helgin
Jáhá þessi helgi var rosaleg....á föstudagin var partey hjá siggu, og kíkti ég á þær stöllur birgittu og siggu í tilefni þess að þær eru að fara til úglanda....það var mjög fínt, ég ætlaði þó að spara mig fyrir laugardagskvöldið og kom þar af leiðandi bara snemma heim. Á laugardaginn var síðan farið til Drafnar (þar sem við gáfum henni snilldarbol - myndirnar koma bráðum inn) í kveðju/afmælis partí....þar sem í boði var massavís af bollu.....já ég varð hress nokkuð snemma:) jæja eftir það var haldið til ríkeyjar og þar voru verkfræðingar að þamba áfengi....það var ekkert lítið gaman...jæja við hófst barleitin ógurlega...byrjað var af einhverjum ástæðum (sem ég man ekki núna) á kofa tómasar frænda (þrátt fyrir það að við höfum verið að agitera fyrir karokí) ja hérna....fallegi staðurinn....pínulítill og ekkert mikið að gerast....við gátum þó aðeins dansað þar en ekki var það nú mikið eftir þetta vorum við sannfærðar um að stuðið væri á kaffi list (what???? ok ég hlýt að hafa verið drukkin fyrst ég hlustaði á þá)...enda líka alveg glatað pleic....jæja eftir þetta vorum við stelpurnar búnar að fá nóg og ákváðum að skunda á celtic....þar var líka fjörið:) það var geggjað stuð á celtic og helling af liði...smá svona endurlit til fortíðar sem var bara ánægjulegt:Þ
Jæja eftir celtic ákváðum við að það yrði eftirpartý hjá Danna...en að sjálfsögðu urðum við að koma við á Sólón...eftir trylltan dans við Ruslönu ákváðum við að fara að byrja eftirpartýið - mér var mútað með gini....jæja strákarnir vildu ENDILEGA fara á mama's taco áður...sögðu að þetta væri bara það besta sem þeir hefðu borðað...yes that was wrong again - ég verð að segja að næst þegar ég hlusta á stebba og Danna mun ég hugsa mig tvisvar um:) jæja eftir þetta hófst bið í taxan....og alltaf var fleira og fleira fólk að koma í eftirpartýið...m.a. fabio...jæja þegar við loksins komumst í taxan var ég komin með killerhausverk þannig ég sá strax að þetta myndi ekki enda vel enda sofnaði ég ljúfum svefni í taxanum, rankaði við mér þegar ég fór að pæla í hvar ég ætti að sofa (nennti ekki að splæsa í taxa ein út á nes)mér var reyndar boðið í pottapartý en boðið kom of seint:Þ......þannig guðný var svo nice að leyfa mér að krassa hjá sér..annars var eina fólkið með rænu í þessum taxa fabio og guðný, danni stebbi og ég vorum held ég öll dead inside....enda var ég fljót að biðja guðnýju um að koma bara heim að sofa.....þrátt fyrir að mér hafi verið mútað með gini ég veit ekki hverju.....en ég var fljót að sofna og rumskaði ekki við mér fyrr en í hádeginu....
Ahhh síðan fór ég að sofa klukkan átta í gær því ég átti að vera mætt fimm....ég fékk mjög skemmtilegt símtal klukkan hálftíu þar sem þetta var vinnan að spurja hvenær ætti að vekja mig og ég hélt að þetta væri eitthvað grín því ég hélt að þetta væri ræs....well ég náði að sofna aftur fljótlega....
en vá hvað er farið að vera kalt á morgnana ég hélt ég myndi actúally deyja úr kulda þess vegna fékk ég mjög fancý jakka í vinnunni, bara töff:D....
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað af viti eins og læra þar sem ekkert varð úr helginni hjá mér....adios
En já ég er orðin lasin:( eftir allt næturbröltið, but it was worth it:)

Viktoría posted at 09:45
.x.x.x.x.x.

miðvikudagur, september 08, 2004

The notebook
DÍSÚS...það fór sem fór....ég og birgitta fórum á notebook á mánudaginn og þessi mynd er geggjuð....bara með betri myndum sem ég hef séð...og ég var væluskjóða og fór að gráta, greyið birgitta þorði ekki annað en spurja hvort það væri í lagi:Þ en jú ég bara elska svona myndir og ég ákvað að ég nennti ekki að taka senaríóið þar sem ég "reyndi að hemja mig" heldur að embreica hlutina.....enda var ég ekki ein sem grét, ein var komin með ekka áður en sorlegasti parturinn byrjaði...en svona er þetta....en það versta er að ég er búin að vera að hugsa um þessa mynd síðan ég sá hana og náttlega Ryan sem var tja í góðu formi...EN ætli maður muni einhvern tíman upplifa "true love", ég held að svona hlutir gerist bara í USA ekki á svona
"köldum" stað eins og íslandi en ég var svo depressuð (but in a good way) að hugsa um þetta að sólveig þorði ekki annað en að bjóða mér í spassakvöld í gær til að hressa mig við.....það heppnaðist mjög vel, við síamstvíburarnri spössuðumst út á leigu þar sem við tókum gamla mynd um tvíbura sem mixast við fæðingu..man eigi hvað hún heitir en hún er snilld (með bette midler) og síðan var ég komin í svo mikið spassakast að þegar við sóttum óla i vinnuna vorum við liggur við farnar að dansa við scooter í bílnum....
En síðan sá ég fallegasta bros EVER í gær.....'blush', bara titrandi fótleggir og allt....en ekki orð um það meira...ég er farin að reyna að massa verkefnastjórnun svo mar komist nú á almennilegt djamm um helgina...planið er komið upp: birgitta á fös, Dröfn og Ríkey á lau.....þetta verður bara stemmari.....

Viktoría posted at 12:44
.x.x.x.x.x.

mánudagur, september 06, 2004

Skvússý Skvússý
allt brjálað að gera...ég er að raka inn aukavinnu (á 2 kvöldum búin að toppa sumarið) og er actually búin að vera dugleg að læra:) vona að það haldist þar sem skilaverkefnin eru að fara að hrannast inn...TIL Í KALLINN.....:D
Síðan er mín búin að fjárfesta í bakpoka fyrir heimsreisuna og vona ég að hann komi bráðum...síðan er nóg að gera næstu helgi 2 eða 3 partý og allt að gerast...stundum væri ágætt að geta klónað sig....á föstudaginn er ég sennilegast að fara til Birgittu...eða djamma með hafrúnu og co....eða bæði....á laugardaginn er ég að fara mjög sennilega í kveðjuteiti til drafnar frakklandsfara og ríkeyjar þýskalandsfara....ég veit að það verður gaman á öllum þessum stöðum þannig mar flakkar á milli og síðan verður bara hisst niður í bæ....
Síðan er spurning sem er búin að brenna á vörum mínum núna í 2 vikur en vandamálið er að ég man bara eftir því þegar ég keyri niður götuna en svo gleymi ég því...HVER TÓK HRAÐAHINDRUN DAUÐANS NIÐUR Í GÖTUNNI MINNI.....WHO IS THE HERO??????
í kvöld verður síðan vasaklúturinn dreginn fram og farið á notebook...sem er víst búin að græta bróðurpart almúgans sem hefur farið á hana....eins gott að fara ekki máluð;)
Mér finnst ég samt ekki njóta mín almennilega þegar ég fer á sorglegar myndir í bíó því þegar ég veit að það er að koma sorglegt atriði þá veit ég að ég MUN gráta (halló ég tárast oft yfir Opru:Þ) og þá er ég allan tíman að huxa í bíóinu..."viktoría ekki gráta, koma svo...ekki gráta" með viðeigandi bíta í vörina og huxa um eitthvað skemmtilegt, þannig ég get ekki notið atriðisins og bara vælt almennilega....veit ekki ég bara get ekki grátið í bíó.....

Viktoría posted at 11:28
.x.x.x.x.x.

laugardagur, september 04, 2004

OHHHHH the REFUND over 5000 thousand
er að lesa project management...stemming.....aukavakt í kvöld til 3....stemming.....

Viktoría posted at 15:03
.x.x.x.x.x.

föstudagur, september 03, 2004

Viktoría - Hannibal for a night
Jæja þá er ég nú komin í betra skap.....það gerðist nú bara strax eftir brottför að fór að hýrna yfir minni....eftir vinnu fór ég hinsvegar í mat til ömmu sem var að koma úr aðgerð, það var ljúft...eftir það kom ég heim og gjörsamlega overdozaði af bubble bath...málið er að alltaf þegar ég hef sett þetta í hafa ekki komið mikið af bubblum (vegna þess að rennslið var lítið) en núna erum við hinsvegar komin með nuddbað þannig það var annað upp á tengin núna - ég setti jafn mikið af dóti út í baðið...síðan setti ég nuddið á...og það gjörsamlega flæddi út um allt.....en þetta var mjög nice....jæja síðan skrúbbaði ég mig alla og er bara nokkuð sátt núna - allir vöðvarnir slakir í líkamanum:) já og núna er ég með svona maska á mér sem gerir mig eins og hannibal Lecther...Clarice Clarice....til í kallinn.....
Jæja núna er ég búin að prenta út allar glósur og tilbúin að byrja að læra á morgun....en núna ætla ég að fá mér kakó, lesa bók og horfa á coupling...
adios

Viktoría posted at 20:18
.x.x.x.x.x.

viktoría - grinch for a day

Ég er í SVO bældu skapi, er búin að vera í miklum tilfinningasveiflum undafarna daga....það er margt sem spilar inn í
1) sumt fólk er fífl (sem betur fer enginn sem ég þekki persónulega)
2) birgitta (sem er búin að vera hinn helmingurinn minn í sumar), er hætt að vinna í stöðinni og náttlega líka mr. primo, hnakkinn, gummi the bear og síðan er sykurpúðinn að skipta um vakt...sem sé öll mín vakt (auðvitað er fleira gott fólk að hætta...ok þetta er farið að vera svoldið langsótt ég ætla EKKI að nefna alla....ALLAVEGANNA I'm lonely.....!!!!!)
3) Aðeins nokkrir eru eftir af 3.árinu síðan í fyrra í skólanum....bara eitthvað nýtt ungt fólk (hlutfall "know it all" týpna er mjög hár) sem ég þekki voðalega lítið, efast um að vísó verði jafn skemmtilegar....(samt frítt áfengi - gerir það ekki flest áhugavert)
4) ég er þreytt og svöng
5) ég hata megrun, hörolíu og eplaedik
6) ég þarf strax að fara að byrja að læra
7) emotional fuckwits;)
8) Ég þoli ekki hvað maður fær miklar bólur og bjúg af því að vinna í FLE
9) JT á puttanum á mér er EKKERT að lagast....mér svíður þrátt fyrir að ég sé alltaf að applæja krem á hann.....
10) ég þoli ekki þegar ég er búin að setja mig í verkefni sem ég nenni ekki að gera
11) ég er mjög pirruð á fólki sem heldur að þeirra líf/tími/heyrn/vera/ sé merkilegra en mitt
12) ég hélt ég væri cjúruð á ýmsu en er það ekki - bloody anoying.......
13) ég meika ekki fólk sem svarar ekki meilum t.a.m. ferðaskrifstofur
14) akkúru á ég ekki pening
15) að vita aldrei hvað ég vil og vanalega þegar ég kemst af því er það of seint
16) ég þoli ekki að geta ekki staðið við það sem ég er búin að ákveða.....

Addition
Svo fer fólk á brautinni endalaust í taugarnar á mér, ég skil ekki afhverju fólk tekur fram úr mér þegar ég er á 100 og síðan hemlar það niður í 80 um leið og það er komið framhjá...já og mér finnst rigningin ekki góð á brautinni!!!!
Ég meika heldur ekki fólk sem er kyrrstætt og er að koma inn á akrein - sér mig koma á miklum hraða - enginn bíll á eftir mér - en það ákveður að gefa í til þess að verða örugglega á undan mér...sem leiðir til þess að ég þarf að snarhemla - en síðan er rúsínan í pylsuendanum það rétt nær að komast upp í 60 - fer sko ekki hraðar en það....Dísus......
Já og pælið samt í einu....þegar ég er að vinna í kef tekur það mig svona 30 mín að komast í vinnuna...þegar ég er að fara í skólan kl. 8:15 tekur það mig 40 mín og svona 30 mín af ferðinni er ég í kyrrstöðu eða á 10 km/klst....fáránlegt....

ZHA cure
Annars er bara allt í fína,:) I have my health.....heheheh nei nei ég er bara eitthvað í pirringnum núna, ekkert sem góður brottfaratími vinnur ekki á og ef ekki þá reyni ég bara að fá einhverja útrás á eftir..hohoho bri u know what I mean....eftir vinnu ætla ég að ráða bót á pirringnum með því að fara út að labba eða fara í ræktina, fara í heitt bað og jafnvel horfa á old school eða dodge ball sem "kærastinn" minn var svo góður að lána mér!
And remember - there is a light at the end of the tunnel..Zha trip.... þ.e. ef ferðaskrifstofan gæti d******t til að koma með plan....


Viktoría posted at 08:24
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008