fimmtudagur, mars 15, 2007
Reyðarfjörður - kemur á óvart;)
Jæja langt síðan seinast og nóg búið að gerast.
1. ég og sonja keyrðum bílinn minn austur sl. miðvikudag. Það voru margir búnir að hafa áhyggjur af okkur hvort við myndum rata o.s.frv. Þetta byrjaði nú þannig að ég ætlaði að kaupa mér kort en þau voru öll svo dýr þannig Sonja segir - æ við rötum alveg sleppum þessu korti...jæja ok ekkert mál við höldum áfram....svo gengur svona glimrandi vel að rata og keyra - við ákváðum að stoppa á kirkjubæjarklaustri og fá okkur í gogginn....síðan var hringt inn og sagt hvað allt gengi vel - ég var nýbúin að skella á þegar á okkur dundi niðamyrkur og þoka dauðans....og magn af einbreiðum brúm og lítið magn af sjoppum kom mér gjörsamlega í opna skjöldu. En greyið Sonja hélt á tímabili að hún myndi deyja svo mikil var þokan - mér reyndar stóð ekki á sama heldur við sáum stundum ekki á milli stika...og síðan voru engar sjoppur fyrr en við vorum komnar á Djúpavog en jæja kortalausar gekk okkur vel ÞANGAÐ TIL við komum að skilti Egilstaðir eða Egilstaðir um öxi (eða var það öxl) hmmm what to do - hringja - já nei nei þá var ekkert skilyrði...við reyndum að blikka bíla sem komu á móti en þeir hafa sennilega haldið að við værum alveg gúggígú og stoppuðu ekki þannig hvað gerðum við - jú við ákváðum að fylgja vegi 1 og svo um leið og skilyrði komu þá hringdum við og fengum staðfest að við vorum að fara rétta leið og ef við hefðum farið hina leiðina þá hefðu verið allar líkur á að við hefðum fest okkur eða einhvern fjanda... jæja áfram heldur aksturinn þá kemu skilti reyðarfjörður eða egilstaðir - ég var alveg föst í að fara til egilstaða og það var ekki vegur 1 til reyðarfjarðar þannig við neyddumst til að hringja aftur og þá var spurt "öööö eruð þið ekki á leiðinni til Reyðarfjarðar - þá náttlega fylgið þið því skilti""" algjörar blondínur.....en ég hef sjaldan verið jafn fegin að sjá Fáskrúðsfjörð á minni ævi.....En við komumst heilar heim og það var fyrir öllu.
2. Ég kláraði að gera íbúðina mína til...allt er komið í húsið, öll húsgögn saman skrúfuð, búin að stytta gardínurnar og það var meira segja ELDAÐ í íbúðinn minni....haha þannig allt klárt plús að netið er komið í gang - start the dl.....
3. Við Sonja brölluðum ýmislegt meðan hún var hérna m.a. sýndi ég henni álverið, við fórum á eskifjörð og á egilstaði og síðast EN ekki síst VIÐ FÓRUM Á DJAMMIÐ:) HEHEHHEHEHEH
4. Já ég hélt smá teiti hérna á laugardagskvöldið og var bara geggjuð stemming - alveg greinilegt að það er fullt af stuð fólki hérna sem er til í að fá sér í tánna og skemmta sér....síðan skelltum við okkur á eina barinn í bænum (enginn valkvíði hér) og ég verð að segja að ég var mjög kvíðin að fara enda margir búnir að vara mann við honum EN það var bara þrusustuð...geggjuð tónlist, fullt af skemmtilegu fólki og bara læti.
5. Ég hélt síðan að sjálfsögðu eftirpartý og Eiður björgunarsveitarmógúll og vinir hans ákváðu að stysta leiðin væri alltaf sú besta .... ég var á þvílíkt háum hælum og var ekki alveg að kaupa það. Sérstaklega þar sem stysta leiðin heim til mín er yfir fjall (reyndar kölluðu þeir þetta hól en fjall í mínum augum.) en þeir gáfust ekki upp og drösluðu mér upp, ég datt einu sinni, eiður datt einu sinni með mig en síðan komumst við að hinni fullkomnu aðferð - 2 strákar héldu undir hendurnar á mér og einn var fyrir aftan til að ýta á og passa mig ef ég myndi detta - ALGJÖR snilld....og við komum á undan Sonju sem fór lengri leiðina....
6. Í eftirpartýinu komst ég að því að strákar hér fyrir austan eru snilld...um leið og við komum heim var byrjað að blanda mohito fyrir okkur, einn eldaði og einn fór svo að vaska upp...mikið var ég glöð með þetta allt saman.....
En síðan núna er bara læra læra læra vinna vinna vinna....ss nóg að gera :) Síðan er ég að fara út á sunnudaginn - náði að stytta ferðina í 5 daga - ekkert smá ánægð....og svo 31.mars er árshátíðin.....YESSSSS can't wait!!!!!
jæja l8ter guys!
Viktoría posted at 17:42
.x.x.x.x.x.