miðvikudagur, janúar 04, 2006
jó jó
þá er mar komin heim frá grand canari...þar sem lífið einkenndist af sól og sumaryl, kokteilum á sundlaugarbakkanum og almennum ljúflegsheitum....Kanaríferðin var geðveik og fór fram úr öllum mínum vonum. Hótelið var fínt og vel staðsett...við vorum í írska hverfinu og voru svona 10 írskir pöbbar fyrir framan hótelið - og náttlega frábær tilboð á barnum þar sem það var svo mikil samkeppni....Alltaf happy hour og svo fylgdi kokteill og staup líka með....mar kíkti nokkrum sinnum á djammið og var bara geggjuð stemming - mætti segja að við hefðum lyft þakinu upp.
Síðan skelltum við okkur til Gambíu í Afríku og var það meiriháttar líka - mamma og pabbi voru vinsælasta parið í einu þorpinu þegar þau fjárfestu í tveimur 30 kg styttum (einum veiðimanni og einum nashyrning) sem við urðum síðan að rogast með út um allt, fyrst út um alla gambíu, svo til kanarí og svo heim - það var BARA fyndið.
En já allaveganna þetta var frábær ferð í alla staði og yndislegt að vera þarna um jólin!
Jæja smá áramótauppgjör.
Hvað stóð upp úr á árinu:
1. Heimsreisan án efa sem heppnaðist þvílíkt vel og geðveikt gaman að sjá allt
2. Flytja til Þýskalands - alltaf gaman að prófa að búa annars staðar, kynnast nýju fólki og læra nýja hluti.
3. Kanarí - Geggjað stuð að vera í sólinni yfir jólin og vera með fjölskyldunni
5. 2 nýjar frænkur í fjölskylduna, alveg yndisleg viðbót
Vonbrigði ársins:
1. Skuldir, Skuldir og aftur Skuldir...já mar neyðist víst til að borga á endanum
2. Hvað þýskan kemur ógeðslega hægt
3. Að við höfum þurft að taka DSH prófið
Síðan er bara að vona að nýja árið verði jafn gott og það gamla:)
Já annars er ég bara að fara út 8.jan og við tekur próf 10.jan...skemmtó....En skemmtilegt að segja frá því að mamma og pabbi eru búin að kaupa handa mér farseðil heim og ætla að bjóða mér heim þann 24.mars og verð ég hérna á klakanum í mánuð - öllum sem geta reddað mér vinnu plís láta mig vita því það er ömó að hafa ekkert að gera í mánuð!!!
En jæja ég læt þetta nægja í bili
kv.
Viks
Viktoría posted at 13:19
.x.x.x.x.x.