miðvikudagur, ágúst 04, 2004
ZHA WORLD TRIP
Jæja þá er komin svona smá mynd á heimsreisuna hjá mér og sigrúnu...við erum búnar að fara yfir hvaða lönd við viljum fara til og komnar með grófar tímasetningar....við erum líka búnar að tékka á hvar við þurfum vegabréfsáritanir og hvaða bólusetningar við þurfum...þannig það eina sem er raunverulega eftir er að finna ódýrasta flugið o.s.frv. ef einhver hefur EINHVER tips um það eða þekkir einhvern sem hefur verið að fara svipaðar ferðir þá má hinn sami endilega senda mér
meil því öll ráð eru velkomin:)
En allaveganna hérna eru löndin sem við ætlum til í nokkurnvegin röðinni sem við ætlum í.....við ætluðum reyndar að taka fleiri lönd í S-Ameríku en við erum búnar að lesa nokkuð um það og er frekar hættulegt að ferðast á sumum stöðum þar, þannig við ákváðum að fækka stöðunum þar og fara frekar aðeins til Asíu og vera þá lengur hvar fyrir sig...allaveganna hér er planið:
Reykjavík - London - Chile, Brasilía (kjötkveðjuhátíðin), Perú (erum samt aðeins að pæla í því), Costa Rica, Beliz, Cayman Islands, Jaimaica, Kúba, Bahamas, Miami, NY, LA, LV, SF, Hawaii, Fiji, Cook Island, Nýja Sjáland, Ástralía, Kambódía, Víetnam, Kína, London, Reykjavík.....já há þar hafið þið það...jafnvel að heimsækja Ríkey og Hafrúnu í enda ferðarinnar í Þýskalandi og skoða aðstöðuna þar sem ég ætla að reyna að komast inn í Karlsruhe næsta haust....þannig það væri ágætt að tékka á pleicinu áður.......
Já og síðan er eitt enn...sólveig ætlar að reyna að redda okkur vinnu á spáni næsta sumar, hún þekkir einhverja gæja, þannig ef allt endar eins og ég vil hafa það mun ég bara ekkert vera heima á íslandi í tæplega 2 1/2 ár.....það er náttlega bara ekkert nema kúl;)
Viktoría posted at 19:34
.x.x.x.x.x.