fimmtudagur, júní 30, 2005
Jæja...nóg búið að gerast
ÉG nenni nú varla að telja það upp. En svona higlights!
Ja fyrst má nefna að ég fór í óvissuferð með stelpunum...við byrjuðum á því að fara á kajak, svo í sund og svo fórum við til Flateyjar...það var geggjað stuð nema svoldið mikið kalt og svoldið mikið rok. Ég hef aldrei komið þangað áður en þetta var ýkt krúttlegt og sætt...líka alltaf gaman að sjá movie set - því þættirnir um nonna og manna voru teknir upp þarna!
Nú síðan útskrifaðist ég og núna er ég proud með bs í iðnaðarverkfræði...útskriftarveislan mín heppnaðist líka með ágætum...við höfðum geggjaðan grillmat og bubbi aka jói fel var á grillinu ... svo voru kökur á eftir...reyndar kom bóld/drama moment í endan en á móti fékk ég að vita hvað ég á frábæra vini;) knús knús!
Jæja svo á morgun fer ég til London til að hitta birgittu og eftir það er það live8 á laugardaginn...I can't wait;)
myndir koma bráðum inn af þýskalandi, óvissuferðinni og útskriftinni....
bless kex
Viktoría posted at 07:27
.x.x.x.x.x.