mánudagur, febrúar 12, 2007
Beckham-pósan klikkar sjaldan!Það var ógeðslega gaman um helgina, ég lenti snemma á laugardagsmorni og nýtti daginn vel.. gellaði mig upp og fór svo í bíó með álftanesstelpunum. Dreamgirls varð fyrir valinu og ohh boy ohhh boy - get ekki mælt með henni í bíó. Fyrir hlé var ok þar sem Eddie murphy stal senunni og góð lög réðu ríkjum. Síðan eftir hlé varð þetta bara væmiðgalore......ég hélt í alvörunni að ég myndi ekki meika restina af myndinni. Þegar myndin var loksins búin - fór ég heim að borða með settinu og bubba. Bubbi er að fara út til paragvæ í ár og þetta var svona kveðjudinner...
Eftir þetta komu álftanesstelpurnar til mín og við sulluðum í víni og kjöftuðum....GEGGJAÐ stuð...ég og sonja fórum svo á hressó þar sem við kynntumst algjörum ömmulover...hahaha
og svo fyrirgefið þið eruð þið búin að sjá my 15 minutes of fame?? mohhhhhh any ways ætla að fara að læra er að fara út til Montreal;)
Viktoría posted at 15:43
.x.x.x.x.x.
sunnudagur, febrúar 04, 2007
Í gær fór ég í setter partý á galileo...geggt stuð....ég get ekki beðið eftir litlum dogga; Það var margt um manninn - allir að sjálfsögðu áttu eitt sameiginlegt að eiga setter.....ég er orðin svo spennt fyrir að fá Ríó ég ætla sko að fara með hana í veiði og alles:)
Annars er ég búin að vera fyrir austan - bara gaman - íbúðin er alveg að smella saman og bara pínkupons sem ég á eftir að gera í viðbót...ég er farin að hlakka til að búa þarna eitthvað af viti. En núna er ég á leið til kanada...bara stuð - vonandi verður samt ekki mínus 30:Þ Það verður fróðlegt að sjá hvernig á eftir að ganga að læra á flugvöllunum og svona - mar verður víst að nýta allan dauðan tíma....awsome....
Viktoría posted at 13:26
.x.x.x.x.x.