mánudagur, mars 06, 2006

Eins gott að kókið sé þess virði!!!
Mér til varnar áður en þetta er lesið: ég er búin að vera að lesa undir próf alla helgina, hef varla hitt mann í 4 daga og er bara búin að vera að lesa .... ok haldið áfram að lesa:
Áðan fór ég í sakleysi mínu til að hitta hafrúnu sem hafði með sér glósur sem ég þurfti. Ég skellti mér í buxur enda búin að vera í náttbuxunum í allan dag, í dúnúlpu og húfu...svo hljóp ég af stað á fáknum mínum og hitti hafrúnu og allt í góðu.
Síðan hugsa ég með mér á leiðinni heim að það væri nú gott að kaupa svo sem eina kók og hafa þar sem ég ætla að vera að læra eitthvað frameftir. Ég ákveð að skella mér í tingel man sem er búðin MÍN á horninu MÍNU! jæja ég skelli mér inn og lít til hliðar, mér til mikillar skelfingar var þar strákur sem ég vildi alls ekki að myndi sjá mig eins og ég var (eins og mischelinman í dúnúlpunni minni, með hár niður á gleraugu, algjörlega ómáluð nýbúin að plokka mig (sem sagt rauð og flekkótt)og bara hræðileg til fara og móð og másandi eftir hjólið...allt í allt hörmung!!!) mér bregður við og íhuga alvarlega um að hörfa til baka EN ég hefði ekki getað það því þá hefði hann séð mig....hvað gerði ég??
nú ég gerði það sem allar stelpur myndu gera í þessu ástandi..ég faldi mig á bak við rekka og hringdi í sigrúnu í algjöru kasti....beið þangað til hann fór (sem betur fer tók það ekki langan tíma þar sem hann var í röðinni þegar ég kom) og hljóp svo heim til mín í sjokki....Sko vá ég segi bara greyið britney ef hún ætlar að hlaupa út í búð ekki á sínum besta degi - þar er ekki einn gaur sem hún vill ekki láta sjá sig heldur allur heimurinn sem eltir hana á röndum og fær að sjá hana á slæmum degi...En hvað kennir þetta mér: ekki fara út eins og lufsa!!! en þetta er bara svo týpískt..þegar mar er að gera sig til og svona þá sér mar enginn en um leið og maður stígur út eins og lufsa þá náttúrulega sér mar einhver:Þ
æjjj stundum er bara þreytandi að vera ég en þetta hressti upp á daginn sem var só far búin að snúast um þýska málfræði....
jæja vonandi verð ég einhverjum víti til varnaðar!!!!
schuss

Viktoría posted at 19:00
.x.x.x.x.x.


Tenglar
ZhaWorldTrip Agnes Bridget VerzloGellur Saumavelin álftanespjötlur Lísa Sonja Strumpurinn Erla a.k.a. Gyða sól enRíkey Guðný Nielsen Sigga Sibbinn Eyja
PHOTOS
PHOTOS 2
Heimsreisumyndir
Myndasíða Fjólu
Gamall SkÍtur
E-meil
  • júlí 2004
  • ágúst 2004
  • september 2004
  • október 2004
  • nóvember 2004
  • desember 2004
  • janúar 2005
  • febrúar 2005
  • júní 2005
  • júlí 2005
  • ágúst 2005
  • september 2005
  • október 2005
  • nóvember 2005
  • janúar 2006
  • febrúar 2006
  • mars 2006
  • apríl 2006
  • maí 2006
  • júní 2006
  • júlí 2006
  • ágúst 2006
  • nóvember 2006
  • desember 2006
  • janúar 2007
  • febrúar 2007
  • mars 2007
  • apríl 2007
  • maí 2007
  • júní 2007
  • júlí 2007
  • ágúst 2007
  • október 2007
  • desember 2007
  • janúar 2008
  • apríl 2008