þriðjudagur, mars 07, 2006
Eina Wilsonbræðra samloku takk
jæja ég hef ákveðið að hætta að púlla peyton (oth) og hætta að vera depressed og svona.....
karlsruhe bíður upp á ókannaða möguleika og things are indeed looking up...
Það virðist vera undarlega mikið af gaurum hér sem líkjast einhverjum öðrum. Sigrún er búin að fá nýjan roomate sem á að líkjast Eric Bana nema með síðara hár og Hafrún er í hóp með strák sem er eins Owen Wilson....ég er spennt fyrir báðum þrátt fyrir því miður að hafa ekki séð þá .. en það hljómar bara ekkert rangt við það að vera líkur einn af wilson bræðrunum - og plús hann kemur víst að einhverju leiti frá s-ameríku og kann þar af leiðandi sennilega salsa:Þ...og hver man ekki eftir honum Tómasi Mcgregor og svo átti Bob Damon víst líka að koma en hætti við:Þ já þetta er skemmtó!
Ég er líka búin að vera iðin við að dl. Við sigrún horfðum á brokeback mountain...klassamynd en ég fór ekki alveg að gráta:Þ
family stone kom á óvart og var bara yfir meðallagi en 40 year old virgin var dissapointment....
þar sem ég er búin að klára ALLA þætti sem ég horfi á þá neyddist ég til að dl nýjum en er líka búin með þá - oth og l word....klassa þættir
já kreisý að gera....en núna ætla ég að fara að sofa enda bíður mín æsispennandi dagur af lestri Arbeitswissenschaft á morgun;)
bis später
ps, ég á enn erfitt með að taka þessu kossaflensi á sumum erasmusbúunum hér - þ.e. að kyssast á báðar kinnarnar þegar þeir hitta mann....sko allt í lagi kannski stundum en EKKI þegar mar er í ræktinni og er sveitt...það er bara eitthvað OFF...hehe ég líka veit aldrei hvað er að gerast þegar þeir eru að löncha inn á mig, það kemur alltaf svona smá panic þú veist hvor kinnin, er það á eina eða báðar o.s.frv....þetta er allt saman mjög konfúsing....
Viktoría posted at 23:57
.x.x.x.x.x.