laugardagur, desember 04, 2004
Idol - er markmiðið að fá alla kvk til að hætta að horfa á þetta???
ég var ekkert smá vonsvikin með ædolið í kvöld - eini almennilegi gaurinn sem hefur sést í idol var látinn sleppa í burtu - Einir verkfræði hottness var vótaður út....hvað er það?????
HVAR VORU ALLAR GELGJURNAR MEÐ GSM SÍMANA SÍNA - HVAÐ KLIKKAÐI????
Þetta átti að vera rock solid, mar hélt að hann gæti ekki dottið út með allar smápíkur og verkfræðina á bak við sig ......
ok dómnefndi er skipuð 2 kk og lesbíu, - ætli það sé ástæðan fyrir því að idolið verður sennilega bara skipað kvensum?
ég er amk búin að ákveða það að ég nenni ekki að horfa á ædolið ef það eru bara zjellingar í því...ég meina maður verður að hafa eitthvað að horfa á og halda með þarna...
alveg myndi ég skipta út bubba eða siggu fyrir t.a.m. tískulögguna hann svavar..hann hefur amk ?góðan? smekk á kk....og örugglega ekkert minna vit á söng en þau.....þorvaldur er eini sem hægt er að taka mark á enda með stöffið á hreinu....
ef við skoðum idol söguna mína þá hélt ég með helga seinast - kemur kannski ekki á óvart því hann var skemmtilegur og sætur gaur, með fallega rödd - þegar hann datt út þá nennti ég eiginlega ekki að horfa á þetta því guð forði því að fimmhundruðkallinn og kalli geri eitthvað fyrir mig...hvað þá kvensurnar sem voru eftir....æ þetta var fúlt....því halelúja mér fannst hann vera að gera það - flott þung, rám rödd, massa kinnbein og hottness útlit hvað þarf meira:Þ....
EN ef við skoðum líka hvernig plötur seljast......ég sé hottnessið í svona rokki - ég myndi kaupa þannig plötu - hver kaupir plötu með kalla bjarna eða fimmhundruðkallinum (sykurleðja dauðans) nema vera heyrnadaufur....ég er reyndar ekki búin að leggja á mig að hlusta á þessa diska en þeir eru víst búnir að fá hræðilega dóma....en svona er þetta víst en ég skil ekki afhverju þessu hæfileikaríka fólki í hópi 3 var ekki skipt niður á fyrstu tvo hópana til að gera þá jafnari í stað þess að hafa tvo mjög slaka hópa og síðan einn frábæran.....æ þetta er komið nóg um ædol...heheheh ein að missa sig:) - en ég verð að propsa ylfu fyrir massa rödd.....
annars vorum við stelpurnar það djarfar að læra til 1 og núna er ég að fara að lesa verkefnastjórnun.....hamingja.....
og ég er búin að sansa skipti fyrir próflokadjammið....dagarnir eru óðum að fyllast þangað til ég fer út:)
Viktoría posted at 01:02
.x.x.x.x.x.