fimmtudagur, maí 17, 2007
wúha
Já það er langt síðan mar bloggaði seinast - enda svo sem lítið búið að gerast. Mar vinnur eins og brjálæðingur, lærir og djammar. Já gott fólk ég fer meira út að skemmta mér hér heldur en í rvk! Mér finnst ég alltaf vera að missa af ef mar mætir ekki í partýin. Allavega ég og Agnes erum búnar að vera heldur betur duglegar í þessu en við erum líka búnar að panta ferð til Krítar í viku...jibbý .... við förum 2.júní og verður það SWEET....kokteilar, strönd, kokteilar, versla, kokteilar, massage....you catch the drift.....
Seinasta helgi voru kosningar og eurovision - stjórnin hélt velli ég var sátt, ég var líka sátt við eurovision þó ég hafi haldið með Rússum - æ know.....en við Agnes höfum ákveðið að stefna til Serbíu næsta maí til þess að horfa á eurovision með okkar eigin augum...jíha!

Hmmm hvað meira - jú ég fæ ekki setter hvolp í sumar eins og áætlað var:( það ríkir mikil sorg hér yfir því en gotið heppnaðist ekki. Ég hef ákveðið að flytja inn í staðinn chinese crested þrátt fyrir að sumum finnist þeir fox ljótir;-)
Ég hef líka lokið við 2 af 5 kúrsum í hí sem ég á eftir og gekk það bara ágætlega. Ég er að vinna í málmfræðiverkefninu mínu í sumar ásamt mastersverkefninu - busy little bee!
Ég kem síðan heim 20.júlí og verð alveg til 29.júlí þannig ef einhver vill hitta mig þá er þetta tíminn. Reyndar er ég að fara heim núna 25.maí en verð bara til 29.maí því ég er að fara til Montreal áður en ég fer til krítar...hmm er ekki spurning að reyna að versla eitthvað - ég veit bara veit eitt og það er það að ég ætla að fá mér SUSHI!!!! og reyna að komast í victoria's secret.....jú og kannski smá Garage:)
Nú síðan er mar bara að undirbúa sumarið - mamma og pabbi ætla að koma í júní og ætla ég því að reyna að setja upp skjólvegg hér fyrir framan hjá mér. Síðan ætla ég að kaupa gasgrill og útihúsgögn...jihhh hvað er spennó að búa alone;) Það er líka alveg verið að undirbúa húsið mitt sem partý place dauðans, ég er búin að fjárfesta í nokkrum spilum party og co, mahong (eða hvað drykkjuleikurinn heitir) síðan er ég að fara að kaupa playstation 2 svo mar geti farið í buzz og sing star já hún agnes er alveg búin að leiða mig inn í nýjar brautir í playstation m.a. Gítarhíró..snillld.....
En jæja best að fara að læra - síðan er spurningin á mar að vera rólegur þessa helgi EÐA reynsluaka nýjum toyota og fá miða á magna og móti sól á laugardaginn á egilstöðum??? that is the question!
ohhh boy svo verð ég að fara að byrja í ræktinni:(
Viktoría posted at 10:21
.x.x.x.x.x.