sunnudagur, ágúst 06, 2006

Til hamingju með 15 ára afmælið veraldarvefur;)
Jammm langt síðan síðast...sennilega vegna þess að mjög lítið hefur verið að gerast í mínu lífi síðustu 2 mánuði þar sem ég hef verið að lesa undir próf, gera fyrirlestra o.s.frv. mestu tilþrifin sem hafa komið upp á var þegar ég ætlaði að súperglúa skóna mína en mér tókst að setja súperglú á allt nema þá s.s. fyrst sprautaði ég því yfir höndina á mér og það fór líka á skrifborðið. Ég rauk fram til að reyna að skola þetta - eða láta þetta storkna á mér svo ég gæti skrapað það af... þegar ég kem svo til baka þá var ég búin að líma glósur á borðið og svo þegar ég ætlaði að fara í skónna mína þá voru þeir límdir við gólfið...já það var skemmtilegur dagur:Þ
En reyndar náði ég að bötta eitt próf og gera alveg marvelös fyrirlestur á þýsku líka...
á morgun er svo síðasta skriflega prófið mitt hér og verður ljúft að klára það og seinna um daginn koma svo sólveig og þær sem verður alveg virkilega skemmtilegt....Við ætlum að byrja að því að fara í europapark á þriðjudaginn og svo hefst ferðin til ítalíu. Við keyrum í gegnum austurríki, gistum fyrstu nóttina í Innsbruck. Þaðan keyrum við til Verona og gistum þar og skoðum Gardavatnið og svona. Daginn eftir förum við til fenyja og gistum þar - ég er mjög spennt að tékka á því, því seinast þegar ég var þar, var ég aðeins 5 ára og ég man eiginlega bara eftir dúfunum....Eftir það er förinni heitið til Flórens og líka tékkað á skakka turningum og þar ætlum við að gista. Síðan verður farið til parma, þaðan svo keyrt heim en ekki er alveg búið að ákveða hvaða leið heim:) þetta ætti að vera skemmtó! Síðan tekur við hjá mér að læra undir Testdaf en hjá þeim að versla og liggja í sólbaði.
Síðan fara þær 21., ég fer í prófið 22. og lísa kemur þá líka...bara gaman af því og hún ætlar að vera hjá mér til 30. við vorum jafnvel að hugsa um að skella okkur til parísar á tónleikana með Madonnu.....Síðan koma ma&pa 30. ágúst og verða til 4. sept og þá munum við öll koma heim saman...já tíminn er svo fljótur að líða mér finnst eins og þetta sé búið....og það sem er framundan eru fullorðnislegir hlutir eins og kaupa rúm, húsgögn, bíl o.s.frv.
jæja ég ætti náttlega að vera að læra
schuss!!!

ps. þetta fannst mér alveg ógeðslega fyndið - einhver sem var að hrekkja vin sinn og setti inn einkamálaauglýsingu í fréttablaðið með hans númeri:Þ pls sama hvað ég verð lengi á lausu þá er þetta off limits:Þ

Viktoría posted at 16:26
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008